Fara í efni

Sveitarstjórn

295. fundur 01. febrúar 2012 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. janúar 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. janúar 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.       Fundargerðir.

a)  43. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 19.01 2012.

Mál nr. 2, 3, 5, 8, 9 og 10 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr.  2, 5, 8, 9 og 10 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn. Varðandi lið nr. 3 þá var vísað til sveitarstjórnar nýju nafni á Miðengi lóð 17 í Álftavík. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir nafnið.

 
b)  Fundargerð oddvitafundar, 23. janúar 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Varðandi lið 3, oddviti kynnti fyrirhugaða ferð oddvita, sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu til Cornwall í Englandi þann 12. – 15.  mars n.k. en til stendur að kynna sér fyrirkomulag ferðaþjónustu á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir að greiða ferða- og dvalarkostnað oddvita og sveitarstjóra vegna ferðarinnar.

 
3.   Deiliskipulag á Borg.
Á fundinn mætti Oddur Hermannsson til að fara yfir drög að deiliskipulagi á Borgarsvæðinu og staðsetningu hringtorgs. Oddi falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 
4.   Þriggja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að þriggja ára fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árin 2013 – 2015.  Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.

 
5.       Beiðni um styrk vegna Skólahreysti 2012.
Fyrir liggur beiðni um styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna skólahreysti 2012. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
6.   Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2012.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Bandalagi íslenskra skáta til Góðverkadaganna 2012. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Bréf frá Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði vegna gagnaöflunar tengda eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Fyrir liggur bréf frá Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði, Háskóla Íslands vegna gagnaöflunar tengda eldgosinu í Eyjafjallajökli. Erindið lagt fram.

 
8.       Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Péturs Þórarinssonar og Þorsteins Gunnarssonar vegna kröfu um skaðabætur fyrir vinnu í héraðsdómsmáli nr. E-385/2008.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, við bréfi frá Veritas lögmönnum f.h. Péturs Þórarinssonar og Þorsteins Gunnarssonar dagsett 5. október 2011 um skaðabætur fyrir vinnu í héraðsdómsmáli nr. E-385/2008. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 
9.   Matsgjörð vegna Borgarbrautar 22.
Húseign sveitarfélagsins að Borgarbraut 22 er laus og fyrir liggur matsgjörð frá fasteignasölu Lögmanna Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir að setja húseignina á sölu.

 
10.    Bréf frá Múrarmeistarafélagi Reykjavíkur og Meistarafélagi húsasmiða vegna ákvörðunar sveitarstjórnar að byggja golfvöll í landi sveitarfélagsins að Minni-Borg.
Fyrir liggur bréf frá Múrarmeistarafélagi Reykjavíkur og Meistarafélagi húsasmiða þar sem skorað er á sveitarstjórn að hætta við byggingu golfvallarins í landi sveitarfélagsins að Minni-Borg og óskar frekar eftir samstarfi og að sveitarfélagið styrki rekstur félaganna. Erindið lagt fram.

 
11.    Bréf frá Sveini Guðmundssyni f.h. Kerhrauns, félags sumarhúsaeigenda um viðhald á Hólaskarðsvegi.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Guðmundssyni, Landsambandi sumarhúsaeigenda, f.h. Kerhrauns, félags sumarhúsaeigenda um viðhald á Hólaskarðsvegi. Sveitarstjórn vísar til fyrri afstöðu sinnar og vekur enn og aftur athygli félagsins á að það geti sótt um styrk vegna viðhalds á sumarhúsavegum til sveitarfélagsins fyrir 15. maí n.k.

 
12.    Beiðni um styrk frá Hollvinum Grímsness.
Fyrir liggur beiðni frá Hollvinum Grímsness um styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna hátíðarinnar Brú til Borgar 2012 sem haldin verður dagana 30. júní og 1. júlí n.k. á Borg.  Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til hátíðarinnar að fjárhæð kr. 400.000 auk þess að leggja til Félagsheimilið Borg og Íþróttahúsið að Borg án endurgjalds vegna hátíðarinnar.

 

 

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 138. stjórnarfundar 20.01 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  305. stjórnarfundar 19.01 2012.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 13.01 2012.
Starfsáætlun 2012 frá Atvinnuþrónuarfélagi Suðurlands. 
Samræða um stefnu, skýrsla frá Atvinnuþrónuarfélagi Suðurlands.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 136. stjórnarfundar 11.01 2012.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  211. stjórnarfundar 17.01 2012.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð aukaaðalfundar 17.01 2012.
Afrit af bréfi til Ingunnar E. Egilsdóttur frá  Orkustofnun vegna borunar eftir heitu vatni í Kiðjabergi
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:25

 

Getum við bætt efni síðunnar?