Fara í efni

Ungmennaráð

12. fundur 18. febrúar 2019 kl. 17:00 - 19:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
  • Jón Marteinn Arngrímsson
  • Kristberg Ævar Jósepsson
  • Kristrún Urður Harðardóttir
  • Sveinn Bergsson
  • Gerður Dýrfjörð starfsmaður ráðsins
Gerður Dýrfjörð

1.      Umsögn frá Ungmennaráði Grímsnes- og Grafningshrepps á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Að beiðni sveitastjórnar veitir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps eftirfarandi umsögn.

Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps styður frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaraldur).

Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps telur nauðsynlegt að með lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum sé fræðsla til barna um stjórnmál og lýðræðisþátttöku aukin til muna, enda er aðgengi að upplýsingum forsenda fyrir því að geta tekið upplýsta ákvörðun.

Ungmennaráðið telur að sveitastjórnastigið sé kjörið fyrsta skref í því að efla lýðræðisþátttöku ungs fólks, þar sem það annast mikið af þeim verkefnum sem koma ungu fólki sérstaklega við í nærumhverfinu.

 2.      Beiðni um styrk vegna dagskrár í Vetrarfríi grunnskólans.

Ungmennaráð mun taka þátt í skipulagningu og framkvæmd dagskrár í vetrarfríi grunnskólans í samvinnu við tómstunda- og félagsmálafulltrúa. Verið er að skipuleggja ferð fyrir börn og fullorðna í Bláfjöll líkt og gert hefur verið undanfarin ár, til vara (ef lokað er í Bláfjöllum)  er verið að skipuleggja ferð á skauta til Reykjavíkur.

            Sótt er um styrk fyrir rútu til ferðarinnar.

 3.      Málefni sem taka á fyrir á sveitarstjórnarfundi 6. mars 2019.

Málefni sem fulltrúar munu taka upp á fundi með sveitastjórn þann 6. mars 2019.

Aukin opnun í félagsmiðstöð og frístundastrætó – Helga Laufey og Guðmundur Björgvin

Rástefna ungmennaráða uppsveita  - Kristrún Urður

Hækkun á tómstundastyrk og/ eða breyting á forsendum fyrir styrkveitingu.  Kristrún Urður

Getum við bætt efni síðunnar?