Fara í efni

Ungmennaráð

1. fundur 22. september 2016 kl. 19:00 - 20:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Aron Þormar Lárusson
  • Harpa Rós Jónsdóttir
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • Kristín Lilja Birgisdóttir
  • Kristín Urður Harðardóttir
  • Sveinn Bergsson
  • ásamt starfsmanni sveitarfélagsins Gerði Dýrfjörð.
Gerður Dýrfjörð

1.        Samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.

Farið var yfir Samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps og hlutverk fulltrúa. Ákveðið var að fresta kosningu formanns og varaformanns samkvæmt gr.8 þar til síðar þegar fulltrúar hafa áttað sig betur á hlutverki sínu.

 2.        Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi.

Starfsmaður lagði fyrir boð á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem haldin skal í Hvolnum Hvolsvelli 29. – 30. september. Fulltrúar kynntu sér dagskrá og ákveðið var að Harpa Rós , Kristín Urður, Kristberg, Jónína Guðný, Kristín Lilja færu sem fulltrúar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps á ráðstefnuna.

Getum við bætt efni síðunnar?