Fara í efni

Sveitarstjórn

524. fundur 06. apríl 2022 kl. 08:15 - 12:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Stofnfundur Arnardrangs hses.

1. Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn kom ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps, þau Ísold Assa Guðmundsdóttir, Viðar Gauti Jónsson, Matthías Fossberg Matthíasson, Ingibjörg Elka Þrastardóttir og Ásdís Rún Grímsdóttir ásamt starfsmanni þess, Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur. Lagðar voru fram þrjár tillögur ungmennaráðs;
Áberandi ruslatunnur í þéttbýlinu Borg.
Auknir hátíðardagar og samkomur í sveitarfélaginu.
Almenningssamgöngur, biðstöðvar og skýli.

2. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2021.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2021 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi PwC og fór yfir reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.

3. Úthlutun lóða.
Kristján Óðinn Unnarsson lögbókandi mætti á fundinn og var viðstaddur úrdrátt umsækjenda og skrásetti það sem fram fór. Að auki mætti á fundinn Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og aðveitna.
Lögbókandagerð

a) Hólsbraut 2-4 Parhús.
9 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. North 66 properties ehf.
  2. Guðmundur S. Guðmundsson.
  3. Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir

b) Hólsbraut 6-8 Parhús.
10 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Premium Properties ehf.
  2. Byggðanes ehf.
  3. J. Óskarsson ehf.

c) Hólsbraut 10-12 Parhús.
11 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Zebor ehf.
  2. J. Óskarsson ehf.
  3. Lögmenn Vesturlandi ehf.

d) Hólsbraut 13-15 Parhús.
9 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Lögmenn Vesturlandi ehf.
  2. Premium Properties ehf.
  3. Jón Óskarsson.

e) Hólsbraut 17-19 Parhús.
10 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Premium Properties ehf.
  2. BF verk ehf.
  3. Byggðanes ehf.

f) Hraunbraut 1 Einbýlishús.
2 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Sveinbjörg Guðnadóttir
  2. Helgi Jónsson

g) Hraunbraut 3 Einbýlishús.
1 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Sveinbjörg Guðnadóttir

h) Hraunbraut 4 Raðhús.
Lóðarúthlutun frestað.

i) Hraunbraut 6 Raðhús.
9 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. New design ehf.
  2. Premium Properties ehf.
  3. Tonic ehf.

j) Hraunbraut 5-7 Fjölbýlishús.
7 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. North 66 properties ehf.
  2. Lögmenn Vesturlandi ehf.
  3. Guðmundur S. Guðmundsson.

k) Hraunbraut 9-11 Fjölbýlishús.
7 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. New design ehf.
  2. Guðmundur S. Guðmundsson.
  3. Premium Properties ehf.

l) Hraunbraut 13-15 Fjölbýlishús.
2 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Lögmenn Vesturlandi ehf.
  2. Tonic ehf.

m) Hraunbraut 17-21 Raðhús.
5 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. New design ehf.
  2. Lögmenn Vesturlandi ehf.
  3. Premium properties ehf.

n) Hraunbraut 31 Einbýlishús.
3 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Irina B. Ragnarsson.
  2. Hannes Þór Arnar.
  3. Sveinbjörg Guðnadóttir.

o) Hraunbraut 33 Einbýlishús.
2 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Sveinbjörg Guðnadóttir.
  2. Ársæll H. Guðlaugsson.

p) Hraunbraut 35 Einbýlishús.
5 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Óskar Guðmundsson.
  2. Sveinbjörg Guðnadóttir.
  3. Kristján B.K. Þorsteinsson.

q) Hraunbraut 37A/37B Parhús.
5 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Lögmenn Vesturlandi ehf.
  2. New design ehf.
  3. North 66 properties ehf.

r) Hraunbraut 39 Einbýlishús.
3 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Guðni Vilberg Baldursson.
  2. Sveinbjörg Guðnadóttir.
  3. Álfhildur Þorsteinsdóttir.

s) Hraunbraut 43 Einbýlishús.
4 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.

  1. Guðni Vilberg Baldursson.
  2. Sveinbjörg Guðnadóttir.
  3. Álfhildur Þorsteinsdóttir.

4. Fundargerðir.

a) Fundargerð 17. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

b) Fundargerð 18. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 23. mars 2022.
Lögð fram 18. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, dagsett 23. mars 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Rædd var útleiga á félagsheimilinu og húsnefndin leggur til að félagsheimilið verði ekki leigt út árið 2022 á almennum markaði. Jafnframt leggur nefndin til að íbúðin í félagsheimilinu verði leigð út sem fyrst til skamms tíma með þeim kvöðum sem fylgja, m.a. ónæði vegna útleigu.
Í ljósi þess að félagsheimilið verður ekki leigt út á almennum markaði árið 2022 samþykkir sveitarstjórn að leigja út íbúðina í félagsheimilinu á almennum markaði til skamms tíma í senn með þeim kvöðum sem fylgja, m.a. ónæðis vegna útleigu félagsheimilisins og bann á dýrahaldi.
Fundargerð

c) Fundargerð 32. fundar fjallskilanefndar, 28. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 236. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. mars 2022.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 236. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 23. mars 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: Matsáætlun fyrir gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi; Umsagnarbeiðni - 2112056.
Lögð er fram beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn er varðar matsáætlun framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu 30b í landi Klausturhóla. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun sem tekur til efnistöku úr Seyðishólanámu 30b í landi Klausturhóla. Sveitarstjórn telur að innan matsáætlunar sé á fullnægjandi hátt gert greint fyrir valkostum, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismati og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Framkvæmdir innan svæðisins eru háðar útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins og eftir atvikum byggingarleyfa.
Mál nr. 10: Hraunkot; Hraunborgir; Breytt stærð aukahúsa; Deiliskipulagsbreyting – 2203027.
Lögð er fram umsókn frá Sveini Inga Ólafssyni er varðar breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðis Hraunborga í landi Hraunkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimildir er varðar stærðir aukahúsa eru auknar úr 25 fm í 40 fm. Skriflegt samþykki Sjómannadagsráðs, eigenda Hraunkots, liggur fyrir við umsókn breytinganna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki landeiganda svæðisins fyrir viðkomandi breytingu telur sveitarstjórn ekki þörf á grenndarkynningu enda felst ekki í breytingunni skerðing á núverandi byggingarheimildum innan svæðisins eða aukningu umfram gildandi nýtingarhlutfall.
Mál nr. 11: Umsögn um matsáætlun; Niðurdæling CO2 á Hellisheiði - 2202082.
Lögð er fram beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn er varðar matsáætlun framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana sem tekur til niðurdælingar á CO2 á Hellisheiði.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun sem tekur til niðurdælingar CO2 á Hellisheiði. Sveitarstjórn telur að innan matsáætlunar sé á fullnægjandi hátt gert greint fyrir valkostum, gagnaöflum, úrvinnslu gagna, umhverfismati og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Framkvæmdir innan svæðisins eru háðar útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins og eftir atvikum byggingarleyfa.
Mál nr. 12: Þóroddsstaðir L168295; Álfaskeið; Stofnun lóðar – 2202062.
Lögð er fram umsókn Bjarna Bjarnasonar um stofnun lands úr jörðinni Þóroddsstaðir L168295. Óskað er eftir að stofna 141,5 ha land sem fengi staðfangið Álfaskeið. Aðkoma er frá Laugarvatnsvegi (37) um sameiginlegan aðkomuveg um Álfhól og Álfabrekku eins og sýnd er á uppdrætti. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu landsins skv. uppdrætti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun landsins samkvæmt fyrirliggjandi umsókn og gerir ekki athugasemd við staðfangið Álfaskeið.
Mál nr. 13: Apavatn L168269; Skógarbrekkur; Stofnun lóðar – 2202063.
Lögð er fram umsókn Hannesar Lentz um stofnun lands úr jörðinni Neðra-Apavatn L168269. Óskað er eftir að stofna 120 ha land sem fengi staðfangið Skógarbrekkur. Fyrirhugað er að vera með skógrækt á landinu. Aðkoma að landinu er frá Laugarvatnsvegi (37) um reiðveg sem liggur m.a. að skála í Kringlumýri á Lyngdalsheiði. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu landsins skv. uppdrætti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd stofnun landsins samkvæmt fyrirliggjandi umsókn og gerir ekki athugasemd við staðfangið Skógarbrekkur.
Mál nr. 14: Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Heildarendurskoðun deiliskipulags – 2202007.
Lögð er fram umsókn frá Sameyki-stéttarfélagi í almannaþjónustu vegna nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar við Úlfljótsvatn L170830. Í dag er í gildi deiliskipulagsuppdráttur, deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsettur 16.6.1993. Á því skipulagi var gert ráð fyrir alls 26 húsum, 25 sumarhúsum og svo Úlfljótsskála sem áður var þjónustumiðstöð. Við gildistöku þessa skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu allt að 29 bygginga, frístundahús og þjónustuhús auk leiksvæða og aðstöðu fyrir tjaldsvæði. Málinu var frestað á 234. fundi skipulagsnefndar, málið lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um uppfærð gögn um staðföng og málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 15: Minni-Bær land L169227; Giljabakki 1; Stofnun lóðar og nýtt staðfang – 2203040.
Lögð er fram umsókn frá Gluggasmiðjunni ehf. er varðar staðfang nýrrar frístundalóðar úr landi Minni-bæjar lands L169227. Stofnun lóðarinnar byggist á deiliskipulagi svæðisins og óskað er eftir því að staðfang lóðarinnar verði Giljabakki 1.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við staðfang lóðarinnar.
Mál nr. 16: Kiðjaberg lóð 90 L168955; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2201021.
Lögð er fram umsókn frá Bergþóri Jóhannssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis að Kiðjabergi. Áður hefur sveitarstjórn hafnað umsókn vegna stækkunar á byggingarreit lóðarinnar á fundi sínum þann 02.02.22 . Í umsóttri breytingu felst breytt lega byggingarreits innan lóðar Kiðjabergs lóð 90. Stærð reitsins helst óbreytt og engar breytingar eru gerðar á skipulagsskilmálum svæðisins. Jafnframt er óskað eftir undanþágu vegna stærðar á aukahúsi á lóð innan lóðarnnar. Áætlun lóðarhafa er að byggt verði nýtt hús á lóðinni og núverandi sumarhús sem er 45,5 fm að stærð fái að standa óbreytt áfram sem aukahús á lóð. Með umsókn er lagður fram rökstuðningur hönnuðar fyrir afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðum innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn telur ekki forsvaranlegt að stærð aukahúss á lóð fari umfram heimildir aðal- og deiliskipulags.
Mál nr. 22: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-161.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. mars 2022.
Fundargerð

e) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi ( NOS), 24. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi ( NOS), 30. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð 23. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 21. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Minnispunktar frá fundi með aðildarsveitarfélögum Bergrisans bs., 21. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

i) Fundargerð 15. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 1. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

j) Fundargerð 16. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 8. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

k) Fundargerð 5. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 13. desember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

l) Fundargerð 6. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 7. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

m) Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

5. Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022. Nýmæli eru í 18. grein í lögunum um vanhæfi kjörstjórna í sveitarstjórnakosningum. Miðað við forsendur dagsins í dag og samkvæmt lögunum er því öll núverandi kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vanhæf vegna tengsla við þá einstaklinga sem stefna á framboð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi skipan í kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps út kjörtímabilið 2018 – 2022.
Kristín Björg Albertsdóttir, formaður
Kristín Þorfinnsdóttir
Bragi Svavarsson
Til vara:
Valgeir Fridolf Backman
Guðríður Einarsdóttir
Magnús Grímsson

6. Lóðarleigusamningar.
Fyrir liggja nýir lóðarleigusamningar vegna Hraunbrautar 8 og Hraunbrautar 41 en búið var að úthluta lóðunum áður og gengu þær úthlutanir til baka til sveitarfélagsins. Veitt var vilyrði til úthlutunnar lóðanna fyrir gildistöku nýs deiliskipulags fyrir þéttbýlið að Borg og gildistöku reglna um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lóðarleigusamninga.

7. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.

8. Samfélagsstefna 2022 – 2024.
Lögð fram að nýju Samfélagsstefna 2022 – 2024 eftir að Heilsu- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins kynnti hana fyrir nefndum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða Samfélagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps 2022 – 2024.
Samfélagsstefna GOGG 2022-2024

9. Ársreikningur Kvenfélags Grímsneshrepps 2021.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Kvenfélags Grímsneshrepps fyrir árið 2021.
Ársreikningur

10. Kæra til úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála.
Lögð fram til kynningar stjórnsýslukæra, dagsett 18. mars 2022 þar sem kærð er niðurstaða Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita um að hafna umsókn kæranda á grundvelli þess að útveggir hússins að Illagili 17 og 19 í Grímsnes- og Grafningshreppi, uppfylli ekki leyfilegt hámark U-gildis, sbr. 13.2.2 gr. og 13.3.2 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

11. Styrktarbeiðni til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
Fyrir liggur bréf frá Jóhanni Haukssyni formanni stjórnar og Atla Þór Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International, dagsett 22. mars 2022. Í bréfinu er óskað eftir styrk 50.000.- til 250.000.- kr. til að rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
Sveitarstjórn synjar samhljóða styrkbeiðninni.
Styrktarbeiðni

12. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs í flokki II í The Lake House of Úlfljótsvatn.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. mars 2022 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokk II–C Minna gistiheimili í The Lake House of Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
Umsagnarbeiðni
Teikning

13. Römpum upp Ísland.
Lagt fram til kynningar bréf frá Þorleifi Gunnlaugssyni, stjórnarformanni Römpum upp Ísland, dagsett 28. mars 2022 þar sem kynnt er verkefnið Römpum upp Ísland.
Bréf frá Þorleifi Gunnlaugssyni

14. Bókun stjórnar sambandsins um innleiðingu barnaverndarlaga.
Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. mars 2022 um innleiðingu barnaverndarlaga.
Erindi varðandi gildistöku barnaverndarlaga
Innleiðing barnaverndarlaga

15. Bókun stjórnar sambandsins um átak um Hringrásarhagkerfið.
Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. mars 2022 um átak um Hringrásarhagkerfið.
Átak um Hringrásarkerfið

16. Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagðar fram til kynningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. mars 2022 viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.
Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

17. Endurskipulagning sýslumannsembætta.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, dagsett 21. mars 2022, vegna endurskipulagning sýslumannsembætta.
Endurskipulagning sýslumannsembætta

18. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 63/2022, „Drög að leiðbeiningum og ramma að áliti sveitarfélaga með undir 250 íbúa um stöðu og getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum“.
Fyrir liggur til samráðs frá Innviðaráðuneytinu mál nr. 63/2022, „Drög að leiðbeiningum og ramma að áliti sveitarfélaga með undir 250 íbúa um stöðu og getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Óskari Sigurðssyni hrl. lögmanni sveitarfélagsins að skila inn umsögn.

19. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um um fjarskipti, 461. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um um fjarskipti, 461. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

20. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.
Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.
Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar.

21. Önnur mál.
a) Stofnfundur Arnardrangs hses.
Fyrir liggur að stofnfundur Arnardrangs hses verður haldinn 13. apríl n.k. í Ráðhúsi Árborgar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson verðri fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps á fundinum.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:45.

Getum við bætt efni síðunnar?