Fara í efni

Sveitarstjórn

526. fundur 02. maí 2022 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Fundargerð 98. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. apríl 2022.

1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2021 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða A hluta kr. 43.891.838
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman kr. 51.796.785
Eigið fé kr. 1.390.368.861
Skuldir kr. 1.015.530.506
Eignir kr. 2.405.899.367
Veltufé frá rekstri kr. 173.441.001

Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn verður með íbúafund um ársreikning sveitarfélagsins í Félagsheimilinu Borg, miðvikudaginn 4. maí kl. 19:30.
Sundurliðanir með ársreikningi 2021
Ársreikningur 2021

2. Fundargerðir.

a) Fundargerð 238. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. apríl 2022.
Mál nr. 8, 9, 10, 11 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 238. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 27. apríl 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 8: Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2204019.
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir að heimila hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 15 lóðum, 11 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðirnar eru á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2 að stærð.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 9: Leynir L230589; Veglagning; Framkvæmdarleyfi - 2204017.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu innan frístundasvæðisins Leynis úr landi Miðengis.
Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli deiliskipulags svæðisins.
Mál nr. 10: Björk 1 frístundabyggð; Vegtenging; Deiliskipulagsbreyting - 2204058.
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til breyttrar vegtengingar að frístundabyggð í landi Bjarkar 1.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 11: Umsagnarbeiðni; Endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020- 2036 – 2204059.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Ölfus.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu nýs aðalskipulags Ölfuss og felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn vegna málsins.
Mál nr. 16: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-162.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. apríl 2022.
Fundargerð

b) Fundargerð 581. fundar stjórnar SASS, 25. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 17. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 5. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

3. Styrktarbeiðni frá Leikfélagi Sólheima.
Fyrir liggur bréf frá Dagnýju Davíðsdóttur formanni Leikfélags Sólheima, dagsett 26. apríl 2022, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu að upphæð 200.000 kr. vegna uppsetningar á sérsýningu leikfélagsins „Dýrin í Hálsaskógi“ fyrir nemendur og starfsfólk Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.
Beiðni um styrk

4. Erindi til sveitarstjórnar frá Magnúsi Ingberg Jónssyni.
Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, dagsett 29. apríl 2022, þar sem farið er yfir athugasemd við fyrirhugaða aukna vatnsvernd á jörðinni Lyngdal.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa athugasemd við aukna vatnsvernd til umræðu á vinnufundi með skipulagsráðgjafa í tengslum við aðalskipulagið. Að öðru leyti tekur sveitarstjórn ekki afstöðu til erindisins og frestar afgreiðslu málsins.
Erindi frá Magnúsi 

5. Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022 frá Matvælastofnun.
Fyrir liggur bréf frá Þóru Jóhönnu Jónasdóttur hjá Matvælastofnun, dagsett 25. apríl 2022 þar sem farið er yfir hvað sveitarfélaginu beri að gera ef fólk verður vart við veika ósjálfbjarga fugla og/eða dauða fugla.
Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Þó litlar líkur séu taldar á smiti yfir í mannfólk eða önnur dýr þá mælir Matvælastofnun með að fyllstu varúðar og smitgátar sé gætt. Ekki skal handleika fugla sem mögulega eru taldir vera smitaðir af fuglaflensu, án tilskilins hlífðarbúnaðar. Almenningi er því ráðið frá að handleika slíka veika fugla, en heldur beina erindi sínu til sveitarfélags, sem svo þarf að sjá til þess að gripið sé til aðgerða út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Mælt er með að fá dýralækni til að aflífa fuglinn á staðnum með svæfilyfi. Vaktsími víðsvegar um landið sést á heimasíðu Matvælastofnunar. Ekki er ráðlagt að skjóta slíka fugla, rota eða skera m.t.t. smitvarna. Utan skrifstofutíma sveitarfélaga ættu erindi að beinast til lögreglu, sem gæti þá sett málin í sama farveg.
Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá matvælastofnun

6. Álit um matsáætlun um niðurdælingu CO2 á Hellisheiði frá Skipulagsstofnun.
Fyrir liggur álit um matsáætlun um niðurdælingu CO2 á Hellisheiði frá Skipulagsstofnun dagsett 27. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
Álit frá Skipulagsstofnun

7. Velferðarverkefni Almannavarna Árnessýslu.
Lagt fram til kynningar Velferðarverkefni Almannavarna Árnessýslu 2021-2022 sem unnið var af Ragnheiði Hergeirsdóttur MA félagsráðgjafa. Verkefnið var unnið fyrir Almannavarnarnefnd Árnessýslu og var samþykkt af Héraðsnefnd Árnesinga.

8. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 83/2022, „Aukið öryggi á vegum“.
Fyrir liggur til samráðs frá Innviðaráðuneytinu mál nr. 83/2022, „Aukið öryggi á vegum“.
Lagt fram til kynningar.

9. Beiðni Atvinnuveganefnd Alþingis um umsögn frumvarpi til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál.
Fyrir liggur beiðni Atvinnuveganefnd Alþingis um umsögn frumvarpi til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

10. Önnur mál.
a) Fundargerð 98. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. apríl 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 98. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 5. apríl 2022. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1 Skóladagatal
Lagt er til að skóladagatal sé lagt fyrir í tveimur útgáfum. Annarsvegar A útgáfa sem innifelur tvo auka starfsdaga þann 24. og 25. apríl. Þar er stefnt á að fara í utanlandsferð en slíkt hefur verið reynt nokkur undanfarin ár en ekki tekist vegna Covid. Útgáfa B er eins nema að hún felur ekki í sér þessa tvo starfsdaga.
Sveitarstjórn samþykkir skóladagatalið samhljóða.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:00.

Getum við bætt efni síðunnar?