Fara í efni

Ungmennaráð

16. fundur 21. janúar 2021 kl. 17:00 - 19:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir
  • Matthías Fossberg Matthíasson
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
  • Viðar Gauti Jónsson
  • Gerður Dýrfjörð starfsmaður ráðsins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gerður Dýrfjörð.

1.      Nýtt ungmennaráð og samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.

Nýir fulltrúar boðnir velkomnir og farið farið yfir samþykkt ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps.

2.      Hugmyndir að dagskrá í vetrarfrí grunnskóla.

Ungmennaráð ræddi hugmyndir að uppákomum fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskólans. Eftirfarandi tillaga var síðan send til sveitastjórnar.

Eftirfarandi tillaga var send til sveitarstjórnar: Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps leggur til að sveitarfélagið greiði niður lyftukort í Bláfjöllum fyrir fjölskyldur sveitarfélagsins, til vara fyrir öll börn á aldrinum 6 – 18 ára.

Skíðaferð

Ungmennaráð vonast til að hægt verði að fara í skíðaferð í vetarfríi skólans sem er 21. og 22. febrúar 2021.

Ráðið sækir um að sveitarstjórn greiði niður dagskort í lyftur fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, til vara öll börn á aldrinum 6 – 18 ára sem búa í sveitarfélaginu.

Fólk sér um að koma sér sjálft á svæðið og greiðir sjálft fyrir leigu á búnaði ef þess gerist þörf.

Sóttvarnareglur eru í Bláfjöllum og því tekið á móti færra fólki en venja er og erfitt getur verið að komast að á þeim dögum sem vetrarleyfið er í skólanum. Það mætti því hugsa sér að láta niðurgreiðsluna gilda lengur en þá tilteknu daga.

Getum við bætt efni síðunnar?