Fara í efni

Ungmennaráð

25. fundur 13. mars 2023 kl. 17:30 - 18:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Helga Laufey
  • Gunnar Birkir Sigurðsson
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir
  • Árni Tómas Ingólfsson
  • Sigurður Thomsens
Fundargerð var færð í tölvu og hana ritaði Guðrún Ása Kristleifsdóttir

1. Erindi frá atvinnumálanefnd og Ásborgu
Kostir og gallar við að búa í uppsveitunum: erfitt að komast á milli staða, lélegar almenningssamgöngur, góður skóli, umhverfið er ekki yfirþyrmandi, gott samfélag, langt á milli staða og langt í þjónustu, náið samfélag þar sem allir þekkjast.
Styrkleikar: Sumt er hægt að gera hér sem ekki er hægt annars staðar, vel greitt fyrir vinnu unglinga sum staðar, frekar hægt að fá vinnu fyrir unglinga.
Veikleikar: lítil fjölbreytni í störfum miðað við aðra staði, lítil tækifæri fyrir unglinga.
Áskoranir: að komast á vinnustað ef langt að fara.
Tækifæri: aðra rennibraut í sundlaugina til að trekkja fleiri að.
2. Heimsmarkmiðin
Gildi: Gleði, gaman, gjafmildi, glens, grín, jákvæðni, hjálpsemi.
Framtíðarsýn:
Höfuðborg Íslands
Meiri afþreying
Betri rækt
Frísbígolfvölllur
Betri verslun
Betri samgöngur á milli staða
Að sveitarfélagið bjóði upp á þá þjónustu og afþreyingu sem íbúar þurfa þannig að þeir þurfi ekki að leita annað
3. Erindi fyrir sveitarstjórn
Frísbígolf – gera völl á Borg
Ræktin – opnunartími / aldurstakmörk
Samgöngur – vantar fleiri strætóskýli, frístundastrætó
4. Önnur mál
Unglingastig Kerhólsskóla óskar eftir því að sveitarstjórn styrki ferðasjóðinn með því að kaupa páskaegg í vinninga fyrir páskabingó sem verður sunnudaginn 26. mars.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?