Fara í efni

Sveitarstjórn

314. fundur 05. desember 2012 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Oddviti leitar afbrigða
a)     Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða.
b)     Brennu- og skoteldaleyfi.
c)     Brennuleyfi. 

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. nóvember 2012.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. nóvember 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     53. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22. nóvember 2012.

Mál nr. 2, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41 og 42 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 53. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, dags. 22. nóvember 2012. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Nr. 2:  Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2012.

Lögð fram til kynningar fundargerð 89. afgreiðslufundar frá 6. nóvember 2012.

Nr. 16: Askbr. Grímsnes – og Grafn.hr._Klausturhólar

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að 21 ha spilda úr landi Klausturhóla breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Nr. 17: Askbr. Öndverðarnes

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að 14 ha spilda úr landi Öndverðarness breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 18: Árvegur 1-12 úr landi Kringlu   

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar við Árveg 1-12 verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 19: Baulurimi úr landi Klausturhóla   

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Baulurima úr landi Klausturhóla verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 20: Dsk Stærribær_Grófarhöfði

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðis sem kallast á Grófarhöfði skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að ekki verði gert ráð fyrir aðkomu að lóðum um Heiðarbraut/Heiðarveg.

Nr. 21: Dsk Öndverðarnes_Ferjubraut

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í landi Öndverðarness, við Ferjubraut, með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að lóðir verði 6 í stað 7.

Nr. 22: Dskbr. Hraunborgir svæði A – v/Húsasund

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði að auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við skilmála annarra lóða innan frístundahúsasvæðis í landi Hraunkots. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda.

Nr. 23: Dskbr. Kerhraun_Hraunbrekka 47 og 52

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Nr. 24: Dskbr. Kerhraun_lóðir 33 og 36 – svæði C

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 25 – Dskbr. Minni-Borg_golfvöllur og frístundabyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði að auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða óverulega breytingu á nýtingarhlutfalli svæðisins í heild auk þess sem ekki er verið að gera ráð fyrir mannvirkjum á nýjum svæðum innan golfvallarins heldur er verið að fækka uppbyggingarsvæðum.  Grenndarkynning fellur niður þar sem ekki er talið að breytingin varði aðra en sveitarfélagið auk þess sem tillagan var nýlega kynnt með opinberum hætti í 6 vikur, frá 5. júlí til 17. ágúst 2012, án athugasemda.

 


Nr. 26: Dskbr. Minniborgir – lóð nr. 4

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Minni-Borga, lóð nr. 4, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fellur niður þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjendur.

Nr. 27: Dskbr. Mýrarkot_Hlyngerði 6-8

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Mýrarkots, Hlyngerði 6-8, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur áður verið kynnt án athugasemda.

Nr. 28: Dskbr. Snæfoksstaðir – svæði D skilm.br.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði að auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við ákvæði aðalskipulags og skilmála flestra annarra frístundabyggðarsvæða í sveitarfélaginu. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda.

Nr. 29: Dskbr. Öndverðarnes_Kothólsbraut 20, 22, 24 og 26

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í landi Öndverðarness, við Kothólsbraut, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Nr. 30: Hesthagi - brdsk

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi Hesthaga úr landi Þórisstaða verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 31: Hvítárbraut 7-21 Vaðnesi

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag frístundahúsalóða við Hvítárbraut 7-21 í Vaðnesi verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 32: LB_Kaldárhöfði lnr. 168256 – ný 63 fm lóð fyrir RARIK

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að stofnuð verði 63 fm lóð fyrir spennistöð úr landi Kaldárhöfða með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 33: Lækjarbrekka 31 og 33

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Syðri-Brúar, lóðir við Lækjarbrekku 31 og 33, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem tillagan hefur áður verið kynnt án athugasemda.

Nr. 34: Miðengi lóðir 17 og 17 brdsk

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði að auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við staðfesta breytingu á aðalskipulagi.. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda auk þess sem búið er að breyta skráningu lóðanna til samræmis við deiliskipulagsbreytinguna.

 

Nr. 35: Miðengi_Farborgir og Miðborgir - skilmálabreyting

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á skilmálum frístundabyggðanna Farborgir og Miðborgir úr landi Miðengis verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 36: Nesjar - Setberg

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða á svæði sem kallast Setberg, úr landi Nesja, verði  auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 37: Norðurkot_A og B gata - deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi Norðurkots, við A- og B- götu, verði grenndarkynnt að nýju skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201.

Nr. 38: Norðurkot_Selhólsvegur lóðir 7A-7D – óveruleg breyting

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Norðurkots, lóðir við 7A – 7D við Selhólsveg, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Nr. 39: Norðurkot_skilmálabreyting

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á skilmálum deiliskipulags Norðurkots verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 40: Ormsstaðir - Vaðholt

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði að auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við ákvæði aðalskipulags og skilmála flestra annarra frístundabyggðarsvæða í sveitarfélaginu. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda.

Nr. 41: Reykjalundur - deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi Reykjalundar/Reykjaness verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 42: Sólheimar –Hrísbrú 1

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi Sólheima, vegna lóðarinnar Hrísbrú 1, verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 b)    Fundargerð 13. fundar stjórnar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

c)     Fundargerð 12. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 7. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram og hún staðfest

 

d)    Fundargerð oddvitafundar uppsveita Árnessýslu, 28. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.   Kjör fulltrúa á aðalfund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf. sem haldinn verður 5. desember 2012. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
4.   Samningur um sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fyrir liggja drög að samningi um sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og felur oddvita að undirrita samninginn.

 
5.       Bréf Jóni Þ. Þór þar sem óskað er eftir styrk við ritun ævisögu Boga Th. Melsteð, sagnfræðings frá Klausturhólum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Jóni Þ. Þór, dagsett 22. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir styrk við ritun ævisögu Boga Th. Melsteð, sagnfræðings frá Klausturhólum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.   Beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni að fjárhæð 270 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Greiddur er styrkur til Héraðssambands Skarphéðins í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á sumarhúsi í Hagavík.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 26. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á sumarhúsi í Hagavík. Erindið lagt fram.

 
8.       Bréf frá Bergmáli, líknar- og vinarfélagi þar sem sveitarstjórn er þakkað fyrir styrk sem veittur var fyrr á árinu.
Fyrir bréf frá Bergmáli, líknar- og vinarfélagi, dagsett 27. nóvember 2012  þar sem sveitarstjórn er þakkað fyrir styrk sem veittur var fyrr á árinu. Bréfið lagt fram.

 
9.       Bréf frá Samkeppniseftirliti vegna kynningar á tilmælum til sveitarfélaga um að leita tilboða þegar takmörkuð gæði eru seld eða leigð út til aðila sem stunda samkeppnisrekstur.
Fyrir liggur bréf frá Samkeppniseftirliti, dagsett 29. nóvember 2012vegna kynningar á tilmælum til sveitarfélaga um að leita tilboða þegar takmörkuð gæði eru seld eða leigð út til aðila sem stunda samkeppnisrekstur. Lagt fram til kynningar.

 
10.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 49. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna upplýsinga um útboð á árinu 2011.
Fyrir liggur bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti, dagsett 30. nóvember 2012 vegna upplýsinga um útboð á árinu 2011. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 
12.    Staða fjárhagsáætlunar 2012.
Farið var stöðu fjárhagsáætlunar 2012 og lagði sveitarstjóri fram tillögu að viðauka við samþykkta fjárhagsáætlun 2012. Um er að ræða breytingar á eftirfarandi tekju- og útgjaldaliðum sveitarsjóðs:

 
Deild     Textalýsing          Samþykkt áætlun              Ný áætlun                     Fjárauki áætlunar

0010      Jöfnunarsjóður             -16.531.000              -33.062.000         -16.531.000

0200      Félagsþjónusta              20.518.000               30.518.000          10.000.000

0800      Hreinlætismál                   -222.000                 3.278.000            3.500.000

3321      Áhaldahús                           806.000                 3.806.000            3.000.000

    

                                                                                                   Samtals viðauki 2012:     -31                                                                               

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2012.

 
13.    Önnur mál

a)    
Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða.
Fyrir liggur endurskoðaður samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og felur oddvita að undirrita samninginn.

 
b)    Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennu- og skoteldaleyfi.

 
c)     Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sólheimum um brennuleyfi fyrir þrettándabrennu á Sólheimum þann 6. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennuleyfið.

 

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 145. stjórnarfundar 18.10 2012.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 146. stjórnarfundar 23.11 2012.
SASS.  Fundargerð  462. stjórnarfundar 29.11 2012.
SASS.  Fundargerð  43. aðalfundar 18. og 19. október 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 801. stjórnarfundar, 23.11 2012.
Fundargerð kynningarfundar vegna tilnefningar urðunarstaða, 27.11 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 3. stjórnarfundar, 20.04 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 4. stjórnarfundar, 29.06 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 5. stjórnarfundar, 07.09 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 6. stjórnarfundar, 14.09 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 7. stjórnarfundar, 15.10 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 8. stjórnarfundar, 23.11 2012.
Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð aðalfundar, 28.09 2012.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 23. nóvember 2012 vegna umsagnarbeiðni á staðsetningu rotþróar við Hótel Hengil, Nesjavöllum.
Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 23. nóvember 2012 vegna ályktunar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í september 2012.
Rauði borðinn, tímarit HIV – Íslandi 34. blað 23. árg. 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Börn með krabbamein, tímarit Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna 2. tbl. 18. árg. 2012.
-liggur frammi á fundinum-. 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?