Fara í efni

Sveitarstjórn

550. fundur 29. júní 2023 kl. 09:00 - 12:53 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Björns Kristins Pálmarssonar
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 5. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. janúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 16. janúar 2023.

b) Fundargerð 6. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. febrúar 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 20. febrúar 2023.

c) Fundargerð 7. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. mars 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 20. mars 2023.

d) Fundargerð 8. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 11. apríl 2023.

e) Fundargerð 9. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 24. apríl 2023.

f) Fundargerð 10. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 8. maí 2023.

g) Fundargerð 11. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 31. maí 2023.

h) Fundargerð 12. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 9. júní 2023.

i) Fundargerð 38. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 17. apríl 2023.

j) Fundargerð 10. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. júní 2023.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 10. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 6. júní 2023.
Mál nr. 1; Reglur um skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Farið yfir drög að reglum um skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða reglurnar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur sveitarstjóra að klára málið.
Mál nr. 2; Reglur um námsstyrki.
Farið yfir drög að uppfærðum reglum um námsstyrki til starfsfólks Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um hlutfall kennara við Kerhólsskóla með leyfisbréf til kennslu, ásamt því að vinna að heildstæðri menntunarstefnu sveitarfélagsins.

k) Fundargerð 262. fundar skipulagsnefndar UTU, 16. júní 2023.
Mál nr. 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34 og 48 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 262. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 16. júní 2023.
Mál nr. 22; Bíldsfell 1 L170812; Frístundasvæði F20; Deiliskipulag – 2202010.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til hluta frístundasvæðis F20 í landi Bíldsfells 1 L170812 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 30 frístundalóða og byggingaheimilda innan þeirra. Nýtingarhlutfall er 0,03 og skal samanlagt byggingarmagn á hverri lóð vera innan þeirrar heimildar. Innan hverrar lóðar er heimilt að byggja eitt frístundahús, eitt aukahús að hámarksstærð 40m fm og geymslu að hámarki 15 fm. Skilgreint hámarksbyggingarmagn innan lóða er skilgreint í töflu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum málsaðila og uppfærðri deiliskipulagáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti m.a. með gerð ítarlegrar skýrslu sem tekur til umsagnar UST er varðar staðsetningu og gerð vistgerða innan skipulagssvæðisins og vatnafar. Auk þess hefur verið unnin fornleifaskráning sem tekur til svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 23; Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og garðskáli - 2209014.
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022, um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað mhl 01 og 30,7 m2 garðskála mhl 03 á sumarbústaðalandinu Farbraut 15 L169478 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 38,8 m2. Fyrir liggur undanþága frá innviðaráðuneyti vegna fjarlægðar byggingar frá lóðarmörkum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 24; Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2302025.
Lögð er fram tillaga frá Þóroddi ehf. er varðar breytingu á skilmálum frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaðar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016. Málið var sértaklega kynnt sumarhúsfélagi svæðisins, auk þess sem það var auglýst með opinberum hætti. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að grenndarkynna öllum hlutaðeigandi eigendum sumarhúsa innan svæðisins málið sérstaklega áður en málið verði samþykkt endanlega til gildistöku. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gildistöku verði frestað eftir auglýsingu og verði vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa.
Mál nr. 25; Kringla 2; Árvegur 1-12; Hnitsetning og uppfærsla skilmála; Endurskoðun deiliskipulags - 2303027.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Árvegar 1-12 í landi Kringlu 2 eftir auglýsingu. Í tillögunni felst m.a. að á lóðunum sem eru landbúnaðarlóðir er heimilt að reisa íbúðarhús og aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Við gildistöku viðkomandi deiliskipulags fellur eldra skipulag úr gildi. Umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Málið var sérstaklega kynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum innan svæðisins. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með þeim fyrirvara að byggingarreitir innan svæðisins verði dregnir í réttri fjarlægð frá vegi m.v. reglur þar að lútandi. . Með fyrirvara um viðkomandi lagfæringu mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 26; Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076.
Lögð er fram umsókn frá Jóni Þór Jónssyni er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha á stærð og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsáætlun til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Öndverðarnes 1 L168299; Neðan-Sogsvegar 1A og 1B; Deiliskipulag 2305088.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til jarðar Öndverðarness 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir staðföngum Neðan-Sogsvegar 1A (9.946 fm) og 1B (13.479 fm). Skilgreindir eru byggingarreitir auk byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir frístundahús ásamt aukahúsum á lóð innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og mælist til þess að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Málið skuli sérstaklega kynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Mál nr. 28; Grímkelsstaðir 23 L170838; Grímkelsstaðir 22 L205666 og 24 L205667; Sameining lóða – 2305099.
Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Gunnarsdóttur er varðar sameiningu lóða Grímkelsstaða 22, 23 og 24. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Lóðarhlutarnir voru girtir af sem ein lóð af upphaflegum eigenda og hafa þær verið byggðar og ræktaðar sem ein lóð undanfarin 40 ár. Einn bústaður er á lóðunum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við sameiningu lóðanna með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist vegna málsins og að samþykki eigenda aðliggjandi lóða liggi fyrir vegna sameiginlegra lóðarmarka.
Mál nr. 29; Minni-Borg L168263; Athafnasvæði við Sólheimaveg – gatnagerð; Framkvæmdaleyfi – 2306003.
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi vegna útgáfu framkvæmdaleyfis á landi Minni-Borgar L168263. Í framkvæmdinni felst veglagning á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað.
Mál nr. 30; Nesjavellir L170825; Borun uppbótarholu; Framkvæmdarleyfi – 2306025.
Lögð er fram umsókn frá Orku náttúrunnar ohf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir borun uppbótarholu á Nesjavöllum, með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Í framkvæmdinni felst gerð borstæðis á borteig, borun vinnsluholu og lagningu jarðstrengs ofanjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins.
Mál nr. 31; Bíldsfell III L170818; Veglagning; Framkvæmdarleyfi – 2306032.
Lögð er fram umsókn frá Árna Þorvaldsyni vegna framkvæmdaleyfis í landi Bíldfells. Í framkvæmdinni felst veglagning í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins og meðfylgjandi fylgigögn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað.
Ása Valdís Árnadótitr vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 32; Villingavatn L170831; Landhöfn; Stofnun lóðar - 2306033.
Lögð er fram umsókn frá Kjartani Gunnari Jónssyni er varðar stofnun lóðar úr upprunalandi Villingavatns L170831. Um er að ræða 4.797 fm lóð og óskað er eftir því að hún fái staðfangið Landhöfn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og og gerir ekki athugasemd við staðfangið Landhöfn. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um lagfærð gögn.
Mál nr. 33; Torfastaðir 1 L170828; Bakkahverfi; Deiliskipulagsbreyting - 2306042.
Lögð er fram tillaga að óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna frístundasvæðis í landi Torfastaða (Bakkahverfi). Í breytingunni felst að skilgreindum frístundalóðum innan svæðisins er fækkað um eina. Lóðir við vatnið stækka sem því nemur. Staðvísar eru skilgreindir innan svæðisins, gert er ráð fyrir að þær fái heitin Eiríksgata og Njálsgata. Að öðru leyti eru engar breytingar gerðar á framlagðri skipulagsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 34; Finnheiðarvegur 15; Breytt lega lóða og bygginarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2306062.
Lögð er fram umsókn frá Ívari Erni Guðmundssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Finnheiðarvegar 15 innan frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst að legu lóðanna er breytt auk þess sem byggingarreitir eru skilgreindir upp á nýtt. Samhliða er lögð fram hnitsetning lóða í samræmi við mælingu á staðnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða auk þess sem leitað verði samþykkis vegna hnitsetningar á sameiginlegum lóðarmörkum.
Mál nr. 48; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-186 – 2306001F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-186.

l) Fundargerð 263. fundar skipulagsnefndar UTU, 28. júní 2023.
Mál nr. 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 263. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 28. júní 2023.
Mál nr. 14; Klausturhólar gjallnámur L168965; Efnistaka Seyðishólum, náma E24; Framkvæmdaleyfi – 2302043.
Lögð er fram umsókn frá Suðurtaki ehf. er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis eftir grenndarkynningu. Í umsókninni felst beiðni um efnistöku á svæði E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka 500.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 33.000 m3 á ári. Stærð námusvæðisins er 3,5 ha í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áframhaldandi efnistöku í heild 4,4 ha. Með umsókninni er lagt fram álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt umhverfismatsskýrslu. Umsagnir og athugasemdir bárust við grenndarkynningu leyfisins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt greinargerð sem tekur til útgáfu framkvæmdaleyfisins og skilyrða í tengslum við útgáfu þess.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021. Að mati sveitarstjórnar koma allar helstu forsendur fyrir útgáfu leyfisins fram innan framlagðrar greinargerðar framkvæmdaleyfisins og öllum helstu athugasemdum er svarað með fullnægjandi hætti innan greinargerðar og umhverfismats framkvæmdarinnar.
Mál nr. 15; Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 og I15; Deiliskipulag – 2210061.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til fyrsta áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og Skólabraut í austri. Mörk svæðisins til norðurs og vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) og iðnaðarsvæða fyrir skólphreinsistöðvar (I14 og I15) í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið er óbyggt og á því eru engin mannvirki ef frá eru talinn vegspotti og búnaður skólphreinsistöðvar vestan Skólabrautar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og innan framlagðrar samantektar vegna umsagna sem bárust. Sveitarstjórn samþykkir einnig að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 16; Hallkelshólar lóð 77 (L202613); byggingarheimild; gestahús – 2301013.
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Birnu E. Guðmundsdóttur, móttekin 04.01.2022, um byggingarheimild fyrir 24,3 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 77 L202613 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 17; Syðri-Brú L168277; Útleiga húsa flokk II í frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2306072.
Lögð er fram umsókn frá Erlingi Erni Hafsteinssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Syðri-Brú. Sótt er um að heimilt sé, innan deiliskipulagssvæðisins að stunda rekstur í formi útleiguhúsa í heild sinni en ekki til stakra herbergja. Heimildin myndi falla undir flokk II - Frístundarhús í skilgreiningu reglugerðar nr. 1277/2016 er varðar veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisin og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. Mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan hverfisins sem deiliskipulagið tekur til.
Mál nr. 18; Neðan Sogsvegar 15; Deiliskipulagsbreyting - 2306090.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóðar Neðan-Sogsvegar 15. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í 4 mismunandi hluta í takt við núverandi byggingarheimildir lóðarinnar. Með tillögu deiliskipulagsbreytingar er lögð fram greinargerð til rökstuðnings ákvörðun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar ásamt skriflegu samþykki meðeigenda lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins og málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
Mál nr. 19; Mosabraut 9 L212967; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2306044.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Mosabrautar 9 í Vaðnesi. Í umsókninni felst beiðni um að heimild verði veitt fyrir breytingu á byggingarreit lóðarinnar þannig að hann verði skilgreindur í 10 metrar fjarlægð frá lóðarmörkum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja framlagðri beiðni um breytingu á byggingarreit lóðar. Við ákvörðun um staðsetningu byggingarreita innan skipulagsáætlunar hafi legið forsendur sem eigi jafnt við í dag eins og þegar tillagan var unnin. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að æskilegt væri ef að koma eigi til breytinga á byggingarreitum lóða innan svæðisins, taki þær breytingar einnig til lóðar Mosabrauta 7 og 11 með það að leiðarljósi að halda samræmi í heimildum innan sambærilegra lóða innan svæðisins, telur sveitarstjórn ekki forsendur fyrir breytingu á byggingarreit stakrar lóðar að svo stöddu án frekari rökstuðnings.
Mál nr. 20; Folaldaháls; Gufuaflsvirkjun; Óveruleg deiliskipulagsbreyting - 2306061.
Lögð er fram umsókn frá Suðurdal ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi. í breytingunni felst heimild fyrir hækkun stöðvarhúss sem nemur um 0,5 metrum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi og um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 32; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-187 – 2306005F
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-187.

m) Fundargerð 10. fundar seyrustjórnar, 12. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar seyrustjórnar sem haldinn var 12. júní 2023.

n) Fundargerð 4. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu 2022-2026, 12. júní 2023.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram til kynningar fundargerð oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu 2022-2026 sem haldinn var 12. júní 2023.
Mál nr. 1; Atvinnumálastefna Uppsveita Árnessýslu 2023-2027.
Fyrir fundinn var lögð Atvinnumálastefna Uppsveita Árnessýslu 2023-2027 sem hefur verið samþykkt í öllum sveitarfélögunum í Uppsveitum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð.
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórnir Uppsveitanna að skipaður verði vinnuhópur um aðgerð númer 5 í atvinnumálastefnunni; móttökuáætlun. Hver sveitarstjórn skipar einn fulltrúa og einn til vara til að hefja vinnu við móttökuáætlun vegna móttöku nýrra íbúa. Hópurinn hefur síðan störf í haust þegar byggðarþróunarfulltrúi hefur verið ráðinn. Tilnefningum skal skila inn til Ásborgar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Anna Katarzyna Wozniczka og Ragnheiður Eggertsdóttur til vara.

o) Fundargerð 101. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 24. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 24. maí 2023.

p) Fundargerð 11. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, kjörtímabilið 2022-2026, 12. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, kjörtímabilið 2022-2026 sem haldinn var 12. maí 2023.

q) Fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 12. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu sem haldinn var 12. júní 2023.

r) Fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 12. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 12. júní 2023.

s) Fundargerð 58. fundar stjórnar Bergrisans bs., 23. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 58. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 23. maí 2023.

t) Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., 15. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., sem haldinn var 15. júní 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu.

u) Fundargerð 5. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 18. apríl 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 18. apríl 2023.

v) Fundargerð 6. fundar stjórnar Arnardrangs hses., 15. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 15. maí 2023.

w) Fundargerð 9. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 22. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 22. júní 2023.

x) Fundargerð 596. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 2. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 596. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 2. júní 2023.

y) Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 2. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 2. júní 2023.

z) Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 9. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 9. júní 2023.

aa) Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 15. júní 2023.

2. Skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi, niðurstöður útboðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

3. Samþykkt Grímsnes- og Grafningshrepps um gatnagerðargjöld.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir Grímsnes- og Grafningshrepps um gatnagerðargjöld. Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða og felur sveitarstjóra að auglýsa þær í B-deild stjórnartíðinda.

4. Reglur um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

5. Erindi frá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita vegna námu E17.
Fyrir liggur erindi frá Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa, f.h. Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita dagsett 26. júní 2023, í erindinu er farið yfir úttekt vegna efnistökusvæða í sveitarfélaginu Grímsnes- og Grafningshreppi, Klausturhólar E17 – syðri hluti. Grímsnes- og Grafningshreppur á 69% í umræddri námu og Árborg 31%. Í erindinu kemur meðal annars fram að ekki er til staðar útgefið framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna efnistökunnar eða útgefið starfsleyfi af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Einnig kemur fram að ekki hefur verið unnið umhverfismat vegna efnistökunnar. Sé áframhaldandi efnistaka áætluð innan svæðisins er viðtakanda bent á að hafa samband við skipulagsfulltrúa varðandi næstu skref við úrlausn málsins fyrir 1. október 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita, Birni Kristni Pálmarssyni og sveitarstjóra að hafa samband við námurétthafa og vinna málið áfram í góðu samstarfi við Árborg.

6. Erindi frá sauðfjárbændum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur erindi frá sauðfjárbændum í Grímsnes- og Grafningshreppi varðandi fjallskil og álagningu fjallskila í Grímsnes- og Grafningshreppi dagsett 21. júní 2023, um tillögu að breytingum. Guðrún S. Sigurðardóttir og Bergur Guðmundsson komu inn á fundinn og kynntu hugmyndir að breytingum á fjallskilum og álagningu fjallskila í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem sauðfjárbændur hafa sýnt með þessu framtaki og tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að klára málið með formanni fjallskilanefndar.

7. Erindi vegna lóðarinnar Kerhraun 38 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Bergi Haukssyni lögmanni f.h. Þórðar Víðis Jónssonar dagsett 13. apríl 2023 er varðar lóð hans Kerhraun 38. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi heimæð að þeim bústað sem þar verður byggður án gjaldtöku þar sem vatnslagnir sveitarfélagsins liggja í landinu en engar kvaðir hafa verið þinglýstar á lóðina þess efnis. Erindið var fyrst tekið fyrir á fundi framkvæmda- og veitunefndar þann 2. maí þar sem Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda- og veitna var falið afla upplýsinga frá Verkís um hnitpunkta lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi. Þær niðurstöður liggja nú fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda og veitna að svara erindinu.

8. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Tekin fyrir að nýju umsókn Birtu Flókadóttur um að barn hennar fái skólavist utan lögheimilissveitarfélags við Sjálandsskóla í Garðabæ út skólaárið 2022-2023 og skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða þann 3. maí 2023 að barnið fengi að stunda nám við Sjálandsskóla í Garðabæ út skólaárið 2022-2023 þar sem lítið var eftir af skólaárinu. Á sama fundi var umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2023-2024 hafnað. Fyrir liggur að sveitarstjórn hefur samhljóða ákveðið að afturkalla stjórnvaldsákvörðun sína um höfnun á skólavist við Sjálandsskóla í Garðabæ skólaárið 2023-2024. Fyrir fund liggur rökstuðningur frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. um fyrirliggjandi umsókn þar sem mælt er með því að barnið fái að ljúka grunnskólagöngu sinni í Sjálandsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að barnið fái að stunda nám við Sjálandsskóla í Garðabæ skólaárið 2023-2024. Viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna nemenda sem stunda grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2022-2023 vegna skóla með 201-300 börnum var 234.171.- kr á mánuði og mun ný gjaldskrá taka gildi 15. ágúst. Sveitarstjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun þegar nýtt viðmunargjald liggur fyrir og gera ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

9. Ósk um breytingu á skráningu eignar í fasteignaskrá.
Fyrir liggur erindi frá Þórunni Wolfram, dagsett 13. júní 2023 þar sem farið er þess á leit við sveitarfélagið að það heimili breytingu á skráningu eignarinnar Gamla Borg þinghús (F2207855) í Grímsnes- og Grafningshreppi og að skráningu verði breytt frá því að vera veitingahús í íbúðarhús.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við breytta skráningu hússins með þeim fyrirvara að landnotkun svæðisins innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps og gildandi deiliskipulagsáætlunar fyrir þéttbýlið í Borg verði breytt í takt við fyrirhugaða og/eða raun notkun hússins í dag. Að mati sveitarfélagsins getur breytt landnotkun úr verslunar- og þjónustusvæði í miðsvæði talist óveruleg breyting á landnotkun aðalskipulags þar sem slík breyting víkur ekki verulega frá meginstefnu aðalskipulags um notkun á svæðinu. Viðkomandi breyting samræmist þannig vel núverandi ástandi innan svæðisins þar sem fyrir er rekin verslun sem er með íbúð í útleigu á efri hæð og hefði því breytt landnotkun engin áhrif á þann rekstur. Ekki er um stækkun á skipulagssvæðinu landfræðilega sé og umfang landnýtingarinnar eykst ekki við breytinguna. Sveitarstjórn bendir þó á að mat á því hvort breyting á aðalskipulagi getur talist óveruleg er alfarið háð samþykki Skipulagsstofnunar. Mælist sveitarstjórn til þess við umsækjanda að sækja um, með formlegum hætti, óverulegar breytingar á aðal- og deiliskipulagi sem tekur til svæðis VÞ15 á aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagsáætlunar fyrir þéttbýlið að Borg í Grímsnesi. Umsókn um breytingar á skipulagsáætlunum sveitarfélagsins fara fram í gegnum þjónustugátt Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita (UTU) og greiðir umsækjandi þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrá UTU. Sé frekari upplýsinga eða leiðbeiningar óskað er varðar feril málsins eða vegna vinnslu viðeigandi gagna vísar sveitarstjórn umsækjanda á að hafa samráð við skipulagsfulltrúa UTU.

10. Erindi frá starfsfólki leikskóladeildar Kerhólsskóla.
Fyrir liggur erindi frá starfsfólki leikskóladeildar Kerhólsskóla er varðar styttingu vinnuvikunnar. Farið er fram á að sveitarstjórn samþykki að starfsfólk leikskóladeildarinnar stytti vinnuvikunnar til fulls frá og með 1. október 2023. Full stytting felur í sér að stytta vinnuvikuna um 4 klukkustundir og samhliða því verði grein 3.1 í kjarasamningi óvirk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að starfsfólk leikskóladeildarinnar stytti vinnuvikuna til fulls eins og lagt er til í erindinu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við stjórnendur Kerhólsskóla.

11. Niðurstöður verðfyrirspurnar í framkvæmdir við Torg á Borg.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í framkvæmdir við Torg á Borg.
Tilboð bárust frá „Grjótgás“ og „Bergþóri“, tilboð Grjótgás hljóðar upp á 36.201.100,- kr og tilboð Bergþórs hljóðar upp á 36.941.500,- kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægra tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Grjótgás.

12. Erindi frá Háskólafélagi Suðurlands vegna Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.
Fyrir liggur erindi frá Háskólafélag Suðurlands sem hefur nýverið tekið við umsjón Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Í erindinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það bætist í hóp styrktaraðila sjóðsins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 30.000,- kr. á ári út samningstímann, sveitarstjórn felur sveitarstjóra að klára málið.

13. Erindi frá samgöngunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Lagt fram erindi frá samgöngunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga vegna undirbúnings fyrir ársþing 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að skila inn svörum til samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga miðað við umræður á fundinum.

14. Umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar um Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040, nr. 0214/2023 í skipulagsgáttinni.
Lögð er fram til kynningar umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar um aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.

15. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 118/2023, „Breytingar á lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir“.
Lagt fram til kynningar.

16. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 116/2023, „Breytingar á lögum um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“.
Lagt fram til kynningar.

17. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, „Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 12:53.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?