Fara í efni

Sveitarstjórn

240. fundur 16. apríl 2009 kl. 09:00 - 10:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a)     Dómur Hæstaréttar í máli nr. 444/2008 Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Haraldi Erlingssen o.fl.
b)    Tilboð í kaldavatnsstofn í Snæfoksstaðalandi.
c)     Breytingar á kjörstjórn.

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. apríl 2009 liggur frammi á fundinum. 

2.   Önnur mál.
a)     Dómur Hæstaréttar í máli nr. 444/2008 Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Haraldi Erlingssen o.fl og gagnsök
Á fundinn mætir Óskar Sigurðsson hrl og fer yfir niðurstöðu hæstaréttar í málinu 444/2008 Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Haraldi Erlingsson o.fl og gagnsök.  Á fundinn mæta einnig Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi og Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi.  Lögmanni falið að sjá um uppgjör vegna málsins.  
b)    Tilboð í kaldavatnsstofn í Snæfoksstaðalandi.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í kaldavatnsstofn í Snæfoksstaðalandi.  Eftirfarandi tilboð bárust.  Tæki og Tól ehf kr. 2.378.000, Kristján Ó. Kristjánsson kr. 3.533.600, Ólafur Jónsson, kr. 3.253.350, Sigurður K. Jónsson, kr. 2.900.000 og Guðmundur Jóhannesson, kr. 5.397.000.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 4.087.500. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Tæki og Tól ehf.  Sigurður K. Jónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins. 
c)     Breytingar á kjörstjórn.
Kynnt er að Anna Margrét Sigurðardóttir hafi óskað þess að hætta í kjörstjórn sem varamaður.   Sveitatjórn samþykkir að tilnefna Gísla Hendriksson sem varamann í kjörstjórn og þakkar jafnframt Önnu Margréti góð störf í kjörstjórn. 

3.  Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. apríl lögð fram.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við kjörskránna og felur sveitarstjóra að árita hana.  

4.  Stjórnsýslukæra vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Lögð er fram stjórnsýslukæra vegna ferðaþjónustu fatlaðra.   Sveitarstjórn felur Sigurði Jónssyni hrl að svara kærunni í samráði við sveitar- og félagsmálastjóra.  

5.  Tilboð í sumarhúsalóð.
Lagt er fram tilboð í sumarhúsalóð sveitarfélagsins nr. 38 (49) úr landi Klausturhóla.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í lóðina. 

6.  Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga.
Lagt er fram aðalfundarboð Veiðifélagas Árnesinga sem fram fer þann 21. apríl nk.   Sveitarstjórn tilnefnir Ólaf Inga Kjartansson fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:25

Getum við bætt efni síðunnar?