Fara í efni

Sveitarstjórn

529. fundur 06. júlí 2022 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 242. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. júní 2022.
Mál nr. 21, 22, 23, 24, 25, 26 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 242. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 22. júní 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 21: Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag - 2204019
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg eftir kynningu. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 12 lóðum, 15 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðir er á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan nýs aðalskipulags sveitarfélagsins sem hefur verið samþykkt af sveitarstjórn til gildistöku eftir auglýsingu.
Mál nr. 22: Kerhraun svæði A, B og C; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag - 2201063.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til Kerhóla svæðis A, B og C eftir auglýsingu. Gildandi deiliskipulag fyrir Kerhraun var staðfest 17. nóvember 1999. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á deiliskipulaginu síðan það tók gildi. Tillagan er sett fram sem nýtt deiliskipulag og tekur til allra þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á upprunalegu deiliskipulagi svæðisins. Með gildistöku þessa deiliskipulags falla úr gildi öll ákvæði eldra deiliskipulags. Tilgangur skipulagsgerðarinnar er að uppfæra eldra skipulag í samræmi við núgildandi lög og skilgreina helstu bygginga- og framkvæmdaskilmála innan svæðisins með skýrum hætti. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu skipulagsins eftir auglýsingu og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila og vinnsluaðila deiliskipulagsins um viðbrögð við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins.
Mál nr. 23: Stangarlækur 2 L208879; Fyrirspurn - 2206039.
Lögð er fram fyrirspurn frá Ástgeiri Rúnari Sigmarssyni er varðar Stangarlæk 2 L208879. Í fyrirspurninni felst að óskað er heimildar til að stofna nýja lóð og vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir nýtt einbýlishús úr landi Stangarlækjar 2 L208879. Áætluð stærð lóðar er 40x40m eða 1600m2, áætluð staðsetning kemur fram á fyrirspurnarmynd. Áætlað hámarks byggingarmagn á reitnum yrði um 80m2. Til viðbótar í deiliskipulagsbreytingu verður óskað eftir að bæta við byggingarreit fyrir stakstæðan bílskúr við núverandi íbúðarhús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að sótt verði um breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli fyrirspurnar.
Mál nr. 24: Villingavatn L170951; Viðbygging; Fyrirspurn - 2106134.
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar viðbyggingu við sumarhús á lóð Villingavatns L170951.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn en bendir á að umsóttar viðbyggingar mega ekki fara nær árbakka en núverandi hús gera nú þegar.
Mál nr. 25: Gatfellsskáli, Skjaldborg og Lambahlíðar; Skipulagslýsing; Deiliskipulag - 2206049.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til deiliskipulagstillagna fyrir fjallaselin Gatfellsskála, Skjaldborg og Lambahlíðar. Gatfellsskáli er í Bláskógabyggð en í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps, Skjaldborg er í Bláskógabyggð og þar eru skálar í eigu beggja sveitarfélaga. Lambahlíðar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru skálar þar í einkaeigu. Með gerð deiliskipulags verður settur rammi um starfsemi á hverju svæði og framkvæmdir verða í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 26: Kringla 2 (L168259); umsókn um byggingarheimild; tvö gestahús – 2206057.
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Jóhanns Baldurssonar og Ingibjargar G. Geirsdóttur, móttekin 14.06.2022, um byggingarheimild fyrir tvö 35 m2 gestahús á jörðinni Kringla 2 L168259 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn mælist til þess að frekari uppbygging á sambærilegum húsum innan svæðisins verði háð gerð deiliskipulags og eftir atvikum og umfangi skilgreiningu verslunar- og þjónustusvæðis á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Mál nr. 31: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-166 - 2206003F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. júní 2022.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-166.fundur
Fundargerð skipulagsnefndar UTU 242.fundur

b) Fundargerð 99. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 3. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 5. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 6. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 21. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð 22. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð 47. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

h) Fundargerð 48. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

i) Fundargerð 49. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

j) Fundargerð 3. fundar seyrustjórnar, 14. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn vill þakka Jóni G. Valgeirssyni sérstaklega fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélaganna í seyruverkefninu.
Fundargerð

k) Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, 16. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

l) Fundargerð aukaaðalfundar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, 16. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

m) Fundargerð aukaaðalfundar Sorpsstöðvar Suðurlands, 16. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

n) Fundargerð 584. fundar stjórnar SASS, 24. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

o) Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

p) Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

2. Ráðning sveitarstjóra.
Lagður fram til staðfestingar ráðningarsamningur sveitarstjóra 2022-2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur sem sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps kjörtímabilið 2022-2026. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi.
Fulltrúar minnihluta vilja bóka athugasemd við ráðningarferli við ráðningu sveitarstjóra þar sem þeim var ekki boðið að vera viðstaddar viðtöl við umsækjendur og fengu ekki gögn eða aðrar upplýsingar um umsækjendur fyrr en það var gert opinbert.

3. Reglur um sölu eigna í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að reglum um sölu eigna í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um sölu eigna í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps.

4. Siðareglur kjörinna fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps.
Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps sem samþykktar voru 6. maí 2015. Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til endurskoðunar siðareglnanna og halda þær því gildi sínu og verður Innviðaráðuneytinu tilkynnt um þá niðurstöðu. Siðareglurnar voru undirritaðar og verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og kynntar nefndum sveitarfélagsins.

5. Reglur um kjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggja drög að reglum um kjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um kjör og starfsaðstæður sveitarstjórnar og nefndarmanna í Grímsnes- og Grafningshreppi.

6. Samþykktir fyrir samráðshóp um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggja samþykktir fyrir samráðshóp um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir fyrir samráðshóp um málefni aldraðra í Grímsnes- og Grafningshreppi.

7. Samningur um rekstur félagsmiðstöðvar með Bláskógabyggð.
Fyrir liggur samningur milli Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepps um rekstur félagsmiðstöðvar. Um er að ræða samning um starfrækslu félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni úr Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

8. Ársreikningur UMF Hvöt 2021.
Ársreikningur Ungmennafélagsins Hvatar fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar.
Ársreikningur

9. Ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga 2021.
Ársreikningur samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar.
Ársreikningur

10. Kynning frá fulltrúum Íþróttafélags Uppsveita – ÍBU.
Á fundinn komu fulltrúar Íþróttafélags Uppsveita, ÍBU, Matthías Bjarnason og Sólmundur Magnús Sigurðarson og gerðu grein fyrir félaginu og starfsemi þess. Jafnframt sat Guðrún Ása Kristleifsdóttir heilsu- og tómstundfulltrúi fundinn.
Sveitarstjórn þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð á starfsemi félagsins og felur Smára Bergmann Kolbeinssyni að vinna áfram að málinu og mæta á sameiginlegan fund sem boðað verður til á næstu vikum.

11. Bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna umsóknar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Innviðaráðuneytinu dagsett 14. júní 2022, varðandi umsókn um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga til úrbóta á aðgengismálum á grundvelli a-liðar 3. gr. reglna 280/2021 . Þar er tilkynnt að Grímsnes- og Grafningshreppur fær úthlutað 702.022 kr. til verkefnisins.
Lagt fram til kynningar
Bréf frá Innviðaráðuneytinu

12. Bréf frá Innviðarráðuneytinu til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum.
Fyrir liggur bréf frá Innviðaráðuneytinu dagsett 20. júní 2022, vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum. Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Leitast er við að sveitarstjórnir veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir skili inn upplýsingum í síðasta lagi 31. júlí næstkomandi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir frest til loka ágúst og samþykkir að halda vinnufund eftir hádegi 17. ágúst þar sem farið verður í að svara fyrirspurn ráðuneytisins.
Bréf frá Innviðaráðuneytinu

13. Kostnaður við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022 .
Fyrir liggur bréf frá landskjörstjórn, dagsett 30. júní 2022, vegna kostnaðar við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Landskjörstjórn er samkvæmt 1. mgr. 12. gr. kosningalaga nr. 112/2021 sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga og annast framkvæmd laganna. Samkvæmt 1. mgr. 139. gr. laganna greiðist kostnaður við sveitarstjórnarkosningar, þ.m.t. kostnaður við kjörgögn og áhöld er landskjörstjórn lætur í té af sveitarfélögum. Kostnaður Grímsnes- og Grafningshrepps er samtals 36.668.- kr.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá landskjörstjórn

14. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022.
Fyrir liggur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn þann 29. júní 2022.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða að Ragna Björnsdóttir hafi verið fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Aðalfundur landskerfis bókasafna
Ársreikningur 2021
Samþykktir

15. Ársfundur náttúruverndarnefnda.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun., dagsett 30. júní 2022, þar sem kynnt er að ársfundur náttúruverndarnefnda verði haldinn 10. nóvember næstkomandi.
Sveitarstjórn samþykkir að aðalmönnum í sveitarstjórn standi til boða að mæta á fundinn. Jafnframt vísar sveitarstjórn erindinu til Loftslags- og umhverfisnefndar og hvetur aðalmenn í nefndinni til að skoða þátttöku í fundinum.
Bréf frá Umhverfisstofnun

16. Persónuvernd ársskýrsla 2021.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar árið 2021.
Ársskýrsla persónuverndar

17. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu., dagsett 21. júní 2022, þar sem kynnt er að Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verði haldinn 15. september 2022 í Menningarhúsinu Hof.
Lagt fram til kynningar.

18. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2022.
Fyrir liggur bréf frá Ungmennaráði Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), dags. 14. júní 2022, þar sem tilkynnt er að ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2022 verði haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni dagana 9.-11. september n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fulltrúum ungmennaráðs sem hafa náð 16. ára aldri standi til boða að sækja ráðstefnuna og felur Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur heilsu- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Bréf frá Ungmennaráði Ungmennafélags Íslands

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:30

Getum við bætt efni síðunnar?