Fara í efni

Sveitarstjórn

527. fundur 01. júní 2022 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

1. Kosning oddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar oddvita, Ása Valdís Árnadóttir hlaut 3 atkvæði og Ragnheiður Eggertsdóttir hlaut 2 atkvæði, er því Ása Valdís Árnadóttir rétt kjörinn oddviti út kjörtímabilið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir oddviti muni gegna stöðu sveitarstjóra þar til sveitarstjóri hefur verið ráðinn, þar sem oddviti er staðgengill sveitarstjóra samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.

2. Kosning varaoddvita.
Gengið var til skriflegrar kosningar varaoddvita. Björn Kristinn Pálmarsson hlaut 3 atkvæði og Dagný Davíðsdóttir hlaut 2 atkvæði, er því Björn Kristinn Pálmarsson rétt kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.

3. Tilboð í ráðningu sveitarstjóra.
Fyrir liggja fjögur tilboð frá ráðningarskrifstofum. Umræða varð um fyrirkomulag ráðningar sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að starf sveitarstjóra verði auglýst sem fyrst laust til umsóknar og að samið verði við Hagvang um ráðningarferlið á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs um þá þjónustu. Oddvita er falið að ganga til samninga við Hagvang um ráðningarferlið og að auglýsing um starfið verði í samræmi við umræðu sem átti sér stað á fundinum.

4. Laun sveitarstjórnarmanna og nefndarlaun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar verði eftirfarandi:

  • Sveitarstjórnarmenn fá greidd 10% af þingfararkaupi á mánuði.
  • Varamenn fá greidd 5% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
  • Aðrir fundir en sveitarstjórnarfundir sem sveitarstjórnarmenn taka þátt í eru greiddir. Til þess að greitt verði fyrir fundi þarf viðkomandi sveitarstjórnarmaður að vera kjörinn af sveitarstjórn til fundarsetunnar eða á annan hátt mælst til þess af oddvita/sveitarstjóra að hann mæti. Oddvita/sveitarstjóra ber að staðfesta fundarsetuna og koma þeim upplýsingum til launafulltrúa. Fyrir heilan dag er greitt 3% af þingfararkaupi en fyrir hálfan dag er greitt 1,5% af þingfararkaupi. Að auki er greiddur akstur skv. Akstursdagbók. Oddviti fær ekki greitt sérstaklega fyrir slíka fundarsetu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:

  • Formenn nefnda fá greidd 2% af þingfararkaupi fyrir fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
  • Almennir nefndarmenn fá greitt 1% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
  • Hjá kjörstjórn er kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt aksturdagbók.
  • Hjá atvinnu- og menningarnefnd er 17. júní metinn sem þrír fundir.
  • Ef fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins fara á fundi utan heimabyggðar fá þeir greidd fundarlaun nefnda fyrir hvern fund auk aksturs skv. aksturdagbók. Til þess að greitt verði fyrir fundi utan heimabyggðar þarf viðkomandi nefndarmaður að vera kjörinn af sveitarstjórn til fundarsetunnar eða á annan hátt mælst til þess af sveitarstjórn að hann mæti. Oddvita/sveitarstjóra ber að staðfesta fundarsetuna og koma þeim upplýsingum til launafulltrúa.

5. Skipun í nefndir:
a) Kjörstjórn. 
Kristín Björg Albertsdóttir, formaður 
Kristín Þorfinnsdóttir 
Bragi Svavarsson 

Til vara
Valgeir Fridolf Backman
Guðríður Einarsdóttir
Magnús Grímsson

b) Skólanefnd. 
Pétur Thomsen, formaður
Guðrún Helga Jóhannsdóttir 
Anna Margrét Sigurðardóttir 

Til vara
Anna Katarzyna Wozniczka
Guðmundur Finnbogason
Dagný Davíðsdóttir

c) Fjallskilanefnd.

Antonía Helga Guðmundsdóttir, formaður
Haraldur Páll Þórsson 
Brúney Bjarklind Kjartansdóttir 
Bergur Guðmundsson 
Rúna Jónsdóttir 

Til vara
Benedikt Gústavsson
Guðmundur Jóhannesson
Árni Þorvaldsson
Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Guðrún S. Sigurðardóttir

d) Loftslags- og umhverfisnefnd. 

Guðmundur Finnbogason, formaður 
Guðrún Helga Jóhannsdóttir 
Heiða Björk Sturludóttir 

Til vara
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir
Jakob Guðnason
Þórður Ingi Ingileifsson

e) Atvinnu- og menningarnefnd.
Anna Katarzyna Wozniczka, formaður
Pétur Thomsen 
Anna María Daníelsdóttir 

Til vara
Jakob Guðnason
Guðrún Helga Jóhannsdóttir
Þorkell Þorkelsson

f) Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd. 
Jakob Guðnason, formaður
Anna Katarzyna Wozniczka 
Dagný Davíðsdóttir 

Til vara
Guðrún Helga Jóhannsdóttir
Guðmundur Finnbogason
Sigurður Yngvi Ágústsson

g) Framkvæmda- og veitunefnd. 
Smári Bergmann Kolbeinsson, formaður
Björn Kristinn Pálmarsson 
Þorkell Þorkelsson 

Til vara
Jakob Guðnason
Anna Katarzyna Wozniczka
Bergur Guðmundsson 

h) Húsnefnd félagsheimilisins Borgar. 
Guðmundur Jónsson
Karl Þorkelssson 

Til vara
Steinar Sigurjónsson
Ragnheiður Eggertsdóttir

i) Samráðshópur um málefni aldraðra 
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir

Til vara
Guðrún M. Njálsdóttir

j) Fulltrúi í Skipulagsnefnd Uppsveita. 
Björn Kristinn Pálmarsson

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson

k) Fulltrúi í stjórn Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs. 
Björn Kristinn Pálmarsson

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson

l) Fulltrúi í seyrustjórn (stjórn Samstarfsverkefnis um seyrurekstur). 
Ása Valdís Árnadóttir

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson

m) Fulltrúi í yfirstjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (NOS). 
Ása Valdís Árnadóttir

Til vara
Sveitarstjóri

n) Fulltrúi í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings. 
Smári Bergmann Kolbeinsson

Til vara
Steinar Sigurjónsson

o) Fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs. 
Ása Valdís Árnadóttir 
Smári Bergmann Kolbeinsson 
Dagný Davíðsdóttir 

Til vara
Björn Kristinn Pálmarsson
Steinar Sigurjónsson
Ragnheiður Eggertsdóttir

p) Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga bs. 
Smári Bergmann Kolbeinsson 
Áheyrnarfulltrúi í Héraðsnefnd
Ragnheiður Eggertsdóttir 

Til vara
Ása Valdís Árnadóttir
Dagný Davíðsdóttir

q) Fulltrúi í Almannavarnarnefnd Árnessýslu.
Sveitarstjóri

Til vara
Ása Valdís Árnadóttir

r) Fulltrúi í Oddvitanefnd Uppsveita Árnessýslu. 
Ása Valdís Árnadóttir

Til vara
Björn Kristinn Pálmarsson

s) Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ása Valdís Árnadóttir

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson

t) Fulltrúar á aðalfund SASS. 
Ása Valdís Árnadóttir 
Björn Kristinn Pálmarsson 
Ragnheiður Eggertsdóttir 

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson
Steinar Sigurjónsson
Dagný Davíðsdóttir

u) Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 
Ása Valdís Árnadóttir 
Björn Kristinn Pálmarsson 
Ragnheiður Eggertsdóttir 

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson
Steinar Sigurjónsson
Dagný Davíðsdóttir

v) Fulltrúi á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands. 
Ása Valdís Árnadóttir

Til vara
Björn Kristinn Pálmarsson

w) Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands. 
Smári Bergmann Kolbeinsson

Til vara
Björn Kristinn Pálmarsson

x) Fulltrúi í öldungaráð. 
Sigríður Kolbrún Oddsdóttir

Til vara
Guðrún M. Njálsdóttir

y) Fulltrúar í Svæðisskipulag Suðurlands.
Björn Kristinn Pálmarsson 
Ása Valdís Árnadóttir 

Til vara
Smári Bergmann Kolbeinsson
Ragnheiður Eggertsdóttir

6. Fundartími sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórnarfundir kjörtímabilið 2022-2026 verði haldnir klukkan 9:00 fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði í fundarsal sveitarstjórnar í stjórnsýsluhúsinu Borg.

7. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Næstu fundir sveitarstjórnar eru þá 15. júní, 6. júlí og 17. ágúst.

8. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 18. júlí til og með 5. ágúst 2022.

9. Fundargerðir.
a) Fundargerð 20. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

b) Fundargerð 45. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 46. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 239. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. maí 2022.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 239. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 11. maí 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 16: Illagil 17 L209154 og 19 L209155; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2110086.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem byggir á umsókn Ágústs Sverris Egilssonar og Soffíu Guðrúnar Jónasdóttur er varðar skilmálabreytingu fyrir lóðirnar Illagil 17 og Illagil 19. Í breytingunni felst að skilmálar er varðar hámarksbyggingarmagn á lóðum, mænishæð og aukahús á lóð er breytt innan deiliskipulagssvæðisins í heild. Breytingin var grenndarkynnt og bárust athugasemdir vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess. Í athugasemdum fólst að tekið var undir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins en farið var þess á leit að nýtingarhlutfall lóða innan svæðisins verði 0,05 í stað 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins þar sem aukið nýtingarhlutfall lóða innan svæðisins samræmist ekki stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17: Kringla 9 L232038; Árvegsbotnar 42-56; Stofnun lóða; Deiliskipulag - 2202091.
Lögð er fram umsókn frá Ingibjörgu Guðrúnu Geirsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag í landi Kringlu 9 eftir kynningu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundabyggð. Engar athugasemdir bárust við kynningu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 18: Mosfell L168267; Endurheimt votlendis; Framkvæmdarleyfi – 2202026.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landgræðslunni í landi Mosfells L168267 eftir grenndarkynningu. Í framkvæmdinni felst endurheimt á fyrrum votlendi í landi Mosfells. Svæðið er um 50 ha að stærð og skiptist í tvö svæði. Fyrirhugað er að fylla upp í/stífla um 3.665 metra af skurðum. Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efninu vel ofan í skurðstæðið svo að fyllingar skolist ekki til og að öryggi manna og dýra sé gætt. Eins á að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra. Verkið verður unnið með beltagröfu og einungis notaðir gamlir ruðningar og efni á endurheimtarsvæðinu til að fylla upp í skurðina. Athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn synjar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurheimt votlendis í landi Mosfells í óbreyttri mynd í ljósi framkominna athugasemda við grenndarkynningu. Að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt að meta hugsanleg áhrif vegna endurheimtar votlendis á skilgreinda landnotkun aðliggjandi svæða með ítarlegum hætti og gera grein fyrir hugsanlegum áhrifum við umsókn.
Mál nr. 19: Öndverðarnes 2 lóð L170138; Hnitsetning lóðar – 2205014.
Lögð er fram umsókn frá MEST ehf þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun og breytingu skráningu stærðar lóðar Öndverðarnes 2 lóð L170138 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðablaði sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin er skráð 11.000 m2 en mælist 11.412 m2 skv. hnitsettri afmörkun. Við afgreiðslu málsins liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir utan L170102 sem einnig er talin vera aðliggjandi landeign.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skilgreiningu lóðarinnar eða breytta skráningu skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki eiganda L170102.
Mál nr. 20: Brekkugerði 6 L169242; Innkeyrsla; Framkvæmdarleyfi – 2205016.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Karli O. Karlssyni. Í framkvæmdinni felst að keyrð verði möl í innkeyrslu og eitthvað inn á lóðina um 15 til 20m. Að auki er tiltekið innan umsóknar að ætlunin sé að setja upp hreinlætisaðstöðu innan lóðarinnar og að seinna meir standi til að byggja sumarhús á lóðinni.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við gerð innkeyrslu inn á lóðina sé hún í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Sveitarstjórn bendir á að hverskyns byggingar innan lóðarinnar eru háðar umsókn til byggingarfulltrúa UTU.
Mál nr. 21: Mýrarkot frístundabyggð; Breyting á byggingarreitum og lóðamörkum; Deiliskipulagsbreyting – 2205017.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi frá félagi lóða/sumarhúsaeigenda við Héðinslæk. Í breytingunni felst að byggingarreitir Jörfagerðis 5 og 6 eru stækkaðir auk þess sem mörk á milli lóða Furugerðis, Hlyngerðis 2 og Lerkigerðis 1 eru leiðrétt.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 22: Mýrarkot; Álftamýri 8 L200820; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting – 2205019.
Lögð er fram umsókn frá Einari Jóhannesi Lárussyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Mýrarkoti. Í erindinu felst að gerð verði breyting á núverandi skilmálum deiliskipulagsins er varðar þakhalla. Innan núverandi deiliskipulags er gert ráð fyrir heimild fyrir 15° - 60° þakhalla en með breytingu er gert ráð fyrir að heimild verði fyrir 5°- 60° þakhalla innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 23: Hraunkot; Fjölgun lóða og breytt stærð húsa; Deiliskipulagsbreyting – 2205021.
Lögð er fram umsókn frá Sjómannadagsráði er varðar breytingu á deiliskipulagi Hraunkots. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða um 59 sem verða 402 eftir breytingu. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag A og B en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að eigendum aðliggjandi lóða við skilgreindar nýjar lóðir verði sérstaklega kynnt breytingin.
Mál nr. 24: Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2112047.
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til breytingar á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalækjar L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Landnúmer er 192476 og helst óbreytt. Skipulagssvæðið er landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshreppi og er skráð sem lögbýli sbr. staðfestingu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi, allt að 4 gestahúsum auk geymsluhúsnæðis/skemmu. Landið er að hluta ógróinn melur og syðsti hluti þess nýttur sem malarnáma fyrir mörgum árum síðan. Landið er ekki talið hafa verndargildi sökum gróðurs eða jarðfræði. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum skipulagsgögnum og andsvörum umsækjanda. Málinu var frestað á 237. fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð og lóðarhafa vegna framkominna athugasemda.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins.
Mál nr. 31: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-163 - 2204004F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. maí 2022.
Fundargerð

e) Fundargerð 240. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. maí 2022.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 240. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 25. maí 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 16: Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulagsbreyting – 2204055.
Lögð er fram umsókn frá Páli Helga Kjartanssyni er varðar stækkun frístundabyggðar að Vaðnesi. Málið er lagt fram til kynningar, óskað er eftir samráði við skipulagsnefnd og sveitarstjórn um uppsetningu tillögu og málsmeðferð málsins.
Sveitarstjórn mælist til þess að framlögð stækkun á viðkomandi frístundasvæði verði unnin sem nýtt deiliskipulag. Að mati sveitarstjórnar getur svo umfangsmikil stækkun frístundasvæðisins ekki talist breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Mál nr. 17: Álfabrekka; Skógrækt; Framkvæmdaleyfi – 2205032.
Lögð er fram umsókn frá Skógálfum ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á landi Álfhóls. Heildar flatarmál svæðisins sem tekur til umsóknarinnar er 100 ha í samræmi við framlögð fylgiskjöl.
Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skógræktaráformin verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarðar.
Mál nr. 18: Hestur lóð 105 L168611; Fyrirspurn – 2205051.
Lögð er fram fyrirspurn frá Helgu Gunnlaugsdóttur er varðar byggingarheimildir innan lóðar Hests lóð 105. Í heimildinni felst að heimilt verði að nýta landhalla á lóðinni og hafa steyptan kjallara undir öllu húsinu.
Sveitarstjórn telur eðlilegt að heimiluð sé gerð kjallara undir húsum þar sem landhalli býður upp á slíkt innan skipulagsskilmála deiliskipulags. Að mati sveitarstjórnar þyrfti slík heimild að taka til svæðisins í heild og taka til þess að heimilað væri að hafa steyptan kjallara undir húsum á svæðinu að hluta eða öllu leiti þar sem landhalli og aðstæður leyfa. Mælist sveitarstjórn til þess að málsaðili hafi samráð við sumarhúsafélag svæðisins um að annast umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem taki til slíkra heimilda.Mál nr. 19: Öndverðarnes Kambshverfi; Hlíðarhólsbraut 10 og 12; Stækkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205071.
Lögð er fram umsókn frá Öndverðarnes ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Kambshverfis í Öndverðarnesi. Í breytingunni fellst stækkun lóða Hlíðarhólsbrautar 10 og 12.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 20: Kiðjaberg lóð 110 L198885; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2205073.
Lögð er fram umsókn frá Gesti Jónssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar Kiðjaberg 110. Í breytingunni felst að lóðin stækkar til vestur um 1000 m2 og verður 6000 m2 að breytingu lokinni. Fyrir liggur samþykki Kiðjabergsfélagsins um stækkun lóðarinnar úr upprunalandi Kiðjabergs.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem málið varðar enga aðrir hagsmunaaðila en umsækjanda og landeiganda upprunalands er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 21: Grímkelsstaðir 8 L170859; Krókur L170822; Stækkun lóðar – 2205084.
Lögð er fram umsókn Jóns Hauks Edwald um stækkun lóðarinnar Grímkelsstaðir 8 L170859. Lóðin er í dag skráð 2.500 m2 en verður 3.500 m2 eftir stækkun skv. meðfylgjandi afsali og mæliblaði. Stækkunin kemur úr jörðinni Krókur L170822. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun lóðarinnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn.
Mál nr. 22: Hraunbraut 43 L233711; Borg; Breytt mænisstefna; Deiliskipulagsbreyting – 2205035.
Lögð er fram umsókn Baldurs Sigurðssonar og Sveinbjargar Guðnadóttur um breytingu á mænisstefnu lóðarinnar Hraunbraut 43, miðað við núverandi skipulag fyrir Borg, vegna lögunar á byggingarreit og að um er að ræða hornlóð. Stofnun lóðarinnar í ferli.
Sveitarstjórn mælist til þess að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í takt við framlagða umsókn og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 23: Borgarleynir 35 L199088; Fyrirspurn – 2205034.
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar breyting á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðar Borgarleynis 35 verði dreginn í 10 metra frá vegi í stað 20 metra.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn og mælist til þess að sótt verði formlega um breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli framlagðrar fyrirspurnar.
Mál nr. 24: Neðan-Sogsvegar 61 L169338, Norðurkot, Skipting lóðar, Deiliskipulagsbreyting – 2010091.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu lóða Neðan-Sogsvegar 61, 61A og 61B. Í breytingunni felst ný skilgreining lóða og byggingarreita innan svæðisins auk byggingarheimilda. Samhliða er lögð fram undanþága Innviðaráðuneytis vegna takmarkanna er varðar fjarlægð frá vegi.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 25: Kiðjaberg lóð 90 L168955; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2201021.
Lögð er fram tillaga breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis að Kiðjabergi eftir grenndarkynningu. Breytingin felur í sér breytta legu byggingarreits innan lóðar Kiðjabergs lóð 90. Stærð reitsins helst óbreytt og engar breytingar eru gerðar á skipulagsskilmálum svæðisins. Ábendingar bárust við grenndarkynningu og er því málið lagt fram að nýju eftir kynningu.
Sveitarstjórn telur ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins þar sem breytingin tekur ekki til breytinga á núverandi bílastæðum samkvæmt skipulagi. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagskynninguna eftir grenndarkynningu. Jafnframt mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 32: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-164 - 2205002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. maí 2022.
Fundargerð

f) Fundargerð 20. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 19. nóvember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð 21. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 2. febrúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Fundargerð 22. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 9. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

i) Fundargerð 23. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 29. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

j) Fundargerð 24. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 16. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

k) Fundargerð Framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 26. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

l) Fundargerð 311. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 17. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

m) Fundargerð 18. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 5. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

n) Fundargerð aðalfundar Markaðsstofu Suðurlands, 5. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

o) Fundargerð 7. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 11. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

p) Fundargerð 8. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 5. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

q) Fundargerð 1. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 13. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

r) Fundargerð 201. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 3. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

s) Fundargerð 218. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 6. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

t) Fundargerð 39. fundar Bergrisans, 12. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

u) Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

10. Reglur um birtingu fylgigagna með fundargerðum sveitarstjórnar á heimasíðu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að reglum um birtingu fylgigagna með fundargerðum sveitarstjórnar á heimasíðu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

11. Ályktun vegna betri vinnutíma í dagvinnu hjá kennurum Kerhólsskóla.
Lögð fram ályktun kennara hjá Kerhólsskóla um betri vinnutíma í dagvinnu kennara ásamt tillögu vegna vinnutímastyttingu.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur oddvita að afla frekari gagna.
Ályktun vegna betri vinnutíma

12. Bréf frá framkvæmdarstjóra SASS vegna aukaaðalfundar SASS þann 16. júní 2022.
Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni, dagsett 19. maí 2022 þar sem greint er frá því að aukaaðalfundur SASS verði haldinn á Selfossi þann 16. júní 2022. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn standi til boða að sækja fundinn.
Bréf frá framkvæmdarstjóra SASS

13. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2021.
Fyrir liggur til kynningar úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 163/2021. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er eftirfarandi: hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. október 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Norðurkots í Grímsnesi, sumarhúsahverfis, svæðis 3, varðandi lóðina Neðan-Sogsvegar 4.
Úrskurður

14. Efnistaka í Seyðishólum, Grímsnes- og Grafningshreppi álit um matsáætlun frá Skipulagsstofnun.
Lögð fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar, dagsett 27. maí 2022, á matsáætlun Suðurtaks um efnistöku í Seyðishólum.
Álit um matsáætlun frá Skipulagsstofnun

15. Ársskýrsla og ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga 2021.
Lagt fram til kynningar annars vegar ársskýrsla og hins vegar ársreikningur Skógræktarfélags Grímsnesinga fyrir árið 2021.
Ársreikningur og ársskýrsla

16. Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt skýrslu um starfsemi þess og ársreikningi fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu varðandi greiðslu vegna orlofs húsmæðra. Meðfylgjandi bréfinu er reikningur, skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, ársreikningur fyrir árið 2021 og yfirlit yfir greiðslu allra sveitarfélaga sem greiða skulu í Orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu.
Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu

17. Bréf til sveitarfélaga frá mennta- og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 6. maí 2022, til sveitarfélaga frá mennta- og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Stuðningur við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

18. Ákall til sveitarstjórna um allt land – menntun til sjálfbærni.
Lagt fram til kynningar erindi, dagsett 27. maí 2022, til sveitarstjórnar þar sem skorað er á sveitarstjórn að styðja við skólafólk og gera sveitarfélagið okkar að fyrirmynd annarra í loftslagsmálum og menntun til sjálfbærni.
Menntun til sjálfbærni

19. Styrkbeiðni frá Félagi Foreldrajafnréttis.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Félagi Foreldrajafnréttis, dagsett 4. maí 2022, þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af kostnaði við gerð fræðsluefnis um mikilvægi tengsla barna við báða foreldra eftir skilnað.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni.
Styrkbeiðni

20. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um brotthvarf úr framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 4. maí 2022, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um brotthvarf úr framhaldsskólum.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

21. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

22. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

23. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:45.

Getum við bætt efni síðunnar?