Fara í efni

Sveitarstjórn

298. fundur 21. mars 2012 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. mars 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. mars 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.       Fundargerðir.

a)  Fundargerð 14. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. mars 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
b)  Fundargerð 3. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. janúar 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.   Undirgöng við hringtorgið á Borg.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. mars var samþykkt að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir undirgöng samhliða framkvæmd Vegagerðarinnar við hringtorgið á Borg. Verkfræðingur sveitarfélagsins, Börkur Brynjarsson hefur farið yfir málið og er lagt fram minnisblað hans vegna þessa. Í ljósi fyrirliggjandi tillagna um undirgöng samþykkir sveitarstjórn að gera gönguleið á malbikuðum stíg sem færi vestan megin við hringtorgið og yfir Sólheimaveg. Með þessu væri fyrirhugað æfingasvæði einnig betur tengt golfvellinum.

 
4.   Málefni Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Sveitarstjórn vill beina því til Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs að tekið verði á úttektum á fasteignum í sveitarfélaginu og að nauðsynlegt sé að koma upp skýrara og betra vinnulagi á úttekt og skráningu fasteigna innan sveitarfélagsins. Jafnframt ítrekar sveitarstjórn fyrra tilboð sitt um aðstöðu fyrir embættið á Borg.

 

5.   Erindi frá Guðrúnu Bergmann um almennan íbúafund.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Bergmann , dagsettur 7. mars 2012 þar sem sveitarstjórn er hvött til að hafa opinn almennan íbúafund og kynna fyrirhugaðar framkvæmdir og upplýsa sveitungana um það sem er á döfinni á kjörtímabilinu. Sveitarstjórn samþykkir að verða við þessari beiðni og mun fundurinn verða haldinn mánudagskvöldið 16. apríl n.k. í Félagsheimilinu Borg, kl. 20:00.

 
6.   Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 22. mars n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
7.   Tilnefning fulltrúa á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 23. mars n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
8.   Félagsfundur í B-deild Sláturfélags Suðurlands svf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á félagsfund B-deildar Sláturfélags Suðurlands svf. sem haldinn verður 26. mars n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á félagsfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara. Jafnfram er samþykkt að selja hlut sveitarfélagsins í B-deild Sláturfélagsins.

 
9.   Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna flutningstilkynningar.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 12. mars 2012 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn upplýsi Þjóðskrá Íslands um það hvort Sverrir Sverrisson hafi átt fasta búsetu í skilningi 2.mgr. 1.gr. lögheimilislaga að Borgarbraut 40. Umrædd íbúð er í eigu Íbúðarlánasjóðs og samkvæmt bestu vitund sveitarstjórnar hefur Sverrir Sverrisson aldrei búið að Borgarbraut 40.

 
10.    Bréf frá Umhverfisráðuneyti þar sem óskað er eftir athugasemdum við drögum að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 2. mars 2012 þar sem ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drögum að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipan 2008/98/EB. Einnig liggja fyrir athugasemdir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tekur sveitarstjórn undir athugasemdir sambandsins.

 
11.    Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Sigurðar Sigurjónssonar hrl. vegna lóðar nr. 44 í Ásborgum.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, við bréfi frá Sigurði Sigurjónssyni hrl. f.h. Þórs Þórssonar og Hrafnhildar Markúsdóttur, dagsett 22. febrúar 2012 vegna mats á meintu tjóni þeirra vegna breytinga á deiliskipulagi Ásborga. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 

 
12.    Bréf frá Innanríkisráðuneyti þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum um framkvæmd og eftirfylgni tillagna nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 2. mars 2012 þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum um framkvæmd og eftirfylgni tillagna nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Einnig er lagt fram vinnuskjal og tillögur frá nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Lagt fram til kynningar.

 

 

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  454. stjórnarfundar 09.03 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  306. stjórnarfundar 05.03 2012.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 04.02 2012.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  212. stjórnarfundar 06.03 2012.
Fræðslunet Suðurlands, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Fræðslunet Suðurlands, ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur 2011.
Íþróttafélagið Gnýr, ársskýrsla 2011.
Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga um afslátt til námsmanna vegna almenningssamgangna og sölu farmiða.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?