Fara í efni

Sveitarstjórn

511. fundur 01. september 2021 kl. 09:00 - 12:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Samkomulag um afnot af landsvæði fyrir grenndarstöð.

b)      Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.

  1.  Fundargerðir.

 a)      Fundargerð 29. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. ágúst 2021.

Mál nr. 3 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 29. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 17. ágúst 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Álagning fjallskila.

Formaður fjallskilanefndar kynnir tillögu fjallskilanefndar um að sveitarsjóður greiði hluta af unnum fjallskilum að frádregnum öðrum tekjum frá og með næsta ári.

Sveitarstjórn vísar málinu inn í fjárhagsáætlunargerð.

Mál nr. 5: Vegir og aðstaða við Kerlingu.

Fyrir liggur að vegurinn frá Sandkluftavatni inn að Kerlingu og niður á milli fjalla þarfnast lagfæringar. Til að hægt verði að sinna smalamennskum leggur fjallskilanefnd til að sveitarstjórn láti laga veginn fyrir fjallferð. Jafnframt þarf að skoða aðstöðu við gangnamannakofann í Kerlingu m.a. áningarhólf fyrir hrossin og óskar fjallskilanefnd eftir að sveitarstjórn láti kanna skálann og aðstöðuna.

Sveitarstjóra falið að gera ráðstafanir vegna vegar og aðstöðu við Kerlingu.

b)     Fundargerð 222. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. ágúst 2021.

Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 49 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 222. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 25. ágúst 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 18: Öndverðarnes 2 L170117; Deiliskipulag - (2106151).

Lögð er fram umsókn frá Skarphéðni Kjartanssyni vegna deiliskipulags lóðar í landi Öndverðarness II L170117. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 11.600 fm sumarhúsalóð. Gert er ráð fyrir að byggja megi, að hámarks nýtingarhlutfalli lóðar 0,03, eitt sumarhús og gestahús allt að 40 fm.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með fyrirvara um lagfærð gögn og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 19: Nesjavellir lóð 13 L202576; Aðstöðuhús; Deiliskipulagsbreyting - (2107090).

Lögð er fram umsókn frá Sigríði Arngrímsdóttur er varðar deiliskiuplagsbreytingu að Nesjavöllum á lóð Orkuveitu Reykjavíkur. Í breytingunni felst skilgreining byggingarheimildar fyrir aðstöðuhúsi á lóð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 20: Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting - (2009016).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Mál nr. 21: Dvergahraun 23 L202168; Stækkun byggingareits; Deiliskipulagsbreyting - (2107092).

Lögð er fram umsókn frá Gunnari Stefánssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Farborga í landi Miðengis. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðar Dverghrauns 23 um sem nemur 5 metrum til suðurs. Fjarlægð byggingarreitar frá lóðarmörkum verður eftir sem áður 15 metrar. Samþykki aðliggjandi lóða liggur fyrir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem skriflegt samþykki nágranna liggur fyrir er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 22: Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - (2106009).

Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðarmarka og legu byggingarreits lóðar 8, L168251 innan frístundabyggðar í landi Hests eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á kynnningartíma skipulagsbreytinga og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins vegna framlagðra athugasemda sem bárust vegna málsins. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda varðandi framgang og lausn málsins.

Mál nr. 23: Minni-Borg lóð B L198597; Byggingarreitur; Aðstöðuhús; Deiliskipulagsbreyting - (2108011).

Lögð er fram umsókn frá Minniborgum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Minni-Borgar lóð B L198597. Í breytingunni felst að skilgreindur er 600 fm byggingarreitur þar sem gert er ráð fyrir 130 fm aðstöðuhúsi/starfsmannahúsi fyrir starfsmenn Minniborga ehf.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

Mál nr. 24: Sogsvegur 18C L169550; Sogsvegur 18B; Stofnun lóðar - (2108024).

Lögð er fram umsókn frá Önnu Margréti Ákadóttur er varðar stofnun 7.964 fm lóðar, Sogsvegur 18B, úr Sogsvegi 18C L169550 í takt við framlagða umsókn.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að lóð Sogsvegar 18C verði tvær aðskildar lóðir líkt og afmörkun þeirra gerir ráð fyrir. Innan deiliskipulagsbreytingar sem tekur til viðkomandi svæðis og tók gildi þann 5. febrúar 2021 er gert ráð fyrir að lóðir innan skipulagssvæðisins séu 7 í stað 16 áður. Með umsókn þessari er gert ráð fyrir að lóðir innan svæðisins verði 8 talsins. Engar breytingar eru gerðar á hnitsettri legu lóða samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.

Mál nr. 25: Nesjavallavirkjun L170925; Niðurrennslishola; Framkvæmdarleyfi - (2107044).

Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir niðurrennslisholu vegna Nesjavallarvirkjunar sem staðsett verður á borsvæði við afleggjara að ION hóteli. Niðurrennslisholan er boruð til að draga úr losun vatns á yfirborði og minnka þannig umhverfisáhrif vegna jarðhitavinnslu og styðja við jarðhitageyminn.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Mál nr. 26: Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095; Safn, ferða- og þjónustuhús; Deiliskipulag - (2107038).

Lögð er fram umsókn frá Íslenska bænum ehf. er varðar deiliskipulag Öndverðarness 2 lóð (Laxabakki) L170095. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustu- og aðstöðuhúss sem ætlað er að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði sérstaklega kynnt landeigendum Öndverðarnes II. Óskað er eftir að samhliða verði unnið að staðfestingu lóðarmarka lóðarinnar með útgáfu lóðarblaðs fyrir lóðina. Smári Bergmann Kolbeinsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 27: Jörfagerði 5 (L169286) og 6 (L169287); Mörk byggingareits; Fyrirspurn - (2107036).

Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar stækkun byggingarreits á lóðum Jörfagerðis 5 og 6. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðarinnar er dreginn í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 15 metra.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Sveitarstjórn mælist til þess að fyrirspyrjanda verði kynntar leiðir til að sækja um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Mál nr. 28: Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti og niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður - (2107075).

Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Erlu Magnúsdóttur, móttekin 13. júlí 2021, um byggingarleyfi til að byggja 118,7 m2 sumarhús í Klausturhólum 2, L168966, Grímsnes- og Grafningshreppi. Einnig er sótt um á sömu lóð niðurfellingu á skráningu fasteignar, afskrá á mhl 01 sumarbústaður 41,2 m2, byggingarár 1986.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 29: Nesjar (L170877); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - (2107079).

Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar f.h. Klapparás ehf., móttekin 12. júlí 2021, um byggingarleyfi til að byggja 172,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Nesjar L170877, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er ekki skráð með stærð í þjóðskrá Íslands og enginn byggingarreitur er skilgreindur innan hennar. Lóðin er ekki hnitsett og er vafi um hvort að lóðin teljist hluti af gildandi deiliskipulagi svæðisins. Eldra hús var á lóðinni áður sem nú hefur verið rifið.

Sveitarstjórn telur að viðkomandi lóð sé ekki innan deiliskipulagsmarka lóða að Nesjum og mælist því til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Mælst er til þess að hnitsett afmörkun lóðarinnar liggi fyrir við útgáfu byggingarleyfis. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Uppfærsla á deiliskipulagi frístundabyggðar að Nesjum hefur verið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn og var lýsing deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið lögð fram og samþykkt til kynningar á 185. fundi sveitarstjórnar þann 30. október 2019. Töluverðar athugasemdir bárust við skipulagslýsingu frá lóðarhöfum innan svæðisins sem varð til þess að vinnslu tillögu deiliskipulagsbreytingar fyrir svæðið stöðvaðist. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við umsækjanda, sumarhúsafélag svæðisins og skipulagshönnuð skipulagsbreytinga sem taka til deiliskipulags að Nesjum með það að markmiði að tillaga á grundvelli lýsingar verði lögð fram til afgreiðslu í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Sveitarstjórn mælist til þess að uppfært deiliskipulag taki til allra lóða á umræddu svæði sem tekur til Nesja, Kleifarholts, Réttarháls og Tjarnarlautar.

Mál nr. 30: Oddsholt 33 (L202634); umsókn um byggingarleyfi; gestahús - (2108007).

Fyrir liggur umsókn Hauks Vigfússonar og Guðbjargar V. Sigurbjarnardóttur, móttekin 25. júlí 2021 um byggingarleyfi til að byggja 19,5 m2 gestahús á Oddsholti 33 L202634, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 31: Hallkelshólar 17 (L228423); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - (2108008).

Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Elínar Ó. Guðmundsdóttur, móttekin 3. ágúst 2021 um byggingarleyfi til að byggja 45,5 m2 sumarhús í Hallkelshólum 17, L228423, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 32: Hallkelshólar lóð 69 (L186617); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður - viðbygging - (2106125).

Fyrir liggur umsókn Arnars A. Gunnþórssonar og Þórhildar E. Sigurðardóttur, móttekin 15. júní 2021, um byggingarleyfi til að byggja 95 m2 við núverandi sumarhús í Hallkelshólum lóð 69 L186617, Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 165 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar og eftir að staðfest lóðarblað liggur fyrir skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 33: Borg í Grímsnesi; Íbúðabyggð; Deiliskipulag - (2108030).

Lögð er fram tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulags sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Á síðustu árum hefur atvinnutækifærum fjölgað í Grímsnes- og Grafningshreppi og er það forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Borg. Mikil ásókn hefur verið í nýjar lóðir og með nýju deiliskipulagi áformar sveitarfélagið að mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarlóðum með áherslu á fjölbreytni í íbúðastærðum og húsagerðum. Einnig verða unnar ýmsar lagfæringar á lóðamörkum, stígakerfi, byggingaskilmálum og fleiru vegna breyttra aðstæðna og nýrri og nákvæmari kortagagna.

Sveitarstjórn smþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 34: Nesjavallavirkjun L170925; Grenndarstöð; Framkvæmdarleyfi - (2108032).

Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir gerð grenndarstöðvar. Gert er ráð fyrir gámum fyrir almennt sorp, gler, málma, plast, og pappa ásamt tunnum fyrir lífrænan úrgang. Olíuheldur dúkur verður lagður undir planið ef mengunarslys á sér stað.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir gerð grenndarstöðvar.

Mál nr. 35: Nesjavellir L170825; Nesjavallavirkjun; Skiljuvatnslosun; Framkvæmdarleyfi - (2108034).

Orka náttúrunnar (ON) óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna breytinga og endurbóta á núverandi fyrirkomulagi skiljuvatnslosunar á Nesjavöllum, með það að markmiði að bæta kerfið en núverandi kerfi skiljuvatnslosunar þarfnast viðgerðar og endurnýjunar. Um er að ræða varnarbúnað sem eingöngu er í notkun þegar frávik er í hefðbundnum rekstri varmastöðvar og niðurrennslisveitu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Mál nr. 36: Ásgarður L168229; Hreinsistöð; Framkvæmdarleyfi - (2108033).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu nýrrar þriggja þrepa 400 persónueininga hreinsistöð í stað núverandi rotþróar að Ásborgum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Mál nr. 37: Hvammshraun; Hagavík C L231137; Stofnun lóðar - (2107076).

Lögð er fram umsókn frá Helga Þórssyni er varðar skiptingu á Hagavík B L231136 og Hagavík C L231137, sem birtast ekki í lista yfir lönd á vef UTU. Erfingjar jarðarhluta Ragnhildar Helgadóttur í Hagavík hyggjast slíta sameign sinni að hluta með frekari skiptingu jarðarpartsins eins og lýst er í erindinu. Hvorki eru ráðagerðir um framkvæmdir né sölu á hlutunum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skiptingu landeignanna.

Mál nr. 38: Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - (2003014).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 L170828 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Samhliða er lögð fram fornleifaúttekt innan svæðisins til kynningar. Óskað var eftir heimild Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagsbreytinga. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum skipulagshöfundar.

Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt þar sem við á. Að mati sveitarstjórnar er rökstuðningur fyrir breyttri landnotkun á svæðinu fullnægjandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlögð breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til Torfastaða 1 verði auglýst.

Mál nr. 39: Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag - (2103106).

Lagt er fram deiliskipulag frístundahúsalóða eftir auglýsingu sem tekur til Leynis L230589 úr landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Málinu var frestað á 221. fundi skipulagsnefndar þar sem mælst var til þess að brugðist væri við athugasemdum er varðar flóttaleið m.t.t. brunavarna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og telur að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins þar sem við á. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 40: Eldisstöð að Hallkelshólum; Matsskylda; Umsagnarbeiðni - (2108063).

Lögð er fram beiðni Skipulagsstofnunar er varðar umsögn sveitarfélagsins vegna eldis á laxaseiðum að Hallkelshólum í Grímnesi. Innan umsagnar skal koma fram eftir því sem við á, hvort Grímsnes- og Grafningshreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Sveitarstjórn telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Sveitarstjórn telur að uppbygging á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir á grundvelli fyrirspurnar eru eftir atvikum háðar útgáfu bygginga- og/eða framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins.

Mál nr. 49: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-147.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2021.

 c)      Fundargerð 571. fundar stjórnar SASS, 13. ágúst 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Varðandi fyrirhugaða kynnisferð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi til Danmerkur vill sveitarstjórn koma eftirfarandi bókun á framfæri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að draga til baka þátttöku beggja fulltrúa sveitarfélagsins í ferðina vegna tímasetningar ferðarinnar og heimsfaraldurs.

 2.  Skipulagsmál - Miðengi L168261; Efnistaka úr námu; Framkvæmdaleyfi -  (2105060).

Lögð er fram að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E12 í landi Miðengis sem frestað var afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 2. júní 2021. Í umsókninni fólst efnistaka að 50.000 m3 sem er hámarksefnistaka innan námunnar samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Samkvæmt þeim gögnum sem lögð voru fram vegna málsins áætlaði umsækjandi að búið væri að vinna  48.400 m3 af efni á svæðinu. Sveitarstjórn frestaði málinu og fól skipulagsfulltrúa að annast mælingu á námunni og staðfesta það efnismagn sem úr námunni hefur verið unnið. Lögð er fram mæligögn ásamt loftmynd af svæðinu unnin af EFLU verkfræðistofu við afgreiðslu málsins.

Samkvæmt uppmælingu á svæðinu er varlega áætlað að unnið hafi verið um 192.000 m3 af efni úr námunni. Sú efnistaka sem að fram hefur farið innan svæðisins er því um 142.000 m3 umfram heimildir aðalskipulags sveitarfélagsins. Innan 1. viðauka, lið 2.01 laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum segir að efnistaka og/eða haugsetning á landi eða úr hafsbotni þar sem áætlað er að raska 50.000 m2 svæði eða stærra eða efnismagn er 150.000 m3 eða meira telist í flokki A samkvæmt skilningi laganna. Í flokki A eru tilgreindar þær framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum. Af þeim sökum telur sveitarstjórn að frekari efnistaka á svæðinu teljist háð mati á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja útgáfu framkvæmdaleyfis.

 3.  Kvörtun vegna stjórnsýslu Grímsnes- og Grafningshrepps - Mál nr. SRN21050105 – Kiðhólsbraut 27, Grímsnes- og Grafningshreppi, F2208629.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 17. ágúst 2021, þar sem lögð er fram kvörtun vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins við álagningu fasteignagjalda á Kiðhólsbraut 27, Grímsnes- og Grafningshreppi. Jafnframt er lagt fram svarbréf lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. við kvörtuninni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða svarbréf lögmannsins og felur honum að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 4.  Minnisblað frá Verkís um stækkun á íþróttamiðstöð.

Fyrir liggur minnisblað frá Verkís vegna kostnaðarmats á viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Borg. Lagt fram til kynningar.

 5.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Brúarholti 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. ágúst 2021 um umsögn vegna leyfis til sölu gistingar í flokki II-G að Brúarholt 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 6.  Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2021.

Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn var 30. ágúst s.l. í Reykjavík. Fulltrúi sveitarfélagsins var Björn Kristinn Pálmarsson. Lagt fram til kynningar.

 7.  Önnur mál.

a)      Samkomulag um afnot af landsvæði fyrir grenndarstöð.

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur um endurgjaldslaus afnot af 700 m2 landsvæði innan jarðar Nesjavalla fyrir grenndarstöð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag og felur oddvita/sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

 b)     Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.

Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.

 

Getum við bætt efni síðunnar?