Fara í efni

Ungmennaráð

19. fundur 04. október 2021 kl. 17:30 - 18:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir
  • Viðar Gauti Jónsson
  • Matthías Fossberg Matthíasson
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður ráðsins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir

1.        Velkomin á fundinn

Farið yfir hlutverk ráðsins, enginn nýr í ráðinu þetta árið.

Ekki vilji til að kjósa formann í ráðinu, það hefur ekki verið gert áður

2.        Ungmennaráð SASS

       Helga Laufey hefur verið skipuð aðalmaður í ungmennaráð SASS fyrir GOGG og Gunnar Birkir til vara.

3.        Tilnefning í stýrihóp heilsueflandi samfélags

Gunnar Birkir óskaði eftir því að hætta í hópnum og Daníel Arnar fluttur úr sveitarfélaginu. Ísold Assa og Ásdís Rún verða fulltrúar ungmennaráðs í stýrihópnum.

4.        Umræður um hvernig megi gera sveitarfélagið betra

a.      Farið yfir nýtt deiliskipulag af Borg. Tillögur að afþreyingu á því svæði: Leikvöllur, skeitpark, ærslabelgur og Skólahreystibraut.

Fundarmenn voru almennt hrifnir af þessari breytingu á deiliskipulagi.

b.      Aðrar óskir um breytinagar fleiri heitir pottar, stærra gufubað, stærri rennibraut, allir bekkir í kennslustofum í skólanum og svo skautahöll.

5.      Önnur mál

a.       Spurt um tómstundastyrk og hvernig hann virkar

b.      Nemendur í grunnskóla óska eftir því að íþrótta- og sundtímar séu í lok dags hjá unglingunum

c.       Kvartað undan kennslurými unglinganna sem er í miðrými skólans

d.      Spurt um matseðilinn

                                      i.      Sumum finnst of oft fiskur

                                   ii.      Vilja sultu með vissum mat

                                 iii.      Vilja frekar steiktar kartöflur en soðnar

                                  iv.      Starfsmaðurinn ræddi um að farið sé eftir leiðbeiningum frá landlæknisembættinu varðandi mat í skólum þegar gerður en matseðill.

Getum við bætt efni síðunnar?