Fara í efni

Sveitarstjórn

296. fundur 15. febrúar 2012 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sverrir Sigurjónsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. febrúar 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. febrúar 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Þriggja ára fjárhagsáætlun, seinni umræða.
Fyrir liggur 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                              2013                           2014                           2015

Tekjur                                552.271                   559.268                     566.965

Gjöld                                 504.408                    506.912                     507.382

Fjármagnsgjöld                  37.549                      39.441                       37.639

Rekstrarafgangur                          10.314                       12.914                        21.944

Eignir                            1.652.087                  1.619.839                    1.595.638

Skuldir                             927.697                     882.535                       836.390

Eigið fé                           724.389                      737.304                      759.248

Fjárfestingar (nettó)       140.000                      20.000                         10.000

Sveitarstjórn samþykkir framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2013-2015.

 
3.       Hringtorgið á Borg.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lega og útfærsla hringtorgs Sólheimavegar og Biskupstungnabrautar breytist í samræmi við endurskoðuð hönnunargögn. Þá er gert ráð fyrir að nýjum undirgöngum undir Biskupstungnabraut austan hringtorgs auk fráreinar inn á Biskupstungnabraut, vestan hringtorgs, frá verslun og Gömlu-Borg. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fellur niður þar sem breytingin felur ekki í sér íþyngjandi breytingar fyrir hagsmunaaðila á svæðinu heldur er verið að koma til móts við ábendingar sem komið hafa fram s.s. um örugga göngutengingu við golfvallarsvæði og betri tengingu frá verslunarsvæði út á Biskupstungnabraut.
Einnig eru lögð fram drög að samkomulagi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna á hringtorgi við Borg. Afgreiðslu samkomulagsins frestað.

 
4.   Viljayfirlýsing um úthlutun lóðar undir hótelbyggingu.
Fyrir liggja drög að viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar fyrir hótelbyggingu í landi sveitarfélagsins að Minni Borg. Sveitarstjórn felur oddvita að undirrita viljayfirlýsinguna í samræmi við fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn áréttar að það sé ekki  sveitarfélagsins að reka golfvöll.

 
5.       Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins, dags. 31. janúar 2012, að fjárhæð kr. 25.000 til verkefnisins „Bændur græða landið“. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
6.   Erindi frá Þroskahjálp á Suðurlandi.
Fyrir liggur erindi frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi, dags. 14. janúar 2012, þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála gagnvart fötluðum einstaklingum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vísar erindinu til Velferðarnefndar Árnesþings. Guðmundur Ármann tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 
7.   Landskipi, ósk um staðfestingu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur bréf, dags. 7. febrúar 2012,  frá Tómasi Jónssyni f.h. Sigurðar Hannessonar þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins á fyrirhuguðum landskiptum á 1.000 m2 lóð úr landi Villingavatns. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskiptin.

 
8.       Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
9.       Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
10.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2011-2014.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
11.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um tólf ára samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
12.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
13.    Bréf frá Hilmari Baldurssyni hdl. f.h. eigenda fasteigna í Sogsbakkahverfi vegna aðkomu að Fljótsbakkahverfi.
Fyrir liggur bréf frá Hilmari Baldurssyni hdl. f.h. eigenda fasteigna í Sogsbakkahverfi, dags. 6. febrúar 2012, um breytta aðkomu að Fljótsbakkahverfi. Þar sem umrædd framkvæmd er deiliskipulagsskyld og háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar vill sveitarstjórn beina því til eigenda fasteigna í Sogsbakkahverfi að vera í samvinnu við skiplagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps varðandi legu vegarins ef til þess kemur.

 
14.    Bréf frá Vinnumálastofnun um að sveitarfélagið heimili gjaldfrjálsan aðgang atvinnuleitenda að sundlaug sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf frá Vinnumálastofnun, dags. 8. febrúar 2012, um að sveitarfélagið heimili gjaldfrjálsan aðgang atvinnuleitenda að sundstöðum sveitarfélagsins gegn framvísun sundkorts Vinnumálastofnunar. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  453. stjórnarfundar 03.02 2012.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  212. stjórnarfundar 01.02 2012.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 137. stjórnarfundar 08.02 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 793. stjórnarfundar, 27.01 2012.
Sesseljuhús umhverfissetur, ársskýrsla 2011.
Bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?