Fara í efni

Sveitarstjórn

319. fundur 06. mars 2013 kl. 09:30 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. febrúar 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. febrúar 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     56. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 28. febrúar 2013.

Mál nr. 1, 5, 6, 9, 10, 11, 18, 19, 20, 21 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 56. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 28. febrúar 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Fyrirspurn_Hagavík – vegagerð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felst ekki á fyrirhugaða vegagerð eins og henni er lýst í innkomnu erindi nema að uppfylltum skilyrðum skipulags- og byggingarnefndar.

Mál nr. 5: Fyrirspurn_Norðurkot B-gata 12

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir ekki að byggt verði nær lóðarmörkun en núverandi byggingarreitur gerir ráð fyrir.

Mál nr. 6: Seyðishólar – loftnetsstaur

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir að loftnetsstaur verði endurnýjaður.

Mál nr. 9: Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. janúar til 27. febrúar 2013.

Mál nr. 10: Ásabraut 46

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við byggingu frístundahúss á lóðinni en getur ekki fallist á rekstur gistiheimilis eins og teikningar bera með sér. 

 
Mál nr. 11: Litli-Háls - gisting

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir erindið skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 18: Dsk Lyngbær

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir deiliskipulag Lyngbæjar að nýju með breytingum og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 19: Kerhóll – útivistarsvæði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar um tillöguna.

Mál nr. 20: LB_Þórisstaðir lnr. 168293 – ný 2.445 fm lóð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir stofnun lóðarinnar skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 21: Reykjalundur  - deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna óbreytta. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 22: Vaðnes – Breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og hafnar beiðni um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vaðness með vísun í rökstuðning nefndarinnar.  

 
b)    Fundargerð 1. fundar fagráðs Brunavarna Árnessýslu, 20. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.       Samþykktir fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.
Fyrir liggur ný samþykkt fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samþykkt.

 
4.       Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 15. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 18. febrúar 2013 þar sem tilgreint er að  aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 15. mars 2013. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
5.       Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg um samþykkt Sveitarfélagsins Árborgar um eflingu skólastarfs og úrsögn úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dagsett 28. febrúar 2013 þar sem sagt er frá því að á 38. fundi bæjarstjórnar Árborgar er samþykkt tillaga frá fræðslunefnd um að segja sig úr byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Suðurlands. Í bréfinu er einnig lögð áhersla á að þrátt fyrir fyrirhugaða breytingu á formgerð sérfræðiþjónustu skóla í Árborg er áhugi á því að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög í skólamálum en undir nýjum formerkjum eins og til dæmis með því að selja þeim sveitarfélögum sem áhuga hafa þjónustu með einföldum samningi um kaup á einstaka þjónustuþáttum. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þakkar fyrir „samstarfsvilja“ Árborgar en mun leita annarra leiða til að uppfylla skyldur sínar er snúa að sérfræðiþjónustu í skólamálum.

 
6.       Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um ráðstefnuna „Menningarlandið 2013“ á Kirkjubæjarklaustri dagana 11. og 12. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 18. febrúar 2013 þar sem fram kemur að ráðstefnan Menningarlandið 2013 – framkvæmd og framtíð menningarsamninga verður haldin á Kirkjubæjarklaustri dagana 11. og 12. apríl n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.       Bréf frá Innanríkisráðuneyti um Samgönguáætlun 2011-2022 ásamt kynningarriti um samgönguáætlunina.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 19. febrúar 2013 þar sem sagt er frá kynningarriti um Samgönguáætlun 2011 – 2022. Einnig er vakin athygli á ráðstefnu um samgöngumál sem haldin verður í Reykjavík þann 20. mars n.k. Bréfið lagt fram til kynningar ásamt samgönguáætlun 2011-2022 .

 
8.       Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um eftirlit með fjölda skóladaga.
Fyrir liggur svarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 8. febrúar 2013 um eftirlit með fjölda skóladaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.       Beiðni um styrk frá Einstökum börnum, stuðningsfélagi, til úrbóta og uppbyggingar fyrir börn og ungmenni félagsins.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Einstökum börnum, stuðningsfélagi, til úrbóta og uppbyggingar fyrir börn og ungmenni félagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
10.    Bréf frá forsvarsmönnum Liðsstyrks um sameiginlegt atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum Liðsstyrks, dagsett 25. febrúar 2013 um sameiginlegt atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Innanríkisráðuneyti um að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga muni falla niður á árinu 2013 skv. breytingu á III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 15. febrúar 2013 um að allar greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga muni falla niður á árinu 2013 skv. breytingu á III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum. Sveitarstjórn vísar erindinu til Óskars Sigurðssonar hrl. lögmanns. 


12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga, 541. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
13.    Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál. 
Frumvarpið lagt fram.

 
14.    Sala á eignum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi að auglýsa golfvöllinn að Minni-Borg, leikskólahúsnæðið og Borgarbraut 24 til sölu.

 

Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 146. stjórnarfundar 15.02 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 147. stjórnarfundar 27.02 2013.
Íþróttafélagið Gnýr, ársskýrsla 2012.
Bréf frá Velferðarvaktinni, dagsett 20. febrúar 2013  þar sem sveitarfélögin er hvött til að setja sér fjölskyldustefnu og áætlun um framkvæmd hennar.
Bréf frá Umferðarstofu, dagsett 15. febrúar 2013  þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót.
Bréf frá UMFÍ um ráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ 2013.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?