Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 29. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. júní 2025.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrir fundinum liggja uppfærðar reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla. Frístundaheimilið er starfandi á sama tíma og grunnskóladeildin. Daglegur opnunartími er til kl. 16:15 mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum lokar frístundaheimilið klukkan 14:00.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðar reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla.
b) Fundargerð 32. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 1. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 4. júní 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 1. verkfundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar á Borg, 2. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um hönnunarvinnu á útisvæði við Sundlaugina á Borg, 09. desember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 2. fundar vinnuhóps um hönnunarvinnu á útisvæði við Sundlaugina á Borg, 17. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um hönnunarvinnu á útisvæði við Sundlaugina á Borg, 29. ágúst 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 310. fundar skipulagsnefndar UTU, 24. september 2025.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, og 25 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram 310. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 24. september 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Mál nr. 9; Vesturhlíð L192153; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag – 2410072.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F16 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan svæðisins sem tekur til um 97 ha svæðis undir heitinu Vesturhlíð. Á svæðinu er gert ráð fyrir lóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar sem ekki hefur verið brugðist við innkomnum athugasemdum.
Mál nr. 10; Minna-Mosfell L168262; Silfrastaðir, efnisnáma; Framkvæmdaleyfi – 2508090.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Minna-Mosfells L168262. Í framkvæmdinni felst efnistaka úr námu E31. Efni úr námunni verður nýtt til vegagerðar o.fl. í landi Minna-Mosfells þ.e.a.s. á Silfrastöðum og Öldusteinstúni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Mál nr. 11; Hraunkot L168252; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2509051.
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðarinnar við Gufunessund 7 L239566 í Hraunborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,03 í 0,045.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu deiliskipulagsbreytingar. Að mati sveitarstjórnar er þó nauðsynlegt að kynna tillöguna. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að í ljósi aukningar á nýtingarhlutfalli geti tillagan ekki tekið gildi fyrr en aðalskipulagsbreyting er varðar aukið nýtingarhlutfall á frístundasvæðum, sem samþykkt hefur verið eftir auglýsingu, hefur tekið gildi. Málinu vísað til úrvinnslu málsaðila og skipulagsfulltrúa UTU.
Mál nr. 12; Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi; Vesturbyggð, 2. áfangi; Ný byggð á reit ÍB2; Deiliskipulag – 2509032.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til annars áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagssvæðið afmarkast af íbúðarbyggð í suðri og austan þess er tjaldsvæði. Mörk svæðisins til vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins en norðan svæðisins er óræktað land. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) í Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið er óbyggt og á því eru engin mannvirki. Aðkoma að svæðinu er um Skólabraut eða Borgarveg og fyrirhuguð er vegtenging að hverfinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 13; Ásgarður 2 L186425; Stækkun lands og breyting byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2509029.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin felst í að frístundalóðin Óðinsstígur 5 er felld niður og land Ásgarðs II L186425 stækkað sem því nemur. Ásgarður II er býli og í gildandi deiliskipulagi er þar tilgreint íbúðarhús en engin ákvæði eru sett fyrir það. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er því einnig að skerpa á skilgreiningu landsins sem býlis. Í gildandi aðalskipulagi er Ásgarður II innan frístundasvæðis. Með réttu á landið að tilheyra aðliggjandi landbúnaðarsvæði 2 í aðalskipulagi. Sveitarfélagið sér um að leiðrétta skilgreiningu landsins í aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og samþykkir jafnframt að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Mál nr. 14; Kvennagönguhólar 8 L212099; Raðhús; Fyrirspurn – 2509023.
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Kvennagönguhóla 6 L212097 og 8 L212099 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst hvort heimilt sé að breyta deiliskipulagi á svæðinu en fyrirhugað er að byggja 6 smáhús á lóð 6 og 3 smáhús á lóð 8. Húsin eru um 30 fm að stærð.
Að mati sveitarstjórnar samræmist fyrirspurnin ekki gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og því ekki forsendur fyrir því að taka jákvætt í erindið.
Mál nr. 15; Reykjalundur L168273; Skilgreining jarðar; Deiliskipulag – 2509020.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til Reykjalundar L168273 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á jörðinni er rekin garðyrkjustöð og stendur til að stækka starfsemina og auka framleiðslu. Samhliða verður rekin ferðaþjónusta með gistingu fyrir allt að 20 gesti. Einnig vilja eigendur búa á jörðinni og vera með húsnæði fyrir starfsfólk. Stærð skipulagssvæðis er 8 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna tillögu að deiliskipulagi þar sem að meginforsendur skipulagsins eru ekki í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Mál nr. 16; Sogsvegur 8D (L169482); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2508083.
Móttekin var umsókn þann 25.08.2025 um byggingarheimild fyrir 61,7 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Sogsvegur 8D (L169482) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 106,8 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningu á nýju efnistökusvæði er í landi Vaðness L168289 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 18; Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskiplags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. Gistingin getur verið í ýmiskonar húsum og tjöldum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Ljósafossskóla L168468 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Mál nr. 19; Brúarholt II L196050; Landbúnaðarland í L3; Aðalskipulagsbreyting – 2507019.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Brúarholt II L196050. Í breytingunni felst að landbúnaðarlandi L2 er breytt í L3 þar sem landeigandi hyggst byggja upp litlar landspildur ca. 1 – 1,2 ha að stærð til fastrar búsetu. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 30 ha.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða skipulagslýsingu og mælist til þess að hún verði auglýst til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 33; Mál nr. 25; Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-234 – 2509003F
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-234.
i) Fundargerð 87. fundar stjórnar Bergrisans, 8. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 214. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 23. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 335. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 9. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 247. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 22. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 626. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 5. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2025-2026.
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps fái heimild til að stunda nám í Kerhólsskóla skólaárið 2025 – 2026. Jafnframt liggur fyrir samþykki skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar um greiðslur vegna námsvistar nemandans utan lögheimilissveitarfélags. um greiðslur vegna námsvistar nemandans utanlögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og að um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
3. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2025-2026.
Lögð fram umsókn um að nemandi með lögheimili utan Grímsnes- og Grafningshrepps fái heimild til að stunda nám í Kerhólsskóla skólaárið 2025 - 2026. Jafnframt liggur fyrir samþykki skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar um greiðslur vegna námsvistar nemandans utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og að um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
4. Bygging húsnæðis fyrir slökkvistöð á Borg.
Lagt er fram stofnskjal um byggingu húsnæðis slökkvistöðvar á Borg. Bakhjarl verkefnisins er Grímsnes- og Grafningshreppur sem er byggingaraðili og eigandi verks. Bakhjarl skal tryggja að verkefnið samrýmist stefnum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur skipað nefnd vegna byggingu slökkvistöðvar og er nefndinni ætlað að vinna að uppbyggingu slökkvistöðvar í samstarfi við sveitarstjórn. Nefndin starfar þar til slökkvistöð hefur risið og verið afhent Brunavörnum Árnessýslu. Formaður nefndar er Smári Bergmann Kolbeinsson. Stofnskjalið er yfirlit yfir verkefnið og felur í sér verkefnalýsingu og er undirritað af Grímsnes- og Grafningshreppi, Brunavörnum Árnessýslu og Hjálparsveitinni Tintron.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnskjalið og felur Fjólu Steindóru Kristinsdóttur að undirrita skjalið fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn fagnar því að vinna sé hafin og telur að full ástæða sé til að óska viðbragðsaðilum og íbúum í til hamingju með að framkvæmdir við slökkvistöð á Borg skuli nú vera í augsýn.
5. Borgargil 8.
Á 594. fundi sveitarstjórnar þann 4. júní 2025 var tekin fyrir umsókn frá Nýtt Verk ehf. kt: 530824-0120 um lóðina Borgargil 8 á athafnasvæði sveitarfélagsins við Sólheimaveg. Fyrir fundinum liggur erindi frá umsækjanda þar sem viðkomandi óskar eftir að skila lóðinni. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
6. Vöktun Þingvallavatns árið 2025.
Fyrir liggur endurskoðuð og uppfærð áætlun Hafrannsóknarstofnunar um vöktun Þingvallavatns fyrir árið 2025. Áætlunin er gerð á grundvelli samnings Landsvirkjunar, Orku Náttúrunnar, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um vöktun á vistkerfum Þingvallavatns sem gildir til loka árs 2027. Lagt fram til kynningar.
7. Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.
Lagt fram til kynningar.
8. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025.
Lagt fram til kynningarbréf með upplýsingum um ársfund Jöfnunasjóðs sveitarfélaga 2025.
9. Þátttaka í stefnumótunarvinnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til ársins 2030.
Fyrir liggur erindi frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dagsett 16. september 2025, þar sem sveitarfélögum á starfssvæðinu og öðrum hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram ábendingar og hugmyndir í stefnumótunarvinnu fyrir HSU.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar því til skoðunar hjá fagaðilum sveitarfélagsins, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025 - „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita og Fjólu Steindóru Kristinsdóttur sveitarstjóra að vinna umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og skila inn.
11. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 178/2025 „Áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun vegna vindorku og verndarflokks áætlunarinnar“.
Lagt fram til kynningar.
12. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál.
Lagt fram til kynningar.
13. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 102. mál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita og Fjólu Steindóru Kristinsdóttur sveitarstjórasveiarstjóra að vinna umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og skila inn.
14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.
Lagt fram til kynningar.
15. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera, 71. mál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Ásu Valdísi Árnadóttur oddvita og Fjólu Steindóru Kristinsdóttur sveitarstjórasveiarstjóra að vinna umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og skila inn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:35.