Fara í efni

Ungmennaráð

10. fundur 11. október 2018 kl. 18:00 - 19:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Kristín Urður Harðardóttir
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
  • Gerður Dýrfjörð
Helga Laufey Rúnarsdóttir

1.      Kristrún Urður sagði frá ráðstefnunni Ung fólk og lýðræði.

Kristrún Urður fór á Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem fram fór á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnesi dagana 21.–23. mars. Með ráðstefnunni er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. 

 2.      Boð á ráðstefnuna Umferðaöryggi – okkar mál.

Gerður lagði fram bréf með boði um þátttöku á ráðstefnu um umferðaröryggi. Ungmennaráð Grindavíkur stendur fyrir ráðstefnunni sem haldin skal 8. – 9. nóvember. Kristberg og Guðmundur Björgvin ætla að fara sem fulltrúar ungmennarás Grímsnes- og Grafningshrepps.

 3.      Jón Marteinn sagði frá haustfundi ungmennarás SASS.

Jón Marteinn fór sem fulltrúi ungmennarás Grímsnes- og Grafningshrepps á haustfund SASS. Jón sagði frá málefnum sem þar voru tekin fyrir. Jón Marteinn bauð sig fram til formanns ungmennaráðs SASS og hlaut kosningu.

 4.      Lögð fram kostnaðarúttekt við aukna opnun í félagsmiðstöðinni Zetor.

Ungmennaráð hafði lagt fram tillögu um aukna opnun í félagsmiðstöðinni Zetor á fundi með sveitarstjórn þann 4. apríl s.l. Samþykkt var þar að starfsmaður ráðsins skildi gera úttekt á kostnaði við aukna opnun.

 Kostnaður við að auka opnun í félagsmiðstöðinni Zetor

   Opið er nú einu sinni í viku frá kl 19:30 - 22:00

Miðað er við að auka opnun um 2,5 tíma á viku en laun miðast við 3 tíma

Miðað er við að tvo starfsmenn á vakt.

fj. tíma

launog launatengd gj.

fjöldi starfsmanna

samtals á viku

vikur

Samtals

3

5.500   

2

33.000   

40

1.320.000   

  5.      Skoðanakönnun á opnunartíma í félagsmiðstöð.

Ákveðið var að Helga Laufey og Guðmundur myndu gera óformlega skoðunarkönnun um opnun félagsmiðstöðvarinnar á facebooksíðu félagsmiðstöðvarinnar fyrir næsta fund.

  

Getum við bætt efni síðunnar?