Fara í efni

Sveitarstjórn

325. fundur 22. maí 2013 kl. 09:00 - 09:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gunnar Þorgeirsson

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     Fundargerð 3. fundar stjórnar sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða, 24. apríl 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
b)    Fundargerð 4. fundar stjórnar sameiginlegs þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða, 10. maí 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
3.       Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. sem haldinn verður 28. maí n.k. í Reykjavík. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinn og Hörður Óli Guðmundsson til vara.

 
4.       Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt skýrslu um starfsemi þess og ársreikningi fyrir árið 2012.
Fyrir liggur bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dagsett 21. apríl 2013 ásamt skýrslu um starfsemi þess og reikningi fyrir árið 2012. Lagt fram til kynningar.

 
5.       Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er breytt verklag stofnunarinnar við skráningu skipulagsfulltrúa og þeirra sem sinna skipulagsgerð.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 8. maí 2013 þar sem tilkynnt er breytt verklag stofnunarinnar við skráningu skipulagsfulltrúa og þeirra sem sinna skipulagsgerð. Bréfið lagt fram.

 
6.       Afrit af bréfi til byggingarfulltrúa frá Bergi Þorra Benjamínssyni vegna athugasemda með aðgengi fyrir fatlaða í Hótel ION við Nesjavelli.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Bergi Þorra Benjamínssyni., dagsett 13. maí 2013 vegna athugasemda með aðgengi fyrir fatlaða í Hótel ION við Nesjavelli. Bréfið lagt fram.

 
7.       Bréf frá Söngkór Miðdalskirkju þar sem þakkað er fyrir fjárstyrk vegna 60 ára afmælis kórsins.
Fyrir liggur bréf frá Söngkór Miðdalskirkju þar sem þakkað er fyrir fjárstyrk vegna 60 ára afmælis kórsins. Bréfið lagt fram.

 
8.       Bréf frá Innanríkisráðuneyti þar sem áréttað er með skil sveitarfélaga á ársreikningi til Hagstofu Íslands.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 7. maí 2013 þar sem áréttað er með skil sveitarfélaga á ársreikningi til Hagstofu Íslands. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.       Tölvupóstur frá Umboðsmanni barna þar sem óskað er eftir upplýsingum um ungmennaráð í sveitarfélaginu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Umboðsmanni barna þar sem óskað er eftir upplýsingum um ungmennaráð í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að veita umbeðnar upplýsingar.

 
10.    Nafnasamkeppni um hringtorgið á Biskupstungnabraut við Borg. Samþykkt að efna til nafnasamkeppni meðal íbúa um nafn á hringtorgið á Biskupstungnabraut. Oddvita falið að fylgja málinu eftir.

 
11.    Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., ársreikningur og ársskýrsla 2012.
Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 6. maí s.l. var afgreiðslu á ársreikningi Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. frestað vegna misritunar í ársreikningi. Fyrir liggur leiðréttur ársreikningur. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi ársreikning.

 
Til kynningar
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. maí 2013 þar sem kynnt er nám á meistarastigi um stjórnun í opinberum rekstri ásamt bæklingi sem liggur frammi á fundinum.
Bréf frá ÍSÍ, dagsett 3. maí 2013 vegna 71. Íþróttaþings ÍSÍ.
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ársskýrsla 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, tölfræði 2011.
-liggur frammi á fundinum-
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, fréttablað 1. tbl. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Orkuveita Reykjavíkur, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Orkuveita Reykjavíkur, umhverfisskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Fræðslunet Suðurlands, ársskýrsla 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Fræðslunet Suðurlands, ársreikningur 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 9.50.

 

Getum við bætt efni síðunnar?