Fara í efni

Sveitarstjórn

591. fundur 07. maí 2025 kl. 09:00 - 10:05 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björns Kristins Pálmarssonar
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla St. Kristinsdóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 26. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 2. maí 2025.
Mál nr. 1f, 1g, 2, 5c, 5e, 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 26. fundargerð Framkvæmda- og veitunefndar, dagsett 2. maí 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1f; Tilboð í frágang efri hæðar.
Fyrir liggur tilboð frá Alefli ehf. um innanhúss frágang efri hæðar. Tilboðið er að fjárhæð kr. 105.345.528.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukasamning við Alefli ehf. og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Mál nr. 1g; Aukaverk.
Fyrir liggja nokkur smærri verk sem ekki voru tilgreind í útboðsgögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umrædd aukaverk séu unnin.
Mál nr. 2 Tilboð í gólf í íþróttahúsi.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar og Steinars Sigurjónssonar, dags. 29.04.2025 um tilboð í PU gólf fyrir íþróttahúsið á Borg. PU-gólf henta vel fyrir hefðbundnar skólaíþróttir, blak og handbolta.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar um að samið verði við Sporttæki ehf. um lagningu á nýju PU-gólfi á grundvelli þeirrar kostnaðaráætlunar sem liggur fyrir vegna verksins.
Mál nr. 5c; Minnisblað um fund vegna jarðhita á jörðinni Reykjanes.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 29.04.2025 um fund sem forsvarsmenn sveitarfélagsins áttu með landeigendum Reykjaness. Tilgangur fundarins var að ræða um mögulegar rannsóknir og hagnýtingu á jarðhita á jörðinni Reykjanes. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar um að útbúin verði drög að samkomulagi sem taka mið af þeim samningum sem hafa verið gerðir á starfssvæði Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Drögin verði unnin í samráði við landeigendur.
Mál nr. 5e; Minnisblað um mögulega styrki í Grafningi vegna verkefnisins „Jarðhiti jafnar leikinn“.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 31.03.2025 um mögulega styrki í Grafningi vegna verkefnisins Jarðhiti jafnar leikinn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar um að sótt verði um styrk á næsta ári og felur umsjónarmanni framkvæmda og veitna að vinna málið áfram. Sveitarstjórn vísar einnig erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.
Mál nr. 6; Drög að verksamningi vegna girðingarvinnu í kringum vatnsból sveitarfélagsins að Björk 1.
Fyrir liggja drög að verksamningi við Miðengisbúið um uppsetningu nýgirðingar í kringum vatnsból sveitarfélagsins, Björk vatnsból L236644.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða verksamninginn.
b) Fundargerð 28. fundar Skólanefndar 22. apríl 2025.
Mál nr. 2 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 28. fundargerð Skólanefndar, dagsett 22. apríl 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2; Viðbrögð við styttingu vinnuvikunnar í leikskólanum.
Skólastjórnendur lögðu til nokkrar sviðsmyndir sem voru teknar fyrir og ræddar á fundi sveitarstjórnar, sveitarstjóra og skólanefndarfulltrúa. Niðurstaða þess fundar var að samþykkja þá sviðsmynd sem að gerir ráð fyrir að leikskólanum sé lokað á föstudögum klukkan 14:00, hafa 6 vikna samfellt sumarfrí og lokað milli jóla og nýárs. Að auki verða skráningardagar fyrir páskafrí og vetrarfrí. Þá var samþykkt að miðað sé við 20% lágmarks hlutfall skráðra leikskólabarna til að leikskólinn sé opinn, en ekki 3 nemendur eins og nú er. Gjald verður áfram fellt niður fyrir þá daga sem að foreldrar nýta sér ekki.
Þessar breytingar verða skýrar á skóladagatalinu og í allri upplýsingagjöf til foreldra. Mikilvægt er að þessum upplýsingum verði miðlað tímanlega til foreldra þannig að þau geti gert ráðstafanir í tíma. Skólanefnd er mjög ánægð með þessar breytingar og vonast til þess að þetta leysi úr þeim vanda sem uppi hefur verið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leikskóladeild Kerhólsskóla loki á föstudögum klukkan 14:00 og hefst sú breyting þann 11. ágúst 2025. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að leikskóladeild Kerhólsskóla verði lokuð samfellt í 6 vikur á hverju sumri og að leikskóladeildin verði lokuð milli jóla og nýárs ár hvert.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áfram verði í boði skráningardagar fyrir Dymbilviku og vetrarfrí tengd grunnskóladeild og að gjald verði áfram fellt niður fyrir þá daga sem að foreldrar nýta sér ekki tengt þeim skráningardögum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að miðað sé við 20% lágmarks hlutfall skráðra leikskólabarna til að leikskólinn sé opinn á skráningardögum.
Sveitarstjórn tekur undir með Skólanefnd að vonandi leysi þessar breytingar þann vanda sem stytting vinnuvikunnar hefur valdið í leikskóladeild Kerhólsskóla.
Mál nr. 3; Skóladagatal, niðurstaða úr könnun um vetrarfrí og sumarfrístund.
Skóladagatal grunnskóla var lagt fyrir, frístund verður lengd í tvær vikur í ágúst 2026 en að öðru leyti er skóladagatalið 2025-2026 samþykkt og því vísað til sveitarstjórnar.
Skóladagatal leikskóla 2025-2026 var samþykkt og vísað til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skóladagatal leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026.
c) Fundargerð 301. fundar skipulagsnefndar UTU, 30. apríl 2025.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 37 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 301. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 30. apríl 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 16; Neðra-Apavatn lóð L169293 og L169294; Staðfesting á afmörkun og breyttar stærðir lóða – 2408090.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 20.09.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun og breytta stærð lóðanna Neðra-Apavatn lóð L169293 og L169294 sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðirnar eru skráðar 7.800 fm að stærð en mælast 8.682,1 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hnitsetta afmörkun og breytta skráningu lóðanna samkvæmt framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 17; Þrastalundur L168297; Þrastalundur 5; Stofnun lóðar – 2411071.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 13.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar undir tjaldsvæði. Óskað er eftir að stofna 19.924,7 fm lóð, Þrastalundur 5, úr landi Þrastalundar L168297.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 18; Kerið 2 L172725; Kertún; Stofnun lóðar – 2504066.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 20.11.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 68.072 fm landeign, Kertún, úr landi Kersins 2 L172725.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 19; Neðra-Apavatn lóð (Svanahlíð 4) L169305; Svanahlíð 2, 4 og 8; Staðfesting á afmörkun, stofnun lóða og nýr staðvísir – 2503018.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 26.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á ytri afmörkun landeignarinnar Neðra-Apavatn lóð L169305 og skiptingu hennar í 4 lóðir. Óskað er eftir að stofna Svanahlíð 2, 6 og 8 úr L169305 sem verður 11.035,59 fm eftir skiptingu og hnitsettri mælingu skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Jafnframt er óskað eftir að staðfang upprunalandsins verði breytt í Svanahlíð 4.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun landeignar og stofnun viðkomandi lóða skv. framlagðri merkjalýsingu. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. Mælist sveitarstjórn til þess að staðvísirinn Svanahlíð verði notað innan svæðisins gagnvart öðrum lóðum með sömu aðkomu.
Mál nr. 20; Kiðhólsbraut 12 L170081 og Kiðhólsbraut 14 L170080; Breytt nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2504074.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Kiðhólsbrautar 12 L170081 og Kiðhólsbrautar 14 L170080 í Öndverðarnesi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðar verður 0,05 í stað 0,03. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að framlögð umsókn um breytingu á skilmálum er varðar nýtingarhlutfall innan frístundalóða að Kiðhólsbraut verði almenn og taki til skilmála deiliskipulagsins í heild en ekki til einstakra lóða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta erindinu og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila og sumarhúsafélag svæðisins um framsetningu skipulagsbreytingar. Mælist sveitarstjórn til þess að breytingin verði unnin í samráði við sumarhúsafélag svæðisins.
Mál nr. 21; Neðan-Sogsvegar 44D L174063; Skipting lóðar í tvær; Fyrirspurn.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Neðan-Sogsvegar 44D L174063 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að skipta lóðinni í tvær 4.200 fm frístundalóðir. Einnig er óskað eftir því að vegstæði sem liggur í gegnum lóðina verði skilgreint sem aðkoma að nálægum lóðum.
Sveitarstjórn bendir á að núverandi vegir sem vísað er til að liggi um lóð 44D eru nú þegar skilgreindir innan gildandi deiliskipulags svæðisins. Fordæmi sem vísað er til er varðar lóð Neðan-Sogsvegar 45 frá árinu 2016 þegar samþykkt var að skipta þeirri lóð í tvo hluta byggði m.a. á þeim forsendum að skipulagi lóðarinnar í deiliskipulagi hafði verið frestað. Innan deiliskipulagsins eru víða skilgreindar heimildir sem taka til uppskiptingar lóða frá skráðum stærðum lóða innan fasteignaskrár og hafa uppskiptingar á lóðum verið samþykktar á grundvelli þeirra heimilda. Að sama skapi hafa verið samþykktar uppskiptingar lóða sem eru langt umfram stefnumörkun aðalskipulags er varðar stærðir frístundalóða. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er almennt óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Jafnframt segir líka í aðalskipulaginu að á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 1/2 - 1 ha.
Mál nr. 22; Þinggerði 1 L215450; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2504089.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar verslunar- og þjónustusvæði VÞ16 sem er breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu. Samhliða er heiti lóðar í aðalskipulagi breytt og stærð og byggingarskilmálar uppfærðir. Á svæðinu verður starfsemi slökkviliðs og björgunarmiðstöðvar. Markmið með breytingunni er að þeirri starfsemi verði tryggð heppileg staðsetning og viðunandi húsnæði með öryggi að leiðarljósi. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar
Mál nr. 23; Þinggerði 1 L215450; Björgunarmiðstöð; Deiliskipulagstillaga – 2504090.
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Þinggerði 1 L215450 í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem áætlað er að byggja upp björgunarmiðstöð og eftir atvikum einnig aðstöðuhús fyrir björgunarsveit. Skipulagssvæðið nær yfir lóðina Þinggerði 1, tvo byggingarreiti og aðkomu. Samhliða gerð deiliskipulags verður unnin breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 þar sem landnotkun svæðisins verður breytt úr verslunar- og þjónustusvæði í svæði fyrir samfélagsþjónustu og byggingarmagn aukið um 200 m2 úr 1.000 fm í 1.200 fm.
Sveitarstjórn bárust uppfærð gögn milli skipulagsnefndarfundar og sveitarstjórnarfundar þar sem búið var að bæta inn lóð fyrir spennistöð Rarik og búið að gera örlitlar textabreytingar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærð gögn fyrir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem lögð er fram samhliða.
Mál nr. 24; Kerfisáætlun 2025-2034 Landsnet; Umsagnarbeiðni – 2504071.
Lögð er fram umsagnarbeiðni við umhverfismatsskýrslu er varðar kerfisáætlun Landsnets 2025-2034.
Lagt fram til kynningar á 590. fundi sveitarstjórnar.
Mál nr. 37; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-225 - 2504002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-225.
d) Fundargerð 10. fundar Oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 22. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 27. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 23. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 333. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 25. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundagerð 621. fundar stjórnar SASS, 4. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 977. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. apríl 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Slökkvistöð í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Á vorfundi Brunavarna Árnessýslu bs. þann 28. apríl 2025, var samþykkt samhljóða að undirbúa rekstur slökkvistöðvar á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar niðurstöðum vorfundarins og hlakkar til að efla starfsemi Brunavarna Árnessýslu í sveitarfélaginu.
Í sveitarfélaginu er stærsta frístundahúsabyggð landsins, en hér eru 22% allra frístundahúsa á landinu og það eru því ríkir almannahagsmunir að viðbragðstími hjá viðbragðsaðilum sé með besta móti sem hægt er bæði fyrir íbúa og fasteignaeigendur. Sveitarfélagið stefnir á að byggja hús til leigu fyrir starfsemi Brunavarna Árnessýslu og stefnt er að því að taka húsnæðið í notkun á árinu 2026.
Slökkvistöðin verður á Þinggerði 1, sem er lóð í eigu sveitarfélagsins og staðsett við Grímstorg og við Sólheimaveginn. Áætlað er að gerður verði sérstakur samningur um afnot af húsnæðinu með möguleika á kaupum í framtíðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að stofna nefnd vegna byggingu húsnæðis fyrir slökkvistöð og að nefndina skipi Smári Bergmann Kolbeinsson sem fulltrúi sveitarstjórnar og formaður framkvæmda- og veitunefndar sem verður formaður nefndarinnar og Björn Kristinn Pálmarsson sem fulltrúi sveitarstjórnar og fulltrúi sveitarstjórnar í skipulagsnefnd. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf nefndar um byggingu húsnæðis fyrir slökkvistöð á Borg.
3. Ósk um leyfisveitingu fyrir tveimur torfærukeppnum.
Fyrir liggur beiðni frá Torfæruklúbbnum kt. 5010501-2090, dagsett 4. maí 2025 um leyfi til að halda tvö Torfærumót í sumar. Íslands og bikarmót laugardaginn 31. maí og Bikarmót laugardaginn 30. ágúst í námunum við Svínavatn. Nánar tiltekið Stangarhyl landnúmer 210787.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að keppnirnar verði haldnar.
4. Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fyrir liggur bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett 11. apríl 2025 vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu. Fyrir liggur að verið er að vinna að þessum málum fyrir hönd sveitarfélagsins innan Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og erindið því lagt fram til kynningar.
5. Ársskýrsla og opið bréf til sveitarfélaga á sambandssvæði HSK.
Lagt fram til kynningar.
6. Ársreikningur Landskerfis bókasafna hf. 2024.
Lagt fram til kynningar.
7. Ársreikningur og ársskýrsla Hjálparsveitarinnar Tintron bs. 2024.
Lagt fram til kynningar.
8. Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna reksturs veitingahúss í flokki II, A Veitingahús Öndverðarnesi, Golfklúbbur Öndverðarness ehf. fnr. 2207200.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. apríl 2025, um umsögn vegna reksturs veitingahúss í flokki II, A Veitingahús Öndverðarnesi, Golfklúbbur Öndverðarness ehf. fnr. 2207200.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II, A Veitingahús Öndverðarnesi, Golfklúbbur Öndverðarness ehf. fnr. 2207200 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
10. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 270. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:05

Skjöl

Getum við bætt efni þessarar síðu?