Fara í efni

Sveitarstjórn

311. fundur 23. október 2012 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2012.  
 Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.       Málefni Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Á fundinn mættu Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, Einar Á. E. Sæmundsen og Guðrún St. Kristinsdóttir. Fulltrúar þjóðgarðsins og sveitarstjórn fóru yfir helstu mál sem snúa að þjóðgarðinum og Þingvallavatni.

 
3.   Fundargerðir.

a)     Fundargerð 11. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 10. október 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest

 
b)    Fundargerð oddvitafundar uppsveita Árnessýslu, 10. október 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.       Minnisblað frá Berki Brynjarssyni um tæknisvið uppsveitanna.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 9. október 2012 um sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir og samþykkir að áfram verði unnið að málinu.

 
5.       Erindi frá Ómari G. Jónssyni um framhald á ferðasiglingum um Þingvallavatn og fleira þeim tengdum.
Fyrir liggur bréf frá Ómari G. Jónssyni f.h. Þingvallasiglinga ehf., dagsett 5. október 2012 þar sem óskað er eftir yfirlýsingu/leyfi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um framhald á ferðasiglingum um Þingvallavatn og fleira þeim tengdum. Sveitarstjórn frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum.

 
6.       Staða fjárhagsáætlunar 2012.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2012 eftir fyrstu níu mánuði ársins.

 
7.       Erindi frá Sigurði Á. Marvinssyni f.h. World Triathlon Corporation um möguleika á að halda Ironman keppni á Íslandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Á. Marvinssyni f.h. World Triathlon Corporation, dagsett 17. október 2012 um möguleika á að halda Ironman keppni á Íslandi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

 
8.       Sparidagar á Hótel Örk 2013.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 10. – 15.  febrúar 2013 og samþykkir sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.

 
9.       Bréf frá Haraldi Þórarinssyni, formanni Landssambands hestamannafélaga þar sem óskað er eftir styrk til skráningar á reiðleiðum.
Fyrir liggur bréf frá Haraldi Þórarinssyni, formanni Landssambands hestamannafélaga, dagsett 3. október 2012 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.00 kr á ári til skráningar á reiðleiðum. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
10.    Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 19. október 2012  vegna breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs. Með synjun Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020 vegna efnisgalla skv. 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá óskar ráðuneytið eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur taki skipulagstillöguna til endurskoðunar og setji greinagerð hennar fram á þann hátt að hún samræmist ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 eins og gert hefur verið grein fyrir í bréfinu. Sveitarstjórn óskar eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins.

 

Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 142. stjórnarfundar 02.10 2012.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 144. stjórnarfundar 26.09 2012.
Afrit af bréfi til Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýlu og Flóahrepps frá Ástu Einarsdóttur lögfræðingi, dagsett 28. september 2012, þar sem óskað er umsagnar á  landsskiptum að Villingavatni.
Afrit af bréfi til Mennta- og menningarmálaráðuneytis frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 8. október 2012, um girðingu við Laugarvatnshelli.
Minnispunktar frá vinnufundi Sambands íslenskra sveitarfélaga með Velferðarráðherra þann 25. september 2012.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 3. október 2012 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags í landi Bílsdfells III.
Bréf frá Magnúsi R. Rafnssyni framkvæmdastjóra Línudans ehf., dagsett 9. október 2012, um þróun og uppbyggingu á raforkuflutningskerfum.
Bréf frá Mennta- og menningarráðuneyti, dagsett 11. október 2012 um dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. október 2012, þar sem óskað er eftir umsóknum á námskeið í Brussel um byggaðastefnu ESB.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?