Fara í efni

Sveitarstjórn

308. fundur 05. september 2012 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson varaoddviti
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Auður Gunnarsdóttir í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. ágúst 2012.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. ágúst 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     50. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 23.08 2012.

Mál nr. 8, 9, 13, 14, 15, 16, 17 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 8, 9, 13, 14, 15, 16, 17 og 18 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð 11. fundar stjórnar skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 23.08 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
c)     Fundargerð 6. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. ágúst 2012.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 3, þá óskar fjallskilanefnd eftir því að sveitarstjórn taki tillögur um lagfæringar á gagnamannakofunum inn við Kerlingu og við Gatfell inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2013. Sveitarstjórn samþykkir að gert verði kostnaðarmat og verði það  tekið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Varðandi lið 4, þá óskar fjallskilanefnd eftir að tekið verði inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2013 að endurnýja Selflatarrétt og jafnframt að breyta staðsetningu hennar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að athuga með breytta staðsetningu Selflatarréttar.

Varðandi lið 6, þar sem fjallskilanefnd óskar eftir að vatnsmál inn við Kerlingu verði athuguð t.d. með frekari borun í holunni sem var boruð fyrir nokkrum árum.

Sveitarstjórn felur Berki Brynjarssyni að athuga hvaða leiðir séu í boði og kynni fyrir sveitarstjórn. Fundargerðin staðfest.

 
3.   Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn í Hörpu í Reykjavík 27. og 28. september n.k. Samþykkt er að allir aðalmenn í sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 
4.       Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 24. ágúst 2012 þar sem tilkynnt er niðurstaða nefndarinnar að sveitarfélagið standist ekki fjárhagslegt viðmið skuldareglu sveitarstjórnarlaga að teknu tilliti til ákvæða 12.  gr. reglugerðar nr. 502/2012 vegna veitu- og orkfyrirtækja. Í samræmi við 16. gr. sömu reglugerðar óskar eftirlitsnenfdin eftir áætlun sveitarstjórnar um hvernig hún hyggist ná viðmiðum 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Frestur til að skila áætluninni var til 1. september s.l. og var óskað eftir fresti sem var veittur til 15. nóvember n.k. Áætlunin verður unnin samhliða fjárhagsáætlun sveitarsjóðs á haustdögum.

 
5.       Bréf frá Jónasi Erni Jónassyni hdl f.h. sumarhúseigenda við Sogsbakka um fyrirspurn varðandi skipulagsmál við Sogsbakka.
Fyrir liggur bréf frá Jónasi Erni Jónassyni hdl f.h. sumarhúseigenda við Sogsbakka, dagsett 15. ágúst 2012 varðandi skipulagsmál við Sogsbakka. Sveitarstjórn felur Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa að svara bréfinu f.h. sveitarfélagsins.

 
6.       Umsögn Sorpstöðvar Suðurlands um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.
Fyrir liggur umsögn Sorpstöðvar Suðurlands um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Sveitarstjórn tekur undir umsögn Sorpstöðvar Suðurlands.

 
7.       Deiliskipulag frístundabyggðar í Norðurkotslandi.
Fyrir liggur bréf frá Ingibjörgu Ingvadóttur hdl. F.h. Erlendar Borgþórssonar, dagsett 29. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir skilgreiningu sveitarstjórnar á því hvort akvegur framhjá Kóngsvegi 21-21A og Kóngsvegi 16 sé einkavegur eða hluti Kóngsvegar. Sveitarstjórn lítur svo á að með gildistöku deiliskipulags í Norðurkotslandi sé umræddur akvegur  hluti af stofnvegakerfi svæðisins og teljist því hluti Kóngsvegar.

 
8.       Beiðni um styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna verkefnisins „Í umferðinni“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna verkefnisins „Í umferðinni“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Bréf frá Kerhrauni, félagi sumarhúsaeigenda um aðkallandi úrbætur á köldu vatni í Kerhrauni.
Fyrir liggur bréf frá Kerhrauni, félagi sumarhúsaeigenda, dagsett 31. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórnum að fundin verði varanleg lausn á langvinnum vatnsskorti innan Kerhraunssvæðisins sérstaklega á svæði C. Sveitarstjórn vísar málinu til skoðunar hjá Berki Brynjarssyni, yfirmanni framkvæmda- og veitusviðs.

 
10.    Beiðni um styrk frá Bergmáli, líknar og vinafélagi.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Bergmáli, líknar- og vinafélagi til rekstrar Bergheima sem er ókeypis orlofsdvöl fyrir alvarlega veikt fólk. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
11.    Beiðni um styrk frá Q – félagi hinssegin stúdenta.
Fyrir liggur beiðni um styrk Q – félagi hinssegin stúdenta til útgáfu á bæklingi sem útskýrir á aðgengilegan hátt hvað það sé að vera „hinsegin“ í nútíma samfélagi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
12.    Erindi frá Félagi sumarhúsaeigenda í Farengi.
Fyrir liggur bréf frá Félagi sumarhúsaeigenda í Farengi þar sem kvartað er yfir ágangi refa á svæðinu. Refa- og minkaskyttur sveitarfélagsins bregðast við þegar haft er samband við þá. Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu og á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  219. stjórnarfundar 28.08 2012.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 140. stjórnarfundar 30.08 2012.
Bréf frá Velferðarvaktinni, dagsett 22. ágúst 2012  um  hvatningu velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs.
Bréf frá Umhverfistofnun, dagsett 23. ágúst 2012 um notkun vélknúina ökutækja við leitir.
Bréf frá Fjármálaráðuneyti, dagsett 16. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir tilnefningu til  nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Fundargerð 10. fundar skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga 17.08 2012.
Minnisblað frá Skipulagsmálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga um áherslur við drögum að endurskoðun vegalaga.
Minnisblað Skipulagsstofnunar og ráðgjafanefndar um landsskipulagsstefnu við drögum að samræmdri stefnu ríkisins um skipulagsmál.
Skýrsla Ferðamálastofu, „ Ástand ferðamannastaða á Suðurlandi“.
Byggðastofnun, ársskýrsla 2011.
-liggur frammi í fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?