Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Umsóknir um lóðir.
a) Borgartún 2.
Aðeins ein umsókn er um fjölbýlishúsalóðina Borgartún 2 og er henni því úthlutað til Bucs ehf.
b) Lækjartún 3.
Engar umsóknir voru um lóðina.
c) Lækjartún 4.
Engar umsóknir voru um lóðina.
d) Hraunbraut 1.
Aðeins ein umsókn er um raðhúsalóðina Hraunbraut 1 og er henni því úthlutað til KK Bygg ehf.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 309. fundar skipulagsnefndar UTU, 10. september 2025.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 33 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 309. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 10. september 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 15; Miðbraut 3 L203104; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting -2509017.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðbrautar 3 L203104 í Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 16; Torfastaðir 1 (L170828); byggingarheimild; íbúðarhús mhl 13 - breyting -2507075.
Móttekin var umsókn þann 17.07.2025 um byggingarleyfi vegna breytinga á mhl 13 íbúðarhús í farfuglaheimili á jörðinni Torfastaðir 1 (L170828) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki verði gerð krafa um grenndarkynningu vegna málsins þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 17; Biskupstungnabraut og Þingvallavegur; Hjólastígar; Aðalskipulagsbreyting - 2509014.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst gerð nýrra göngu- og hjólreiðastíga meðfram helstu vegum í sveitarfélaginu. Markmiðið er að bæta möguleika á vistvænum samgöngum, öryggi vegfarenda og heilsu íbúa og gesta, samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar þjónustu í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18; Minni-Borg L168263; Spennistöð; Deiliskipulagsbreyting – 2509012.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. Í breytingunni felst að ný lóð umhverfis spennistöð er afmörkuð og fær heitið Borgargil Spennistöð. Lóðin er 50m² og innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 10m² hús með mænishæð allt að 2,5m.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 19; Hraunbraut 5-7 L204146 og 9-11 L204145; Fjölgun íbúða; Deiliskipulagsbreyting – 2508072.
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Hraunbrautar 5-7 L204146 og Hraunbrautar 9-11 L204145 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja allt að 8 íbúðir á hvorri lóð þar sem lágmarksstærð hverrar íbúðar er 50fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 20; Kiðjaberg lóð 102 L215467; Aukið nýtingarhlutfall; Skilmálabreyting;
Deiliskipulagsbreyting – 2506066.
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, tillaga deiliskipulagsbreytingar fyrir Kiðjaberg lóð 102 L215467 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst aukið nýtingarhlutfall innan svæðisins, allt að 0,05 fyrir kjallara og B-rými. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn synjar samhljóða framlagðri breytingu á deiliskipulagi svæðisins vegna fjölda athugasemda sem bárust við grenndarkynningu.
Mál nr. 21; Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255; Frístundabyggð í landi Hæðarenda; Deiliskipulag – 2504092.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundahúsasvæðis í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða skipulag á landskikunum Hæðarendi spilda L208527 og Hæðarendi lóð L168255. Skipulagssvæðið er í heild um 29,7 ha en þar af eru lóðir um 19,1 ha. Samtals er gert ráð fyrir 28 frístundahúsalóðum á skipulagssvæðinu. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 22; Umsagnarbeiðni; Borun og prófun tilraunaholu við Kaldárhöfða – 2508093.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna tilkynningar um matsskyldu sem tekur til borunar og prófunar tilraunaholu við Kaldárhöfða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða matsskyldu sem tekur til borunar og prófuna tilraunaholu við Kaldárhöfða. Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og helstu áhrifaþáttum.
Mál nr. 23; Minna-Mosfell L168262; Mosfell L168268; Staðfesting landamerkjalínu milli jarðanna – 2508079.
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 23. september 2025, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri landamerkjalínu milli jarðanna Mosfells L168268 og Minna-Mosfells L168262. Um er að ræða landamerkjalínur milli hnitpunkta pt6-9 skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun landamerkjalínunnar samkvæmt framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 24; Klausturhólar 3 (L168960); byggingarheimild; sumarhús – 2506062.
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu umsókn um byggingarheimild fyrir 75,8 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 3 (L168960) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn mælist til þess að unnin verði merkjalýsing fyrir lóðina Klausturhóla 3. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málinu sé frestað.
Mál nr. 25; Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting - 2507019.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Brúarholt II L196050. Í breytingunni felst að landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 þar sem landeigandi hyggst byggja upp litlar landspildur ca. 1 - 1,2 ha að stærð til fastrar búsetu. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 30 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 33; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-233 - 2509001F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-233.
b) Fundargerð 127. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 14. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 11. fundar Oddvitanefndar, 4. september 2025.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Oddvitanefndin leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna að samþykkja að leggja niður stofnunina Laugaráshérað kt. 620169-5879 og að færa eignarhlut stofnunarinnar í jörðinni Laugarási til sveitarfélaganna. Jafnframt leggur oddvitanefndin til að Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, hdl. verði fengin til að vinna þetta mál áfram með nefndinni og stefnt verði á að verkefninu verði lokið áramótin 2025 – 2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja niður stofnunina Laugaráshérað kt. 620169-5879 og að færa eignarhlut stofnunarinnar í jörðinni Laugarási til sveitarfélaganna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða tillögu Oddvitanefndar að Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, hdl. verði fengin til að vinna þetta mál áfram með nefndinni og stefnt verði á að verkefninu verði lokið áramótin 2025 – 2026.
d) Fundargerð 18. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 9. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e)Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 20. júní 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2025- 2026.
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps fái heimild til að stunda nám í Kerhólsskóla skólaárið 2025 - 2026. Jafnframt liggur fyrir samþykki skrifstofu skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar um greiðslur vegna námsvistar nemandans utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina með fyrirvara um að greidd verði sú stuðningsþjónusta sem Kerhólsskóli telur að nemandinn þurfi.
4. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2025- 2026.
Lögð fram umsókn um að nemendur, systkin með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps fái heimild til að stunda nám í leikskóladeild Kerhólsskóla skólaárið 2025 - 2026.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og að um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
6. Stóra-Borg lóð 14 L218058; Hlauphólar frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2504103.
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Stóru-Borgar lóð 14 L218058, málið var áður á 593. fundi sveitarstjórnar. Í breytingunni felst að allt land upprunalandsins verði innan deiliskipulagsmarka. Við það fjölgar lóðum innan skipulagssvæðisins úr 38 í 40. Að öðru leyti gilda deiliskipulagsskilmálar í samþykktu deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Svæðið er allt í eigu sama aðila og hefur ekki verið byggt nema að litlu leyti, skilgreindar stærðir lóða eru í takt við stefnumörkun aðalskipulags um stærðir frístundalóða.
7. Þrastalundur L168297; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2508024.
Lögð er fram að nýju fyrirspurn sem tekur til Þrastalundar L168297 í Grímsnes- og Grafningshreppi, málið var áður á 598. fundi sveitarstjórnar. Óskað er eftir heimild til aðalskipulagsbreytingar þar sem hluta landsins er breytt úr opnu svæði í frístundabyggð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
8. Minnisblað - Circle of LIFE – Hringrásarhagkerfið í framkvæmd.
Lagt fram til kynningar minnisblað Steinars Sigurjónssonar dagsett 4. september 2025 með upplýsingum um styrkhæft verkefni á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps. Markmið sveitarfélagsins í verkefninu er að tryggja betri þjónustu við íbúa og frístundahúsaeigendur, efla innviði til flokkunar og endurnýtingar og stuðla að gagnsæi í upplýsingamiðlun og kostnaðarskiptingu. Þátttakan gerir sveitarfélaginu kleift að vera leiðandi í þróun hringrásarhagkerfis á landsbyggðinni.
9. Verkefnatillaga - Þróunarverkefni í gervigreind fyrir sveitarfélög í Uppsveitum Árnessýslu.
Fyrir liggur erindi frá APRÓ ehf. þar sem kynnt er þróunarverkefni fyrir sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu „APRÓ Liðsauka“ sérhæfða gervigreindarlausn sem ætlað er að auka skilvirkni og lækka rekstrarkostnað í daglegri starfsemi sveitarfélaga. Verkefnið er 3 mánaða þróunarverkefni þar sem sveitarfélög prófa gervigreindarviðmót fyrir starfsmenn. Lausnin tryggir fullt öryggi gagna og byggir á reynslu APRÓ af vöru sem er í notkun hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum. Aðskilið umhverfi er sett upp fyrir hvern og einn þátttakanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Ása Valdís Árnadóttir vék við afgreiðslu máls.
10. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga.
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
11. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta.
Fyrir liggur bréf frá Stígamótum dagsett 1. september 2025, þar sem óskað er eftir framlagi til starfseminnar árið 2026.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni en óskar samtökunum alls hins besta í sínum störfum.
12. Beiðni um framlag til starfsemi Kvennaathvarfsins.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum um Kvennaathvarfa dagsett 5. september 2025, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026 að fjárhæð 400.000 kr.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni en óskar samtökunum alls hins besta í sínum störfum.
13. Bréf frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands.
Lagt fram til kynningar.
14. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2025, „Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur mörgum spurningum enn ósvarað varðandi fyrirhugaðar breytingar á regluverki. Sveitarstjórn leggur áherslu á að þessi vinna sé í nánu samráði við sveitarfélögin, heilbrigðiseftirlitsnefndir og aðra hagaðila. Mikilvægt er að tryggja að fyrirhugaðar breytingar feli ekki í sér kostnaðarauka eða annað óhagræði fyrir sveitarfélögin.
15. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2025, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins“.
Lagt fram til kynningar.
16. Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 163/2025, „Fæðuöryggi á Íslandi. Staða og horfur - 2025“.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:55.