Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 27. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 26. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 308. fundar skipulagsnefndar UTU, 27. ágúst 2025.
Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, og 14 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 308. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 27. ágúst 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 8; Suðurbakki 13, 15 og 17, Ásgarði; Úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2508048.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Lóðirnar Suðurbyggð 13, 15 og 17 voru innan frístundabyggðar í eldra aðalskipulagi og eru skráðar sem frístundalóðir. Í gildi er deiliskipulag fyrir frístundabyggðina frá því í mars 2005 og þar eru lóðirnar frístundalóðir. Í gildandi aðalskipulagi eru lóðirnar á landbúnaðarsvæði L2. Í breyttu skipulagi verða þær hluti af frístundabyggðinni F25. Um er að ræða leiðréttingu á landnotkun þar sem lóðirnar eru rangt skilgreindar í gildandi skipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 9; Krókur L219678 Grafningi; Breytt afmörkun Landbúnaðarlands og óbyggðs svæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2508047.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Svæðið sem breytingin nær til er land Króks L219678. Í gildandi aðalskipulagi er bæjartorfa Króks og næsta nágrenni skilgreind sem óbyggt svæði. Í eldra aðalskipulagi var svæðið skilgreint sem landbúnaðarland og þar er nú unnið að endurbyggingu íbúðarhúss. Með breytingunni er landnotkun leiðrétt og verður landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 10; Folaldaháls L236047; Þrjár nýjar borholur; Framkvæmdarleyfi – 2508038.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Folaldaháls L236047 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst borun á þremur viðbótarholum vegna gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi. Mannvirki eru risin, þrjár borholur virkar og virkjunin komin með virkjunarleyfi Umhverfis- og orkustofnunar. Holurnar þrjár hafa lokið umhverfismatsferli Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis og að málið fái málsmeðferð á grundvell 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 11, Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047.
Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum er varðar skógrækt í sveitarfélaginu auk þess sem skilmálum er varðar nýtingarhlutfall og uppbyggingu á frístundasvæðum er breytt. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum
við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 12; Klausturhólar C-Gata 9 L178793; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2508042.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Klausturhóla C-Götu 9 L178793 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á lóðinni standa tvö hús sem eru óháð hvort öðru t.d. sér aðkoma og rotþró. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að skipta lóðinni.
Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafninghrepps er ekki gert ráð fyrir að á þegar skipulögðum og byggðum frístundasvæðum sé heimilt að skipta lóðum upp nema við heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins. Forsenda skilgreiningar og þá uppskiptingar á lóðum á svæðinu er gerð deiliskipulagstillögu sem tekur til þess
Mál nr. 13; Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Aðalskipulagsbreyting - 2505090.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps innan jarðar Villingavatns L170831. Með breytingunni verður sett inn nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði á Villingavatni og heimiluð skógrækt á tæplega 1400 ha svæði. Markmið framkvæmdarinnar er að rækta skóg sem skapar timburnytjar og græðir upp raskað land.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 14; Lækjarbrekka 45 L230892; Frístundasvæði Syðri-Brúar L168277; Aukið byggingarmagn og nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting - 2507033
Lögð er fram umsókn, f.h. lóðarhafa að Lækjarbrekku 45 230892, um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja eitt frístundahús að hámarki 180 fm að stærð, í stað 150 fm, að undanskildum
yfirbyggðum veröndum, og eitt smáhýsi/geymslu að hámarki 40 fm að stærð, í stað 30 fm, en nýtingarhlutfall skuli ekki fara yfir 0,05. Umsótt breyting á nýtingarhlutfalli frístundalóða innan Syðri-Brúar er í takt við aðalskipulagsbreytingu er varðar aukningu á nýtingarhlutfalli innan frístundasvæða
sem einnig er til afgreiðslu sveitarstjórnar, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt frístundahúsafélagi svæðisins og auk þess sem tillagan verði grenndarkynnt innan svæðisins.
c) Fundargerð 126. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 14. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 334. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, 19. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Uppsögn verksamnings – Vinnuvernd.
Fyrir liggur uppsögn verksamnings dagsett 29. ágúst 2025 um trúnaðarlæknaþjónustu við Vinnuvernd, samningurinn hefur verið í gildi síðan 1. janúar 2011.Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og miðast við mánaðarmót.
Sveitarstjórn staðfestir uppsögn verksamnings og felur sveitarstjóra að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni og leggja málið fyrir að nýju þegar viðunandi lausn hefur verið fundin.
3. Erindi til sveitarstjórnar.
Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Traustadóttur, dagsett 19. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar gagnvart ágangi lausagöngu sauðfjár og hvaða úrræði teljast eðlileg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela umsjónamanni umhverfismála að svara erindinu út frá reglum og samþykktum sveitarfélagsins.
4. Vinnustofa um skráningu lögheimilis í frístundabyggð.
Fyrir liggur erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dagsett 1. júlí 2025, þar sem sveitarfélögum er boðið að taka þátt í vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð.
Sveitarstjórn fagnar erindinu og hvetur alla kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitafélaga að mæta.
5. Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2206013.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi - Efri. Athugasemdir og umsagnir bárust við auglýsingu skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt viðbrögðum og andsvörum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Starf byggðaþróunarfulltrúa.
Fyrir liggur að Lína Björg Tryggvadóttir hefur sagt upp starfi sínu sem byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu og horfið til annarra starfa.
Sveitarstjórn þakkar Línu fyrir vel unnin störf og gott samstaf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vetangi.
7. Styrkbeiðni – Félag fósturforeldra.
Fyrir liggur bréf frá Félagi fósturforeldra dagsett 26. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjónustu við fórsturforeldra.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni en óskar félaginu alls hins besta í sínum störfum.
8. Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun í máli nr. 2025/857 liggur fyrir.
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á matsáætlun Heartwood Afforested Land ehf. vegna skógræktar í landi Villingavatns. Um er að ræða tilkynningaskylda framkvæmd sem Skipulagsstofnun tók ákvörðun um, þann 14. apríl 2025 að skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Jörðin Villingavatn er 1.700 ha að stærð og er gert ráð fyrir að 1.300 ha þess lands verði nýtt til skógræktar.
9. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu í máli nr. 2025/952 liggur fyrir.
Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar hvort stækkun ION Adventure hótels á Nesjavöllum skuli háð matsskyldu. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:55.