Fara í efni

Sveitarstjórn

596. fundur 27. júní 2025 kl. 09:00 - 09:35 Stjórnsýsluhúsinu Borg og á Teams
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla St. Kristinsdóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar UTU, 25. júní 2025.
Mál nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23 og 28 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 305. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 25. júní 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 11; Klausturhólar 3 L168960; byggingarheimild; sumarhús 2506062.
Móttekin var umsókn þann 17.06.2025 um byggingarheimild fyrir 75,8 fm sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 3 L168960 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á framlögðum aðaluppdrætti er gert grein fyrir því að stærð lóðarinnar sé 15.200 fm en samkvæmt skráningu í fasteignaskrá er lóðin skráð 10.000 fm. Að mati sveitarstjórnar er því nauðsynlegt að gera grein fyrir legu lóðarinnar með vinnslu merkjalýsingar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar og að unnin verði merkjalýsing sem tekur til afmörkunar lóðarinnar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 12; Syðri-Brú L168277; Breyta í verslun og þjónustu; Fyrirspurn 2505109.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar lóðirnar Lautarbrekku 4 og 6 og Engjabrekku 4 og 9 í landi Syðri-Brúar L168277 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að breyta lóðunum úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að breyta landnotkun stakra lóða innan skilgreinds frístundasvæðis.
Mál nr. 13; Brekkur 15 L203875; Útleiga húsa og gisting í flokki II; Deiliskipulagsbreyting 2503064.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að heimilt verði að
stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytinga sé skilyrðum aðalskipulags er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni ekki vera fullnægt.
Mál nr. 14; Stangarhylur L210787; Landbúnaðarland og efnistökusvæði E21; Fyrirspurn 2506067.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Stangarhyl L210787 í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem óskað er eftir heimild til gerðar deiliskipulags á landinu. Fyrirhugað deiliskipulag er í samræmi við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem tilgreinir hluta svæðisins sem landbúnaðarland og malarnámu (efnistökusvæði E21). Heimiluð efnistaka er allt að 150.000 m³ af efni. Innan efnistökusvæðisins er fyrirhugað að reisa 800 fm skemmu og aðstöðu fyrir færanlega steypustöð. Á landbúnaðarlandi vill eigandi m.a. reisa íbúðarhús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag fyrir landeignina Stangarhyl.
Mál nr. 15; Kiðjaberg lóð 102 L215467; Aukið nýtingarhlutfall; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting 2506066.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir Kiðjaberg lóð 102 L215467 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst aukið nýtingarhlutfall innan svæðisins, allt að 0,05 fyrir kjallara og B-rými.
Í ljósi þess að fleiri fyrirspurnir hafa borist er varðar aukið nýtingarhlutfall innan frístundasvæðisins að Kiðjabergi, mælist sveitarstjórn til þess að skilmálar deiliskipulags er varðar nýtingarhlutfall innan frístundalóða verði eftirfarandi eftir breytingu: "Aðalhús skal ekki vera stærra en 350 fm að grunnfleti, nýtingarhlutfall skal þó aldrei vera meira en 4% af stærð lóðar. Þar sem möguleiki er á kjallara getur nýtingarhlutfall lóðar orðið hærra eða allt að 5% af stærð lóðar og falla B-rými einnig þar undir. Hámarkshæð mænis frá gólfi er 6 metrar, en frá jörðu 6,5 metrar. Önnur hús á lóð hafa hámarkshæð frá gólfi 3,5 metra en frá jörðu 4,0 metra. Almennt þá skal hæð frá gólfkóta að aðliggjandi landi ekki vera meiri en 0,5 metrar. Heimild er til þess að byggja kjallara undir húsi, þar sem aðstæður gefa tilefni til, t.d. þar sem landhalli er til staðar. Heimilt er einnig að byggja geymsluhús/gestahús allt að 40 fm innan nýtingarhlutfalls ofanjarðar." Breytingin er í takt við aðalskipulagsbreytingu er varðar aukningu á nýtingarhlutfalli innan frístundasvæða sem er í yfirferð hjá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verði þessi breyting gerð þá fái málið málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt frístundahúsafélagi svæðisins og landeigendafélagi Kiðjabergs auk þess sem tillagan verði grenndarkynnt innan svæðisins.
Mál nr. 16; Hvítuborgir L218057; Vegagerð; Framkvæmdarleyfi 2506072.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvítuborgir L218057 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst veglagning innan Hvítuborga samkvæmt deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins.
Mál nr. 17; Kerið 1 L172724; Skilmálabreytingar, lóðabreytingar og breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting 2502055.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kersins 1 L172724 í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að lóð nr. 2 er felld niður og stærð og staðsetning lóða nr. 1 og 3 breytist. Einnig breytist og stækkar byggingarreitur á lóð nr. 1. Byggingarmagn á lóð nr. 1 eykst um 250 fm, úr 1.000 fm í 1.250 fm. Hámarkshæð byggingar hækkar úr 6 m í 8,5 m. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum og samantekt málsaðila á umsögnum og viðbrögðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan
uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18; A- og B-gata úr Norðurkotslandi frístundabyggð; Lega lóða og aðkoma; Deiliskipulagsbreyting 2410073.
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til A- og B-gatna frístundasvæðis í Norðurkotslandi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breytt lega lóða og byggingarreita innan svæðisins í takt við mælingar af svæðinu auk þess sem tekið er til aðkomumála á svæðinu. Málinu var synjað eftir grenndarkynningu á fundi sveitarstjórnar þann 5.2.2025 þar sem m.a. bárust athugasemdir við málið af hálfu sumarhúsafélags svæðsins. Nú hafa flestir þeir sem athugasemdir gerðu dregið sínar athugasemdir til baka þ.á.m. félag sumarhúsaeigenda á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu, þar sem fallið hefur verið frá flestum þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins við grenndarkynningu þess mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 19; Neðan-Sogsvegur 41-42; Útleiga frístundahúsa; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða við Neðan-Sogsveg 41-42A innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst heimild til að stunda stunda rekstur í formi útleigu frístundahúsa á lóðunum. Heimildin fellur undir flokk II Frístundahús í skilgreiningu reglugerðar nr. 1277/2016 er varðar veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Heimildin tekur til útleigu húsa í heild sinni en ekki til stakra herbergja. Bílastæði eru staðsett innan lóða og áætlaður hámarksfjöldi gesta er 6-8.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn áréttar að samþykkt skipulagsbreytingar eftir kynningu er háð því að engar athugasemdir berist við kynningu breytingartillögunnar.
Mál nr. 20; Miðengi Rjómabúgata L209356, Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255; Frístundabyggð í landi Miðengis og Hæðarenda; Deiliskipulag 2504092.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundahúsasvæðis í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða skipulag á landskikunum Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255. Skipulagssvæðið er í heild um 29,7 ha en þar af eru lóðir um 19,1 ha. Samtals er gert ráð fyrir 28 frístundahúsalóðum á skipulagssvæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Að mati sveitarstjórnar fellur stærð skipulagsins að skilmálum aðalskipulags er varðar að ekki séu tekin stærri svæði en 25 ha undir í skipulagi hverju sinni þar sem töluverður hluti heildar skipulagssvæðisins eru lækir, opin svæði og minjar.
Mál nr. 21; Vesturhlíð L192153; Vegarslóði og lagnakerfi; Framkvæmdaleyfi 2506078.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Vesturhlíðar L192153 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst gerð vegslóða, kaldavatnslagna, raflagna og ljósleiðaralagna ásamt nauðsynlegum stoðbúnaði á borð við dælubúnað, brunahana, vatnstanka, spennistöðvar, tengipunkta, rafmagnskassa og brunna. Umsóknin nær til framkvæmda vegna fyrirhugaðs heildarskipulags landsins eins og það er sýnt í deiliskipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykkt deiliskipulagsáætlunar eftir auglýsingu.
Mál nr. 22; Vesturbyggð á Borg; Fyrsti áfangi; Lóðarmörk og byggingarreitur; Skógartún 5, 8, 10; Deiliskipulagsbreyting 2506080.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Skógartúns 5, 8 og 10. Í breytingunni felst að Skógartún 8 stækkar um 170 fm og Skógartún 10 minnkar um 209 fm. Suðvesturmörk byggingarreits Skógartúns 5 færist til þannig að þau eru nú í 3 m fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 4 m.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 23; Umsagnarbeiðni, Skógrækt í landi Villingavatns í Grafningi 2506083.
Lögð er fram matsáætlun til umsagnar sem tekur til skógræktar í landi Villingavatns.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun. Skógræktaráform innan jarðar Villingavatns eru háðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Skipulagslýsing vegna skilgreininga á skógræktarsvæði var samþykkt til kynningar á fundi sveitarstjórnar þann 18. júní 2025. Framkvæmdir innan svæðisins eru eftir atvikum háðar gerð deiliskipulags eða útgáfu framkvæmdaleyfa á grundvelli 4. mgr. 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 28; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-229 - 2506002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-229.
2. Minna-Mosfell L168262; Efnistökusvæði og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2412016.
Málið er lagt fram að nýju en því var frestað á 594. fundi sveitarstjórnar þann 4. júní síðastliðinn. Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til svæðis innan lands Minna-Mosfells L168262. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda fyrir uppbyggingu á tveimur landbúnaðarlóðum auk þess sem efnistökusvæði er skilgreint í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli. Athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar sem tekur til sama svæðis. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Minna-Mosfell L168262; Öldusteinstún – frístundabyggð; Deiliskipulag – 2410081.
Málið er lagt fram að nýju en því var frestað á 594. fundi sveitarstjórnar þann 4. júní síðastliðinn. Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga deiliskipulags sem tekur til hluta frístundasvæðis F82 í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða 1. áfanga af fjórum innan skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir skilgreiningu á 21 lóð í fyrsta áfanga á bilinu 7.234 – 9.949 fm að stærð. Innan hverrar lóðar er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi auk þess sem heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingareits og hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir og athugasemdir bárust við auglýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Fyrir fundinn liggur uppfært deiliskipulag sem dagsett er 20. júní 2025. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2410017.
Málið er lagt fram að nýju en því var frestað á 594. fundi sveitarstjórnar þann 4. júní síðastliðinn. Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 eftir kynningu. Með breytingunni er skilgreint efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells fyrir allt að 50.000 m3 efnistöku til eigin nota.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:35

Getum við bætt efni þessarar síðu?