Fara í efni

Ungmennaráð

17. fundur 08. mars 2021 kl. 17:00 - 20:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir
  • Matthías Fossberg Matthíasson
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
  • Viðar Gauti Jónsson
  • Gerður Dýrfjörð starfsmaður ráðsins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gerður Dýrfjörð.

1.  Umsögn til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Eftirfarandi umsögn var send. Umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Kosningaaldur ætti að fylgja sjálfræðisaldri, þá getur fólk tekið ábyrgð á gjörðum sínum og afleiðingum þess sem þeir kusu.

Engu að síður þarf að auka fræðslu á sviði lýðræðis- og samfélagslegrar virkni á öllum skólastigum, styðja við grasrótarstarf ungmenna þar sem þau reyna að hafa áhrif á samfélagið á sínum eigin forsendum, og tryggja að börn og ungmenni fái viðeigandi fræðslu um þátttöku í kosningum.

Það er einstaklega mikilvægt að kennslu/fræðsluefni sé sett fram á áhugaverðan og skapandi hátt sem hentar þroska og aldri.

Ungmennaráð koma skoðunum sínum í farveg í gegnum ungmennaráð, styrkja þarf starf ungmennaráðana í sveitarfélögum.

2. Tillögur til sveitastjórnar.

Rædd voru málefni sem ungmennaráð vill taka upp með sveitastjórn en ráðið fer á fund með sveitarstjórn 17. mars 2021.

 Ákveðið var að vinna áfram með þrjár tillögur.

 1.  Opnun á íþróttahúsi fyrir unglinga.

2.  Lengri opnunartími í félagsmiðstöð.

3.  Frístundastrætó.

Getum við bætt efni síðunnar?