Fara í efni

Sveitarstjórn

238. fundur 19. mars 2009 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a)        Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
b)        Samkomulag um skólavistun grunnskólabarna. 

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. mars 2009  liggur frammi á fundinum.

2.   Fundargerðir.
      a)   Drög að fundargerð leik- og grunnskólaráðs 05.03.2009.

Drög að fundargerð lögð fram.
      b)  Fundargerð 111. fundar Félagsmálanefndar 03.03.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
      c)  Fundargerð 72. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 06.03.2009.
Fundargerðin lögð fram. 
d)  Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands á umhleðslu- og flokkunarstöð á Suðurlandi     
      03.03.2009.
Fundargerðin lögð fram.   Sveitarstjórn hvetur stjórn Sorpstöðvar Suðurlands að leita leiða til áframhaldandi urðunar í Kirkjuferjuhjáleigu enda skuldbindi sveitarfélögin sig til að draga úr sorpmagni til urðunar eins og kostur er.  

3.  Kennslukvóti vegna skólaársins 2009/2010.
Lögð fram tillaga að kennslukvóta Grunnskólans Ljósuborgar vegna skólaársins 2009/2010.   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kennslukvóta enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar.  

4.  Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók. 

5.  Yfirlýsingar vegna lóða Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf á Borg.
Lagðar eru fram yfirlýsingar frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. vegna stjórnsýsluhúss/skóla og íþróttamiðstöðvar þar sem farið er fram á að lóðaleigusamningum verði aflýst af eignum þar sem lóðirnar eru í eigu Fasteignar en sveitarfélagið hafi hins vegar gert leigusamning um eign og lóð.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarastjóra að skrifa undir yfirlýsingarnar fyrir hönd sveitarfélagins enda verði jafnframt gengið frá yfirlýsingum varðandi eignarrrétt sveitarfélagsins á þeim framkvæmdum sem farið hafa fram á lóðum Fasteignar og sveitarfélagið glati ekki réttindum vegna breytinganna. 

6.  Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf.
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf sem haldinn verður þann 20. mars mk.  Sveitarstjórn felur Ingvari Ingvarssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum. 

7.  Úrskurður Hæstaréttar í máli nr. 84/2009.
Lagður er fram úrskurður Hæstaréttar í málinu 84/2009. 

8.  Úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.
Lögð fram beiðni frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga vegna úttektar á vatns- og jarðahitaréttindum í eigu ríkisins.   Sveitarfélagið hefur ekki gert neina samninga við ríkið vegna vatns- eða jarðhitaréttinda í sveitarfélaginu. 

9.  Beiðni um endurskoðun/styrk vegna álagningar fasteignagjalda.
Lögð fram beiðni frá Sjómannadagsráði um endurskoðun álagningar fasteignagjalda og/eða styrk til greiðslu fasteignagjalda vegna þjónustumiðstöðvar, sundlaugar o.fl. í Hraunborgum.   Sveitarfélagið hafnar beiðninni.   

10.  Netauppkaup og fiskrækt á Hvítár-Ölfusársvæðinu.
Lögð fram beiðni frá SVFR þar sem óskað er eftir stuðningi við netauppkaup og fiskirækt á Hvítár og Ölfuársvæðinu.   Sveitarfélagið hafnar erindinu. 

11.  Lögbýlaskrá.
Lögð fram lögbýlaskrá í sveitarfélaginu. 

12.  Viðauki við samning um innheimtuþjónustu.
Lagður er fram viðauki við samning um innheimtuþjónustu við Lögheimtuna vegna innheimtuviðvörunnar. 

13.  Skil á lóðinni Hraunbraut 10 á Borg.
Lögð fram beiðni um skil á lóðinni Hraunbraut 10 á Borg og endurgreiðslu gatnagerðargjalda.  Sveitarstjórn samþykkir lóðaskilin og endurgreiðslu gatnagerðargjalda í samræmi við lög nr. 153/2006. 

14. Önnur mál.
a)     Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf  sem haldinn verður þann 31. mars mk.  Sveitarstjórn felur Gunnari Þorgeirssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.
b)     Samkomulag um skólavistun grunnskólabarna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir  skýringum skólayfirvalda í Bláskógabyggð á  reglum varðandi skólavistun grunnskólabarna.

15. Til kynningar.
a)   Árskýrsla Leikskólans Kátuborgar 2007-2008.
b)   Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf 2008.
c)   Ársreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2008.
d)   Árskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008.
e)   Ábendingar og athugasemdir Landsnets vegna endurskoðun aðalskipulags 2008-2020.
f)   Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna forvarnardagsins.
g)   Tónlistarskóli Árnesinga.  Fundargerð 147. fundar skólanefndar, 02.03.2009.
h)   Tónlistarskóli Árnesinga.  Fundargerð 148. fundar skólanefndar, 09.03.2009.
i)   Tónlistarskóli Árnesinga.  Fundargerð 149. fundar skólanefndar, 11.03.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:20.

 

Getum við bætt efni síðunnar?