Fara í efni

Sveitarstjórn

297. fundur 07. mars 2012 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Ingvars G. Ingvarssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. febrúar 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. febrúar 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.       Fundargerðir.

a)  44. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 16.02 2012.

Mál nr. 1, 2, 6, 7, 14, 15, 16, 17 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr.  1, 2, 6, 7, 14, 15, 16, 17 og 18 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)  Fundargerð 6. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 18. janúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)   Fundargerð 7. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 15. febrúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
d)  Fundargerð 12. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. febrúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Í dagskrárlið 7 leggur fræðslunefnd til að sveitarstjórn skoði ráðningu námsráðgjafa og tónlistarkennara í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Sveitarstjóra er falið að vinna að málinu.

 
e)   Fundargerð 13. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. febrúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.   Trúnaðarmál.
 Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
4.   Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni Reykjavíkurborgar um námsvist utan lögheimilssveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir námsvistina með fyrirvara um að Reykjavíkurborg greiði kostnað vegna skólaaksturs í viðbót við það sem tilgreint er í beiðninni og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 
5.   Undirgöng við hringtorgið á Borg.
Fyrir liggur áætlun um kostnað frá Vegagerðinni og yfirmanni framkvæmda og veitusviðs þar sem hlutur sveitarfélagsins vegna framkvæmdar við undirgöng undir Biskupstungnabraut gæti orðið um 15 milljónir króna. Einnig er ljóst að landslagið í kring býður ekki upp á svo viðamikla framkvæmd þar sem gólfið í gönguum þarf að vera 4 metrum undir veglínu. Samþykkt er að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir undirgöng samhliða framkvæmdinni við hringtorgið.

 
6.   Veiðihús og veiði í Soginu.
Sveitarstjórn samþykkir að veiðiréttindi og veiðihús sveitarfélagsins við Sogið verði auglýst til sölu á almennum markaði.

 
7.   Útboð á skólahúsnæði.
Fyrir liggur að hönnun og teikningar að nýrri skólabyggingu eru tilbúnar. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í bygginguna.

 
8.       Bréf frá Golfsambandi Íslands vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um byggingu golfvallar á Minni-Borg.
Fyrir liggur bréf, dagsett 27. febrúar 2012 frá Golfsambandi Íslands þar sem lýst er áhyggjum Golfsambandsins vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um uppbyggingu golfvallar á Minni-Borg. Sveitarstjórn lýsir undrun sinni á að Golfsambandið hafi áhyggjur af uppbyggingu og eflingu golfíþróttarinnar.

 
9.       Beiðni um styrk frá Menntaskólanum að Laugarvatni til lækkunar á reikningi vegna leigu á Félagsheimilinu Borg.
Fyrir liggur beiðni um styrk dagsett 16. febrúar 2012 frá Menntaskólanum að Laugarvatni að fjárhæð kr. 125.001 til lækkunar á reikningi vegna leigu á Félagsheimilinu Borg. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Gunnar Þorgeirsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 
10.    Bréf frá Sigurði Sigurjónssyni hrl. f.h. Þórs Þórssonar og Hrafnhildar Markúsdóttur vegna lóðar nr. 44 í Ásborgum.
Fyrir liggur  bréf, dagsett 22. febrúar 2012, frá Sigurði Sigurjónssyni hrl. f.h. Þórs Þórssonar og Hrafnhildar Markúsdóttur þar sem óskað er eftir dómskvöddum matsmönnum til að meta tjón þeirra ferkar en að vísa málinu til Hæstaréttar. Sveitarstjórn hafnar erindinu og felur lögmanni sveitarfélagsins að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
11.    Erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna.
Fyrir liggur erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna um auglýsingar í Ferðafélaganum 2012, blaði Íþróttasambands lögreglumanna og íslenska lögregluforlagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
12.    Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fyrir liggur  bréf, dagsett 27. febrúar 2012, frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

 
13.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um faglega úttekt á réttardeildinni að Sogni í Ölfusi.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
14.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um málefni innflytjenda.
Frumvarpið lagt fram.

 
15.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um húsaleigurbætur (réttur námsmanna).*
Frumvarpið lagt fram.

 
16.    Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 9. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi fyrir breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í Ásborgum. Jafnframt liggja fyrir drög að frekari rökstuðningi við athugasemdum Skipulagsstofnunar frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn staðfestir bréf skipulagsfulltrúa.

 
17.    Beiðni um styrk frá Krakkaskák.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Krakkaskák til að viðhalda og efla vefsíðuna www.krakkaskak.is  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
18.    Erindi frá Landmælingum Íslands.
Fyrir liggur bréf, dagsett 14. febrúar 2012, frá Landmælingum Íslands þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til að fá aðgang að þeim gögnum  um örnefni sem Sigurgeir Skúlason landfræðingur hefur aflað. Landmælingar Íslands hafa á undanförnum árum verið að skrá örnefni úr ýmsum heimildum og þar á meðal leitað til Sigurgeirs. Sveitarstjórn samþykkir að veita þetta leyfi.

 

19.    Bréf frá Rarik vegna götulýsingar á veitusvæði Rarik.
Fyrir liggur bréf, dagsett 16. febrúar 2012,  frá Rarik þar sem greint er frá því að Rarik og Samband íslenskra sveitarfélaga munu gera drög að rammasamningi um rekstur götulýsingar á veitusvæði Rarik. Ekki er því talið tímabært að funda með sveitarfélögum fyrr en þessi drög liggja fyrir. Lagt fram til kynningar.

 
20.    Bréf frá Orkustofnun um stöðu nýtingarleyfa á köldu vatni hjá vatnsveitum sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf, dagsett 14. febrúar 2012, frá Orkustofnun um stöðu nýtingarleyfa á köldu vatni hjá vatnsveitum sveitarfélaga. Skorað er á þau sveitarfélög og/eða vatnsveitur þar sem nýtingarleyfi skortir að sækja um eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 15. sepetmber n.k. Sveitarstjórn felur yfirmanni framkvæmdar og veitusviðs að vinna að málinu.

 
21.    Erindi vegna verkefnisins „Vinnandi vegur“.
Fyrir liggur bréf frá Runólfi Ágústssyni, verkefnisstjóra átaksins „Vinnandi vegur“ þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. Sveitarstjóra falið að skoða málið.

 
22.    Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Innanríkisraðuneytis vegna stjórnsýslukæru Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. vegna stjórnsýslukæru Golfklúbbs Öndverðarness og Golfklúbbs Kiðjabergs. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 

 

Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 794. stjórnarfundar, 24.02 2012.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 139. stjórnarfundar 24.02 2012.
Bréf frá Kirkjuráði til að kynna ályktun kirkjuþings 2011.
Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.
Fundargerð stjórnar Samband orkusveitarfélaga, 17.02 2012.
Bréf frá UMFÍ um ráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ 2012.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXVI. landsþing Sambandsins.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?