Fara í efni

Sveitarstjórn

302. fundur 16. maí 2012 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Ingvars G. Ingvarssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. maí 2012.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. maí 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Staða mála Grímsnes- og Grafningshrepps hjá Velferðarþjónustu Árnesþings.
Á fundinn mætti María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri til að fara yfir stöðu mála Grímsnes- og Grafningshrepps hjá Velferðarþjónustu Árnesþings.

 
3.   Fundargerð 17. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. maí 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
4.       Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Umhverfisráðuneytis vegna athugasemda við synjun Skipulagsstofnunar um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl, til Umhverfisráðuneytis, dagsett 4. maí 2012 vegna athugasemda við synjun Skipulagsstofnunar um staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.

 
5.   Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2011.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2011 lagður fram til seinni umræðu.  Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

 
Rekstrarniðurstaða A hluta                                           kr.       14.500.359

Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                        kr.      -40.884.914

Eigið fé                                                                           kr.     546.176.424

 
Skuldir                                                                           kr.     990.379.079

Eignir                                                                             kr.  1.536.555.501

Veltufé frá rekstri                                                                      kr.      50.112.868

        
Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg mánudaginn 11. júní n.k. kl. 20:00.

 
6.       Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Fyrir liggja drög að nýjum leigusamningi við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. eftir endurskipulagningu félagsins. Fyrirhugað er að halda hluthafafund Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. seinni hluta mánaðarins þar sem leigutakar samþykkja eða hafna nýjum leigusamningi. Oddvita/sveitarstjóra er falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins á hluthafafundinum. Jafnframt liggur fyrir skýrsla um hver áhrif nýs leigusamnings eru á rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Endurskoðanda sveitarfélagsins falið að yfirfara gögnin og skila umsögn fyrir þriðjudaginn 22. maí n.k. Símafundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 23. maí 2012 kl 10:00 þar sem tekin verður afstaða til nýs leigusamnings.

 
7.       Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.
Drög að skólastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps lögð fram til kynningar.

 
8.       Mötuneytisstefna Kerhólsskóla.
Drög að mötuneytisstefnu Kerhólsskóla lögð fram til kynningar.

 
9.   Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Stóru Borgar.
Fyrir liggja drög að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stóru Borgar, Hlauphólar. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið á grundvelli teikningar frá Pétri H. Jónssyni, arkitekt, með bráðabirgða tengingu af Skólabraut.

 
10.    Útboð á hitaveitulögn í frístundabyggð í landi Minna Mosfells.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í hitaveitulögn í frístundabyggð í landi Minna Mosfells. Lægsta tilboðið kom frá Ólafi Jónssyni að fjárhæð 4.138.551  kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Ólafs Jónssonar og er Berki Brynjarssyni falið að skrifa undir samninginn. Sigurður Karl vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
11.    Breyting á aðkomu að Sólheimum.
Fyrir liggur ósk um breytingu á innakstri að Sólheimum með þeim hætti að innakstur verði bannaður við núverandi aðalaðkomu. Með þessari breytingu verður aðeins hægt að keyra inn á svæðið við aðkomu ofan við Vigdísarhús, en á tveimur stöðum út af svæðinu.  Helstu ástæður eru að draga úr umferð inn á svæðið, hægja á umferð og auka öryggi. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við breytinguna. Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
12.    Rusl í kringum Borgarbraut.
Rætt um umgengni á Borgarsvæðinu og möguleika til úrbóta. Oddvita falið að ræða við skipulagsfulltrúa um úrlausn mála.

 

 

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 140. stjórnarfundar 09.03 2012.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 141. stjórnarfundar 26.04 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  308. stjórnarfundar 02.05 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 796. stjórnarfundar, 27.04 2012.
Hestamannafélagið Trausti, ársskýrsla 2011.
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur 2011.
Afrit af bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus, dagsett 27. apríl 2012, til þingmanna Suðurkjördæmis vegna stórskipahafnar í Þorlákshöfn.
Afrit af bréf frá Ómari G. Jónssyni, dagsett 27. apríl 2012, til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna rekstrarleyfis Þingvallavatnssiglinga ehf.
Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dagsett 30. apríl 2012, um samþykktar tillögur á 90. Héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins sem beint er til sveitarstjórna og héraðsnefnda á sambandssvæði HSK.
Héraðsskjalasafn Árnesinga, ársskýrsla 2011.
Hérðassambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Umhverfisstofnun, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Bautasteinn, Kirkjugarðasamband Íslands 1. tbl 17. árg 2012.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:35

 

Getum við bætt efni síðunnar?