Fara í efni

Ungmennaráð

22. fundur 09. maí 2022 kl. 16:30 - 19:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Helga Laufey Rúnarsdóttir
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Katla Rún Jónsdóttir
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir
  • Matthías Fossberg Matthíasson
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir starfsmaður ráðsins
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir.

1. Fundargerðir síðustu funda yfirfarnar og undirritaðar
Farið yfir hvar mál sem farið var með fyrir sveitarstjórn standa.

2. Rætt um viðburði sem ungmennaráð getur staðið fyrir
a.   Hugmynd um að vera með félagsvist í haust.
b.   Ákveðið að vera með Spilakvöld með spilavinum 7. júní.
       i. G. Ása kannar verð hjá spilavinum, bókar og setur upplýsingar inn á heimasíðu
       sveitarfélagsins.
       ii. Helga Laufey býr til auglýsingu þegar allt er komið á hreint.
       iii. Þarf að búa til Facebook viðburð og bjóða fólki.
c.   Vilja vera með í skipulagi ferðar sem bekkjafulltrúar eru að skipuleggja í skólanum og
      bjóða ungmennum að koma með í ferðina. Spurning um að skipta hópnum í tvennt, ca. eftir
      aldri. G. Ása talar við Veigu um skipulag á ferðinni.
      i. Hugmyndir ungmennaráðs eru: skautar, keila, Adrenalíngarðurinn, Go kart og
      paintball

3. Helga Laufey sagði frá málefnum frá ungmennaráði Suðurlands
a.   Jafningjafræðsla er mikilvæg og hefur verið hér í sveitarfélaginu undanfarin ár.
b.   Lífsleikni og samfélagsfræði eru mikilvæg fög, Ungmennaráð Suðurlands hvetur til þess að
      kennd sé lífsleikni í öllum skólum.
c.   Mikilvæg utanaðkomandi fræðsla, t.d. kynfræðsla og fjármálafræðsla
d.   Atvinnumál eru ekki góð á Suðurlandi
e.   Fundurinn var aðeins of seint til að næðist að fara yfir það hvernig ungt fólk getur haft
      áhrif á kosningar en ætti að hafa í huga fyrir næstu kosningar.
 
f.   Spurt hvort að það sé eitthvað sem ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps vill koma
     á framfæri til ungmennaráð suðurlands þar sem að ráðið sé að skipuleggja ráðstefnu.
     i. Beina því til sveitarfélaga að þegar íþróttahús eru notuð undir árshátíðir og aðra
     viðburði að þá sé þrifið áður en börn mæta á svæðið þannig að þau þurfi ekki að ganga
     í gegnum sígarettustubba,,nikótínpúða og brotnar flöskur þegar þau mæta á æfingar.
    ii. Óska eftir fleiri sameiginlegum viðburðum á Suðurlandi – hefur mikið fallið niður
      vegna Covid.
4. Ungmennaráð vill funda næst í byrjun september til að byrja starfið fyrr á haustin, þeim
finnst seint að byrja í október

Getum við bætt efni síðunnar?