Fara í efni

Sveitarstjórn

309. fundur 19. september 2012 kl. 14:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. september 2012.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. september 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     Fundargerð 19. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. september 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
b)    Fundargerð 9. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 9. maí 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 10. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 5. september 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.       Fulltrúar á aðalfund SASS.
Fulltrúar á ársþing SASS sem haldið verður á Hellu dagana 18. og 19. október 2012. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins á ársþinginu og Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti og Sigurður Karl Jónsson til vara.

 
4.   Fulltrúi á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012.
Tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 26. september n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundinn og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

 
5.       Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna umsagnar að drögum að frumvarpi til náttúruverndarlaga.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 3. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á drögum að frumvarpi til náttúruverndarlaga. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við grein 15 þar sem skilyrt er að hafa náttúruverndarnefnd í hverju sveitarfélagi. Einnig er gerð athugasemd við greinar 35 og 36 þar sem ekki er gert ráð fyrir samráði við landeigendur. Gerð er athugasemd við 72. grein þar sem of takmarkaðar heimildir eru til auglýsinga utan þéttbýlis.

 
6.   Beiðni frá Velferðarráðuneyti um umsögn að drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Fyrir liggur bréf frá Velferðarráðuneyti, dagsett 11. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Lögð fram.

 
7.   Erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni f.h. alþjóðaverkefnisins Openstreetmap.
Fyrir liggur bréf frá Svavari Kjarrval Lútherssyni f.h. alþjóðaverkefnisins Openstreetmap, dagsett 6. september 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum til að nota á vefnum www.openstreetmap.org . Sveitarsstjórn vísar erindinu til Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 143. Stjórnarfundar, 31.08 2012.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 141. stjórnarfundar 13.09 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 799. stjórnarfundar, 07.09 2012.
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla apríl til september 2011.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 30 ágúst 2012 um uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012.
Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 3. september vegna funda sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 1992 til 2012 – æskulýðsrannsóknir í 20 ár.
-skýrslan liggur frammi á fundinum-.
Sumarhúsið og garðurinn 2. tbl maí 2012.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?