Fara í efni

Ungmennaráð

20. fundur 28. febrúar 2022 kl. 16:30 - 17:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
 • Helga Laufey Rúnarsdóttir
 • Gunnar Birkir Sigurðsson
 • Guðmundur Björgvin Guðmundsson
 • Ísold Assa Guðmundsdóttir
 • Viðar Gauti Jónsson
 • Matthías Fossberg Matthíasson
 • Ásdís Rún Grímsdóttir
 • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
 • Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður ráðsins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir.
 1. Síðasta fundargerð lesin og undirrituð.

 1. Vetrarfrí og viðburðir sem ungmennaráð stendur fyrir.

Sveitarstjórn vill gjarnan styrkja viðburði sem ungmennaráð stendur fyrir í stað þess að bjóða upp á eitthvað í vetrarfríum. Efnið rætt og ýmsar hugmyndir að viðburðum en engin niðurstaða. Verður tekið upp á næsta fundi.

 1. Samfélagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Guðrún Ása kynnti samfélagsstefnuna og hún rædd.

 1. Innleiðing heimsmarkmiða.

Guðrún Ása sagði frá því að vinna við innleiðingu heimsmarkmiðanna væri hafin og kynnti hvernig sú vinna færi fram. Óskað var eftir meiri upplýsingum um þessa vinnu sem verða veittar á næsta fundi.

 1. Félagsmiðstöðin og annað félagsstarf fyrir ungmenni í sveitarfélaginu
 1. Rætt um félagsmiðstöðina sem er unglingar sækja ekki mikið í, engin sérstök ástæða fyrir lítilli aðsókn en þeim finnst að það mætti vera meira skipulagt starf.
 2. Rætt um aðra möguleika í félagsstarfi fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Rætt um hvað er í boði en lítið um hugmyndir hverju mætti bæta við.

 1. Sveitarstjórnarfundur

Ákveðið að fá að koma inn á sveitarstjórnarfund þann 6. apríl og að halda annan ungmennaráðsfund þann 21. mars til að undirbúa það.

 1. Önnur mál

Engin önnur mál

Getum við bætt efni síðunnar?