Fara í efni

Sveitarstjórn

328. fundur 03. júlí 2013 kl. 09:00 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Oddviti leitar afbrigða.
a)     Kauptilboð í Móaflöt 2-11.
b)     Fundargerð 6. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. júní 2013.
c)     Fundargerð 7. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. júní 2013.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. júní 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. júní 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     60. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 27. júlí 2013.

Mál nr. 2, 3, 5, 12, 22, 23, 24 og 36 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 60. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 27. júlí 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Stöðuleyfi_Kerið – aðstöðuhús

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi við Kerið en tekur ekki afstöðu til gjaldtöku á svæðið.

Mál nr. 3: Frkvl. Stangarlækur 1

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir ekki að aðalskipulagi verði breytt á þann veg að gert verði ráð fyrir annarri efnistöku á svæðinu en til eigin nota.

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 25. maí til 26. júní 2013.

 

 
Mál nr. 12: Grófarhöfði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr.22: Dsk Stærribær_Grófarhöfði

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Grófarhöfði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr.23: Dskbr. Búrfell I svæði 1 og 2

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Búrfells 1, svæði 1 og 2, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr.24: Kiðjaberg lóð 81

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að að breyta deiliskipulagi lóðar nr. 81 í landi Kiðjabergs skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

Mál nr. 31: Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnalýsingu.

Mál nr. 36: Svæðisskipulag

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa sérstakan fund skipulagsnefndar um svæðisskipulagsgerð eftir miðjan ágúst.

 
b)    Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   19. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
c)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   26. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kiðjabergi 77, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kiðjabergi 77, Grímsnes- og Grafnignshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
4.   Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir lykiltölum úr aðalskipulagi.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 13. júní 2013 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið yfirfari meðfylgjandi gögn úr aðalskipulagi og sendi til stofnunarinnar. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

 5.   Hólaskarðsvegur.
Fyrir liggja drög að samningi um vegbætur á Hólaskarðsvegi, milli sveitarfélagsins og sumarhúsafélaganna á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning að sínum hlut.


 
6.   Erindi frá Momentum, greiðslu- og innheimtuþjónustu.
Fyrir liggur tilboð frá Momentum í greiðslu- og innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
7.   Önnur mál

a)     Kauptilboð í Móaflöt 2-11.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi gagntilboð sem gildir til 20. júlí n.k. á grundvelli tilboðs sem tekið var fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 5. júní s.l.

 
b)    Fundargerð 6. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 7. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
Til kynningar
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 148. stjórnarfundar 28.06 2013.
Veiðifélag Árnesinga. Fundargerð aðalfundar 23.04 2013.
Börn með krabbamein, tímarit Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna 1. tbl. 19. árg. 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?