Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2024.
Lagður er fram til seinni umræðu ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2024.
Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2024 endurspeglar stöðugan og ábyrgan rekstur sveitarfélagsins ásamt markvissri uppbyggingu. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 188,9 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 172,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða samantekinna reikningsskila sveitarfélagsins er einnig jákvæð að fjárhæð 265,9 m.kr.og er afkoman því 67 m.kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir. Íbúafjöldi Grímsnes- og Grafningshrepps í lok árs 2023 var 539 en var 613 í lok árs 2024 íbúum hefur því fjölgað um 13,7% á árinu 2024. Stöðugildi í árslok voru 46,5. Fjárfestingar í rekstrarfjármunum árið 2024 voru nettó 447,8 m.kr. hjá A og B hluta. Veltufé frá rekstri var 391 m.kr eða 19,4 %. Framlegðarhlutfall var 19% og skuldaviðmið er 34,9% hjá A og B hluta.
Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2024 er samþykktur samhljóða og undirritaður rafrænt af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund 5. júní til að kynna ársreikninginn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:15