Fara í efni

Sveitarstjórn

315. fundur 19. desember 2012 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. desember 2012.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. desember 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerð 22. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.   Leigusamningur um útleigu á skála við Gatfell.
Fyrir liggur leigusamningur milli sveitarfélagsins og Magnúsar Magnússonar, Árbakka um útleigu á skála og annarri aðstöðu í gangnamannakofanum við Gatfell. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
4.   Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Kerhólsskóla um styrk að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 20. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
5.   Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir framlagi að fjárhæð kr. 5.000 á hvern þátttakanda fyrir árið 2013 eða samtals kr. 25.000.  Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 
6.   Beiðni um styrk frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna með því að styrkja birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem verið er að vekja athygli almennings á þeirri vá sem að þjóðfélaginu steðjar vegna fíkniefna og fíkniefnaneyslu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.


 
7.   Beiðni um styrk vegna eldvarnarátaks slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna árlegs eldvarnarátaks. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.       Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
9.       Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs), 291. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 7. desember 2012 um umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs), 291. mál.

Ljóst er að frumvarpið mun skerða tekjur sveitarfélagsins um allt að 35 milljónir árlega.

Sveitarstjórn mótmælir því harðlega að umsagnarfrestur var aðeins 5 virkir dagar fyrir jafn viða miklar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga eins og frumvarpið felur í sér.

Í ljósi alvarleika málsins var lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. falið að gera umsögn fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp í samstarfi við Skorradalshrepp, Fljótsdalshrepp, Hvalfjarðarsveit og Ásahrepp.

Sveitarstjórn staðfestir umsögnina og krefst þess að fullt tillit verði tekið til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendri umsögn sveitarfélagsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hélt fund þann 14. desember s.l. þar sem teknar voru fyrir þær athugasemdir sem nefndinni höfðu borist. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar barst aðeins ein athugsemd, þ.e. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsögn Óskars Sigurðsonar lögmanns f.h. sveitarfélagsins var send nefndinni á tilsettum tíma. Gerðar eru alvarlegar athugsemdir við að umsögnin hafi ekki verið tekin til umfjöllunar í nefndinni og óskar sveitarstjórn skýringa á þeim vinnubrögðum.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Óskari Sigurðssyni, lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
10.    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.
Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg þar sem einstakir liðir hennar hafa verið leiðréttir.

 
Sund:                fullorðnir, 17-67 ára                                     börn 7-16 ára

Stakt skipti                             500 kr.                                    250 kr.  

10 miða kort                        3.200 kr.                                  1.600 kr.

30 miða kort                        8.400 kr.                                 4.200 kr.

Árskort                                         24.000 kr.                                12.000 kr.

 

Börn 0-6 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund.

 

Þreksalur:

Stakt skipti                             800 kr.

10 miða kort                        5.000 kr.

30 miða kort                      12.000 kr.

Árskort                                         24.000 kr.

 

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              500 kr.

Barn – 60 mín.                       250 kr.

Hálfur dagur                       6.000 kr.

Heill dagur                        12.000 kr.

 

Sturta                                    250 kr.

Leiga á handklæði eða sundfötum pr.stykki 400 kr.

 

Sveitarstjórn staðfestir gjaldskránna og mun hún taka gildi frá og með 1. janúar 2013.

 
11.    Bréf frá Sóknarnefnd Mosfellssóknar þar sem óskað er eftir framlagi vegna frágangs á kirkjuhlaðinu á Stóru-Borg.
Fyrir liggur bréf frá Sóknarnefnd Mofellssóknar, dagsett 16. desember 2012 þar sem óskað er eftir framlagi vegna frágangs á kirkjuhlaðinu á Stóru-Borg að fjárhæð 1.000.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000 á árinu 2013 og kr. 500.000 á árinu 2014.

Hörður Óli vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
12.    Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 6.900 til að viðhalda vefsíðunni, áframhaldandi söfnun og miðlun fróðleiks. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
13.    Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógbyggðar um styrk vegna fyrirlesturs fyrir foreldra um næringu grunnskólabarna. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500 á hvern nemanda úr Grímsnes- og Grafningshreppi.

 
14.    Beiðni um styrk frá Sesseljuhúsi umhverfissetri vegna uppbyggingar og framkvæmdar háskólanáms á Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum.
Fyrir liggur beiðni Sesseljuhúss á Sólheimum að fjárhæð kr. 300.000 vegna stuðning við uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 250.000 og að auki vettvangsferð í boði sveitarfélagsins.

Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.


 15.    Afsal vegna veiðihúss og veiðiréttar í Soginu.
Fyrr á árinu var gengð frá kaupsamingi vegna sölu sveitarfélagsins á veiðirétti, veiðihúsi og strandlengju Sogsins í Ásgarði. Í framhaldi af lokagreiðslu sem borist hefur liggur fyrir undirritað afsal hlutaðeigandi aðila.

 
16.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 2. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 16. janúar 2013, kl. 9:00.

 
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 143. stjórnarfundar 17.10 2012.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 144. stjórnarfundar 07.12 2012.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla 2. tbl. 21. árg. 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Bautasteinn, fréttabréf Kirkjugarðasambands Íslands 1. tbl. 11. árg. 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Geðvernd, rit Geðverndarfélags Íslands 1. tbl. 41. árg. 2012.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?