Fara í efni

Sveitarstjórn

598. fundur 20. ágúst 2025 kl. 09:00 - 10:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg og á Teams
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Fjóla Steindóra Kristinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Fjóla St. Kristinsdóttir.

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Fundargerð 307. fundar skipulagsnefndar UTU, 18. ágúst 2025.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 31. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. júlí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 46. fundar Fjallskilanefndar, 11 ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 124. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 1. júlí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 125. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 14. júlí 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 246. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 12. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 624. fundar stjórnar SASS, 27. júní 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps - fyrri umræða.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn vísar samþykktinni til annarrar umræðu.
3. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi - fyrri umræða.
Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn vísar samþykktinni til annarrar umræðu.
4. Skipurit sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjóri fer yfir og kynnir niðurstöður vinnu vegna nýs skipurits fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýtt skipurit og að það taki gildi frá og með 1. nóvember 2025.
5. Staða sveitarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.
6. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 117/2025.
Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 117/2025 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að synja deiliskipulagsbreytingu vegna Brekkur 15, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara kærunni.
7. Skipun í vinnuhóp vegna Samfélagsstefnu.
Fyrir liggur að Anna María Danielsdóttir fulltrúi í vinnuhóp vegna Samfélagsstefnu hefur flutt úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Berg Guðmundsson í vinnuhóp um Samfélagsstefnu út kjörtímabilið.
8. Fallið frá fyrirhugaðri niðurfellingu héraðsvegar, Minni-Borgarvegur (3761-01).
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, dagsett 14. ágúst 2025 þar sem tilkynnt er um að fallið er frá fyrirhugaða niðurfellingu Minni-Borgarvegar (3761-01), af vegaskrá.
9. Lántökur Brunavarna Árnessýslu 2025.
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki lántökur Brunavarna Árnessýslu vegna byggingar slökkvistöðvar á Flúðum og kaupa á tankbíl, í samræmi við bókun í fundargerð vorfundar Brunavarna Árnessýslu.
Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps samþykkir sammhljóða að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Árnessýslu hjá Landsbankanum, kt. 471008-0280, í formi lánalínu að höfuðstól allt að kr. 180.000.000-, með lokagjalddaga þann 01.07.2026, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til byggingar slökkvistöðvar á Flúðum í Hrunamannahreppi og kaupa á tankbíl fyrir slökkvistöðina í Þorlákshöfn í Sveitarfélaginu Ölfusi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Fjólu Steindóru Kristinsdóttur, kt. 2702725849, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Landsbankann sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
10. Aðalfundargerð Eignarhaldsfélag Suðurlands og ársreikningur 2024.
Lögð fram til kynningar aðalfundargerð og ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurlands, 2024.
11. Styrkbeiðni - Þúfan áfangaheimili fyrir konur.
Fyrir liggur bréf frá Þúfunni áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð vegna vímuefnaröskunar, dagsett 29. júlí 2025, þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni en óskar starfseminni alls hins besta í sínum störfum.
12. Forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 & 2027-2029.
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029, sem barst með tölvupósti 3. júlí 2025.
13. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 144/2025, „Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035“.
Lagt fram til kynningar.
14. Önnur mál
a) Fundargerð 307. fundar skipulagsnefndar UTU, 18. ágúst 2025.
Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 36 og 37 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 307. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 18. ágúst 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 16; Hraunbyggð 9 L212392; Aukin byggingarheimild og breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2506108
Lögð er fram umsókn um heimild til að reisa 39,9 fm bílageymslu á lóðinni Hraunbyggð 9 L212392. Í núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar Kerhrauns, svæði E, í landi Klausturhóla er heimilt að reisa allt að 25 fm geymslu- eða gestahús.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila og frístundahúsafélag svæðisins um framsetningu skipulagsbreytinga.
Mál nr. 17; Þrastalundur L168297; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2508024.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Þrastalundar L168297 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir heimild til aðalskipulagsbreytingar þar sem hluta landsins er breytt úr opnu svæði í frístundabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að vinna málið áfram.
Mál nr. 18; Kerhraun 50 L173742; Lóðamörk og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2508028.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi sem tekur til frístundabyggðar Kerhrauns, svæði A, B og C, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að mörkum milli lóðanna Kerhrauns 49 L173741 og 50 L173742 er breytt. Kerhraun 49 stækkar í 5.535 fm úr 4.982 fm og Kerhraun 50 minnkar í 6.467 fm úr 7.190 fm. Byggingarreitum lóðanna er breytt vegna breyttra lóðarmarka auk þess sem aðkomuvegur er lengdur lítillega.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 19; Bakkahverfi L236382 (Torfastaðir); Breytt staðsetning lóða og fækkun; Deiliskipulagsbreyting – 2507060.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Bakkahverfis L236382 í landi Torfastaða. Í breytingunni felst að skilgreind er ein ný 44.492 fm frístundalóð sunnan við þegar stofnaðar lóðir við Eiríksgötu (nr 13). Á móti eru felldar niður allar fimm lóðir við Njálsgötu. Heildarfjöldi frístundalóða innan skipulagssvæðis lækkar því úr 29 lóðum í 25. Samanlögð stærð frístundalóða er óbreytt fyrir og eftir breytingu. Fallið er frá gerð Njálsgötu, staðsetning annarra gatna og opins svæðis er óbreytt. Aðrar lóðir eru óbreyttar.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða framlagðri deiliskipulagsbreytingu þar sem hún samræmist ekki skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps um stærðir lóða á frístundasvæðum.
Mál nr. 20; Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem tekur til Brúarholts II L196050 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að landbúnaðarland L2 er breytt í L3 í landinu en fyrirhugað er að byggja upp litlar landspildur til fastrar búsetu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Mál nr. 21; Neðan-Sogsvegar 41 L169422, 41A L235953, 42 L235957 og 42A L235956; Útleiga frístundahúsa; Deiliskipulagsbreyting – 2506075
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða við Neðan-Sogsveg 41-42A innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst heimild til að stunda rekstur í formi útleigu frístundahúsa á lóðunum. Heimildin fellur undir flokk II – Frístundahús í skilgreiningu reglugerðar nr. 1277/2016 er varðar veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Heimildin tekur til útleigu húsa í heild sinni en ekki til stakra herbergja. Bílastæði eru staðsett innan lóða og áætlaður hámarksfjölda gesta er 6-8. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytinga sé skilyrðum aðalskipulags er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni ekki vera fullnægt.
Mál nr. 22; Írafossvirkjun L168922; Endurnýjun á Selfosslínu 1; Fyrirspurn – 2505092.
Lögð er fram fyrirspurn frá Landsneti sem undirbýr endurnýjun á Selfosslínu 1, sem liggur frá Ljósafossstöð að Selfossi. Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér að línan verður endurnýjuð að hluta með því að tengja hana inn á Írafossstöð í stað Ljósafossstöðvar. Breytingarnar fela í sér lagningu jarðstrengs á um 2 km leið frá Írafossstöð að mastri 8 í núverandi loftlínu. Á kafla verður núverandi loftlínuhluti línunnar tekinn niður. Jarðstrengurinn kemur hins vegar ekki fram á aðalskipulagsuppdrætti og því óskar Landsnet eftir því að strengurinn verði tekinn fyrir í breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Jafnframt liggur framkvæmdin innan deiliskipulags Írafoss- og Ljósafossvirkjunar (skipulagsnúmer 17473) og deiliskipulag frístundabyggðar í landi Syðri Brúar (skipulagsnúmer 6404). Ekki er gert ráð fyrir strengnum á þessum skipulagsuppdráttum og því þarf að gera breytingar á þessu skipulagi samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Landsnet vinni tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Selfosslínu 1 ásamt því að samhliða verði gerðar breytingar á deiliskipulagi ofangreindra skipulagssvæða.
Mál nr. 23; Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 24; Ásgarður, frístundasvæði; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2504062
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundalóða við Sólbakka innan frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu frístundahúsa innan svæðisins á grundvelli heimilda aðalskipulags. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytinga sé skilyrðum aðalskipulags er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni ekki vera fullnægt.
Mál nr. 25; Klausturhólar gjallnámur L168965; Áframhaldandi efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2506103.
Lögð er fram umsókn ásamt fylgigögnum frá Suðurtaki ehf er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis. Í umsókninni felst beiðni um efnistöku á svæði E24, Seyðishólum. Fyrirhugað er að taka um 435.000 m3 af efni úr námunni á næstu 15 árum eða um 29.000 m3 á ári að meðaltali. Efnið er til notkunar í nágrenninu ásamt því að ráðgert er að árlega verði 12.000-15.000 m3 af gjalli ætlaðir til útflutnings. Tilgangur framkvæmdaleyfis er að auki afmörkun námusvæðisins og frágangur á því að efnistöku lokinni. Vísað er til umhverfismats um fyrirætlanir leyfisumsækjanda hvað þetta varðar. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu E24 sem samþykkt var í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 02.10.2024 var fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 151/2024.
Tekið hefur verið tillit til röksemda sem úrskurður 151/2024 byggðist á. Efnismagnið hefur verið minnkað og minna magn ætlað til útflutnings auk þess sem fyrirhugað er að takmarka efnisflutninga við rúma 6 mánuði á ári, þ.e. frá 1. apríl-30. júní og 20. ágúst-31. nóvember ár hvert. Efnistökusvæðið er 4,4 ha en ekki 6,5 ha eins og gert er ráð fyrir í greinargerð með aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn setur þau skilyrði að útgáfa leyfisins verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna með sama hætti og áður og að álit Skipulagsstofnunar og umhverfismatsskýrsla framkvæmdaaðila verði lögð fram til grundvallar við kynningu málsins. Útgáfa leyfisins skal háð skilyrðum umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar þar sem m.a. er tekið er til vöktunar og mótvægisaðgerða. Þar segir að gert sé ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur verði lagður bundnu slitlagi frá námu niður að Búrfellsvegi. Efnisflutningsbílar verði með ábreiðslur við efnisflutninga og einungis verði ekið á virkum dögum að degi til og bílstjórum uppálagt að aka rólega Hólaskarðsveg og Búrfellsveg. Framkvæmdaaðili skal vakta svæðið í vondum veðrum sökum hugsanlegt gjallfoks á svæði suðvestan við námu. Ef kemur til aukins gjallfoks vegna efnisvinnslu eða flutninga skal efnisvinnsla stöðvuð og framkvæmdaaðili leggja fram áætlun um endurbætur. Allar mótvægisaðgerðir verði unnar í samráði við frístundahúsaeigendur og Skógræktina.
Mál nr. 26; Minni-Borg lóð B L198597; Breytt stærð húsa; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2507064.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Minni-Borgar lóðar B L198597 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingarheimildir á lóðum 5-26 aukast.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um uppfærð gögn er varðar málsmeðferð og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 36; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-232 – 2508001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-232.
Mál nr. 37; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-231 – 2507002F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-231.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?