Fara í efni

Sveitarstjórn

292. fundur 21. desember 2011 kl. 14:00 - 17:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Oddviti leitar afbrigða
a)     Úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru stjórna Golfklúbbs Kiðjabergs og Golfklúbbs Öndverðarness.

 

 
1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. desember 2011 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     42. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 15.12 2011.

Mál nr. 1, 6, 7, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr.  1, 6, 7, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 21 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð 10. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
c)     Fundargerð 4. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
d)    Fundargerð 4. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
e)     Fundargerð oddvitafundar, 12. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
f)      Fundargerð oddvitafundar, 14. desember 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.   Fjárhagsáætlun 2012, síðari umræða.
Sveitarstjórn frestar lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar þar sem ekki liggja fyrir endanlegar niðurstöður frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, enda hefur framlag sjóðsins veruleg áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætluninnar. Vegna þessarar stöðu er ekki hægt að afgreiða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og óskar því sveitarstjórn eftir að Innanríkisráðuneytið veiti frest til skila á áætluninni þar til niðurstöður Jöfnunarsjóðs liggja fyrir.

 
4.   Framlenging á ráðningarsamningi við yfirmann framkvæmda- og veitusviðs.
  Fyrir liggur að ráðningarsamningur við Börk Brynjarsson rennur út þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja ráðningarsamning hans í hálft ár þ.e. til 30.06 2012. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög.

 
5.   Samband orkusveitarfélaga.
Fyrir liggur fundargerð stofnfunda Sambands orkusveitarfélaga og samþykktir. Samband orkusveitarfélaga eru hagsmunasamtök sveitarfélaga sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar nýtingu orkuauðlinda innan sveitarfélagsins og er tilgangurinn meðal annars að standa vörðu um hagsmuni aðildarsveitarfélaga, vinna að hvers konar sameiginlegum hagmunamálum, móta reglur og miðla upplýsingum um málaflokkinn. Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að Sambandi orkusveitarfélaga.

 
6.   Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Farið var yfir stöðu mála Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Sveitarstjórn samþykkir að komi til endurgeiðslu leigugjalda á árinu 2011 muni þeim fjármunum ráðstafað til B-hluta sveitarsjóðs Grímsnes- og Grafningshrepps á fjárhagsárinu 2011.

 
7.   Beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni að fjárhæð 270 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.   Beiðni um styrk frá undirbúningshópi um kaffsamsæti fyrir Gunnlaug Skúlason, dýralækni.
Fyrir liggur beiðni frá undirbúningshópi um styrk að fjárhæð 50.000 kr. til að halda Gunnlaugi Skúlasyni dýralækni heiðurssamsæti í tilefni starfsloka hans. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
9.       Beiðni um styrk frá Sesseljuhúsi umhverfissetri vegna uppbyggingar og framkvæmdar háskólanáms á Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum.
Fyrir liggur beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum að fjárhæð kr. 300.000 vegna stuðning við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi. Sveitarstjórn samþykkir umbeðinn styrk. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
10.    Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni, áframhaldandi söfnun og miðlun fróðleiks. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Héraðsnefnd Árnesinga.
Sveitarstjórn samþykkir að taka að sér bókhald undirstofnana Héraðsnefndar Árnesinga utan Tónlistarskóla Árnesinga fyrir kr. 600.000 á ári.

 
12.    Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sólheimum um brennuleyfi fyrir þrettándabrennu á Sólheimum þann 6. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennuleyfið.

 
13.    Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 fyrir Ásborgir. Í breytingunni felst að íbúðarsvæðið Ásborgir, merkt íb 11 í aðalskipulaginu og er um 28 ha að stærð, breytist í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og svæðis fyrir verslun og þjónustu. Ástæða breytingarinnar er að  til að gefa möguleika á því að nýta þegar byggð og fyrirhuguð hús á svæðinu sem gisti- og/eða veitingahús. Breytingin var auglýst til kynningar 13. október 2011 ásamt breytingu á deiliskipulagi svæðisins með athugasemdafresti til 24. nóvember.  Þrjú athugasemdabréf bárust á kynningartíma.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn um athugasemdir í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

 
14.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 4. janúar nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 18. janúar 2011, kl. 9:00.

 
15.    Önnur mál

a)     Úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru stjórna Golfklúbbs Kiðjabergs og Golfklúbbs Öndverðarness.
Fyrir liggur niðurstaða ráðuneytisins, dagsett 14. desember 2011 vegna stjórnsýslukæru stjórna Golfklúbbs Kiðjabergs og Golfklúbbs Öndverðarness  þar sem kröfu kæranda var vísað frá.

 

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  4452. stjórnarfundar 09.12 2011.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 137. stjórnarfundar 09.12 2011.
Bréf frá Félagi tónlistarkennara um ályktun gegn niðurskurði á tónlistarskólum.
Bréf frá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra.
Inntökuráð ART teymis. Fundargerð 14. fundar 17.05 2011.*
Inntökuráð ART teymis. Fundargerð 15. fundar 12.12 2011.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 17:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?