Fara í efni

Ungmennaráð

31. fundur 05. mars 2025 kl. 19:15 - 20:50 Félagsheimilinu að Borg
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Karólína Waagfjörð
  • Stormur Leó Guðmundsson
  • Kjartan Guðjónsson
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
  • Sigurður Thomsen
  • Benóný Þorsteinn Rögnvaldsson
  • Ísold Assa Guðmundsdóttir kom sem gestur
  • Fjarverandi var: Matthías Fossberg Matthíasson og Ísold Assa kom í hans stað
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Óttar Guðlaugsson

1. Mál – Fundargerð síðasta fundar yfirfarin

Fundargerð síðasta fundar nefndarinnar, dags. 12. feb. 25, lögð fram til yfirferðar. Fundargerðin var yfirfarin og samþykkt samhljóða

 2. Mál. – Heimsókn frá Guðmundu Bergsdóttur.

 

Bókun: Í tilefni heimsóknar Guðmundu Bergsdóttur, forstöðumanni félagsmiðstöðvar og unmennráðs Árborgar, var ákveðið að leggja fundadagskrá til hliðar og taka upp á næsta fundi. Guðmunda hélt flottan fyrirlestur fyrir okkur og fór með ungmennaráðið í smá hópavinnu og umræður.

Farið var í hugmyndavinnu varðandi umræður í tengslum við ungmennaráðið. Gefin voru þrír flokkar, Viðburðir til að halda á vegum ungmennaráðsins , Rekstur og umhverfið í sveitarfélaginu fyrir ungmenni. Þetta voru hugmyndirnar sem komu frá ungmennaráðinu:

 

Viðburðir:

- Bingó

- Spilakvöld

- Eggjaleit

- Eggjaskreytingar

- Skiptimarkaður

- Fjölskylduspurningarkeppni

- Tónleikar

- Ball

- Ratleikur

- Málingarkvöld

- Námskeið um ungmenni um fjármál

- Kraftlyftingar keppni

 

Rekstur:

- Safnskóli fyrir elsta stig í uppsveitum

- Sund opið á föstudögum

- Körfuboltakarfa í sundlaugina

- Meira tómstundarstarf fyrir unglinga

- Hiti á fótbolta (laga)

- Lítið félagsheimili/félagsmiðstöð/ungmennahús 10-20manns

- Innihaldslýsingar fyrir skólamat

- Sameina sveitarfélög í uppsveitum í íþróttum og fleiri viðburðum

 

Umhverfi:

- Fleiri leiktæki fyrir krakkanna

- Net í kringum fótboltavöllinn

- Fleiri ruslatunnur á ljósastaurum á Borg

- Grænna umhverfi, meiri gróður í umhverfinu og hlutir séu umhverfisvænni

- Hiti á fötboltavöll

- Nýja hverfið, Aesthetic, ekki grátt og ljótt.

 

Út frá þessu var ákveðið að taka fyrir rekstur og viðburði og skipt var í 2 hópa sem fóru nánar yfir hugmyndirnar og hversu framkvæmanlegar þær eru fyrir hópinn.

Hópur 1 var með Umhverfi og fóru yfir hverja hugmynd um hvað þyrfti að gera til að koma þessu að veruleika.

 

- Fleiri leiktæki fyrir krakkanna – þarf að brainstorma og svo plana vel.

- Net í kringum fótboltavöllinn – mikilvægt að koma þessu á framfæri og hægt að senda tölvupóst á sveitarfélagið.

- Fleiri ruslatunnur á ljósastaurum á Borg – skrifa tölvupóst og setja svo í ferli

- Grænna umhverfi, meiri gróður í umhverfinu og hlutir séu umhverfisvænni – brainstorma

- Hiti á fötboltavöll – senda tölvupóst og fá svör

- Nýja hverfið, Aesthetic, ekki grátt og ljótt. Brainstorma hvernig hægt væri að hafa áhrif

 

Hópur 2 var með rekstur

Skipt var í verkefnin sem væru einföld og þau sem voru lengri tíma

Einföld:

- Körfuboltakarfa í sundlaugina – Heyra í yfirmanni og spyrjast fyrir

- Innihaldslýsingar fyrir skólamat – tala við skólastjórnendur

- Sund opið á föstudögum – senda fyrirspurn

Lengri tíma:

- Meira tómstundastarf fyrir unglinga – skoða með Bláskógarbyggð og GOGG

- Fleiri sameiginlegar æfingar – skoða með Bláskógarbyggð og GOGG

- Betra Félagsheimili/ungmennahús f. Félagsheimili og leigja út fyrir almenningi – tala við sveitarstjórn

- Sameina unglingastig uppsveita: Búa til áætlun og tala við sveitarstjórn.

 

Ákveðið var að bíða með viðburðina þangað til á næsta fundi. Guðmunda hvatti okkur til að skoða síðan þessar hugmyndir aftur og velja síðan eitthvað eitt verkefni til að byrja vinna að. Ekki gera allt í einu heldur lítil skref. Hún áminnti að svona verk taka alltaf tíma og ungmennaráðið er alltaf að sá fræjum til að koma hugmyndum á framfæri.

 

Ungmennaráðið þakkar Guðmundu fyrir heimsókninna.

 

3. Mál. – önnur mál

Samfélagsmiðlar fyrir ungmennaráðið og tillaga lögð með unggogg – Allir sammála

Farið yfir nýtingu með samfélagsmiðlanna. Lagt er til að einn aðili verði umsjónarmaður sjái um og komið með tillögur við því sem á að deila samfélagsmiðlunum.

Umræður teknar um hönnun logo á samfélagsmiðli og samþykkt að taka upp á næsta fundi

Áminnt var með að halda góðum fundarhöldum og sýna ábyrgð í þeim umræðum sem teknar eru fyrir í hópunum. Við viljum vera virk í hópnum.

 

 

Ekki fleira var tekið fyrir á fundinum og fundi slitið kl 20:50

Getum við bætt efni þessarar síðu?