Fara í efni

Sveitarstjórn

300. fundur 18. apríl 2012 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. apríl 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. apríl 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.       Breyting á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Borg.
Fyrir liggur endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lega og útfærsla hringtorgs Sólheimavegar og Biskupstungnabrautar breytist í samræmi við endurskoðuð hönnunargögn. Þá er gert ráð fyrir frárein inn á Biskupstungnabraut, vestan hringtorgs, frá verslun og Gömlu-Borg. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Sveitarstjórn samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fellur niður þar sem breytingin felur ekki í sér íþyngjandi breytingar fyrir hagsmunaaðila á svæðinu heldur er verið að koma til móts við ábendingar sem komið hafa fram m.a. um aðgengi frá verslunar- og þjónustulóð.

 
3.       Breyting á deiliskipulagi í Suðurkoti.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðarhús á jörðinni Suðurkot í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Jörðinni hefur verið skipt í 10 sérafnotahluta og tvo sameignarhluta en deiliskipulagið nær eingöngu yfir nyrsta hluta eins af 10 sérafnotahlutum. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að innan skipulagssvæðisins verði heimilt að reisa allt að 200 fm heilsárshús og allt að 50 fm aukahús. Tillagan var auglýst samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi svæðisins 13. október 2011 með athugasemdafresti til 24. nóvember. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Aðalskipulagsbreytingin hefur tekið gildi og er deiliskipulagið lagt fram til endanlegrar staðfestingar. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 
4.       Ráðning nýs skólastjóra við Kerhólsskóla.
Fyrir liggur að skólastjóri Kerhólsskóla, Hilmar Björgvinsson fari í eins árs námsleyfi skólaárið 2012 – 2013. Sveitarstjórn samþykkir að ráða Sigmar Ólafsson sem skólastjóra í námsleyfi Hilmars og felur sveitarstjóra að ganga frá tímabundnum ráðningasamningi við Sigmar.

Ingvar Ingvarsson spurði um hvort staðan hefði verið auglýst .

Þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða þá er ekki skylt að auglýsa stöðuna.

 
5.       Bréf frá Kjartani Helgasyni um sölu á veiðirétti, veiðihúsi og strandlengju Sogsins í Ásgarði.
Fyrir liggur bréf frá Kjartani Helgasyni, dagsett 14. apríl 2012, þar sem skorað er á sveitarstjórn að endurskoða ákvörðun sína um sölu á veiðirétti, veiðihúsi og strandlengju Sogsins í Ásgarði. Bréfið lagt fram.

 
6.       Kauptilboð í veiðirétt og veiðihús í Ásgarðslandi.
Auglýst var eftir tilboðum í eign sveitarfélagsins, veiðirétt, veiðihús og strandlengju Sogsins í Ásgarði ásamt eignarhluta Búgarðsmanna í tveimur lóðum, lögbýlisrétt Ásgarðs, veiðrétt og strandlengju Sogsins. Sjö tilboð bárust og er hæsta tilboð að fjárhæð 181 millj. kr. og yrði hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps að fjárhæð 126,7 millj. kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka hæsta tilboði og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

 
7.       Kauptilboð í Borgarbraut 22.
Fyrir liggur staðfest kauptilboð í Borgarbraut 22 að fjárhæð kr. 9,9 millj. staðgreitt. Sveitarstjórn hafnar tilboðinu.

 
8.       Niðurstaða tilboða í nýja skólabyggingu á Borg.
Fyrir liggur niðurstaða tilboða í 2. áfanga (viðbyggingu) við Kerhólsskóla, Grímsnes- og Grafningshreppi sem opnuð voru 11. mars s.l. Eftirfarandi tilboð bárust: Pálmatré ehf. kr 117.261.793, Vörðufell ehf. kr. 118.121.027, JÁVERK ehf. kr. 125.983.953, Smíðandi ehf. kr. 126.030.709, Bygg bræður ehf. kr. 138.123.742 og Eykt ehf. kr. 141.454.319. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 165.203.894. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn þegar umbeðin gögn liggja fyrir. Fyrsta skóflustunga verður tekin þann 2. maí n.k. kl. 11:00.

 
9.       Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður 25. apríl n.k. í Þingborg. Samþykkt er að veita Kjartani Helgasyni umboð fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 
10.    Aðalfundur Límtré Vírnet ehf.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Límtré Vírnet ehf. sem haldinn verður 26. apríl n.k. á Flúðum. Samþykkt er að Hörður Óli Guðmundsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinn og Gunnar Þorgeirsson til vara.


11.    Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Hesthaga í landi Þórisstaða.
Fyrir liggur ósk eigenda Hestahaga úr landi Þórisstaða, dagsett 29. mars 2012, um umsögn vegna stofnunar lögbýlis. Sveitarstjórn mælir með stofnun lögbýlisins.

 
12.    Bréf frá nemendaráði Kerhólsskóla varðandi útileiktæki á skólalóð.
Fyrir liggur bréf frá nemendaráði Kerhólsskóla, dagsett 16. apríl 2012, þar sem komið er með tillögur að leiktækjum á útisvæði skólans. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 
13.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands um kjörskrárstofn vegna forsetakosninga 30. júní 2012.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 3. apríl 2012, um kjörskrárstofn vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012. Flutningur lögheimila eftir 9. júní 2012 mun ekki hafa áhrif á kjörskrárstofninn. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
14.    Bréf frá Innanríkisráðuneyti um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 2. apríl 2012, þar sem tilgreind er hlutdeild sveitarfélagsins á árinu 2012 í tímabundinni breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar sem sveitarfélögin skuldbundu sig til að taka tímabundið yfir ný verkefni frá ríki. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
15.    Afrit af bréfi frá Skipulagsstofun til Umhverfisráðuneytis vegna breytingar á aðalskipulagi í Ásgarði.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun til Umhverfisráðuneytis, dagsett 10. apríl 2012, vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í Ásborgum, Ásgarði. Einnig liggur fyrir bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 13. apríl 2012, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni, og lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., er falið að svara erindinu.

 

 Til kynningar
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla janúar til mars 2012.
Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands um vinnustaðakeppnina „hjólað í vinnuna“.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?