Fara í efni

Ungmennaráð

32. fundur 02. apríl 2025 kl. 19:15 - 20:03 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Stormur Leó Guðmundsson
  • Kjartan Guðjónsson
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir
  • Sigurður Thomsen
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Matthías Fossberg Matthíasson
  • Fjarverandi voru: Karólína Waagfjörð Benóný Þorsteinn Rögnvaldsson og Óttar Guðlaugsson.
Fundagerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ásdís Rún Grímsdóttir.

1. Mál – Fundargerð síðasta fundar yfirfarin

Fundargerð síðasta fundar nefndarinnar, dags. 5.mars . 25, lögð fram til yfirferðar. Fundargerðin var yfirfarin og samþykkt samhljóða

2. Mál – Fundur með sveitastjórn

Ungmennaráðið fór yfir þau mál sem ráðið vill leggja fyrir sveitarstjórn á sveitarstjórnarfundi í maí og farið var að skipuleggja hvernig ráðið ætlar að bera þau mál fram.

3. Umhverfisvænt sveitarfélag:

Ungmennaráðið leggur til að sveitarfélagið leggi aukna áherslu á umhverfismál með því að efla gróðurrækt og fjölga ruslatunnum víðs vegar um sveitarfélagið til að stuðla að snyrtilegra umhverfi fyrir íbúa og gesti.

Sundlaugin:

Ungmennaráðið leggur til að sett verði upp körfuboltakarfa í sundlaug sveitarfélagsins til að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir gesti á öllum aldri. Einnig leggur ráðið til að opnunartími sundlaugarinnar verði útvíkkaður þannig að hún verði opin á föstudögum.

Vegirnir:

Ungmennaráðið leggur til að sveitarfélagið leggi aukna áherslu á að bæta snjómokstur vega á vetrartíma til að tryggja öruggari samgöngur. Þá leggur ráðið sérstaka áherslu á nauðsyn þess að framkvæmdir fari fram á Sólheimavegi og á vegkaflanum milli Ýrafoss og Úlfljótsvatns vegna slæms ástands, sem getur valdið umferðaróhöppum og tjóni á ökutækjum.

Í framhaldi af þessari umræðu skipulögðum við hvernig við viljum setja fram þessar tillögur á formlegan hátt þegar við hittum sveitarstjórnina. Við viljum að sveitarstjórnin tekur mark á því sem við segjum og reynum þess vegna að láta allt koma skýrt fram.

 

3. Mál – Ýmsar fræðslur

Ungmennaráðið ræddi mikilvægi þess að auka fræðslu fyrir ungmenni á nokkrum mikilvægum sviðum. Eftirfarandi mál voru samþykkt sem áhersluatriði ráðsins:

  • Áfengis- og vímuefnafræðsla:
    Ungmennaráðið leggur til að aukin áhersla verði lögð á fræðslu um afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu í þeim tilgangi að draga úr áhættuhegðun og stuðla að heilbrigðari lífsstíl ungs fólks.
  • Heilsulæsi:
    Ráðið leggur til að efla fræðslu um heilsulæsi í skólum sveitarfélagsins svo ungmenni geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu, næringu og lífsstíl á gagnrýnan hátt.
  • Fjármálafræðsla:
    Ráðið leggur til að fjármálafræðsla verði efld í skólum sveitarfélagsins og verði fastur hluti námskrár, svo nemendur fái viðeigandi þekkingu á fjármálum sem nýtist þeim í daglegu lífi.

Ungmennaráðið samþykkir að senda þessar tillögur formlega til sveitarstjórnar með ósk um að þær verði teknar fyrir og ræddar á næsta fundi hennar.

 

4. Mál – TikTok
Ungmennaráðið samþykkti að stofna sérstakan TikTok-aðgang til að efla sýnileika ráðsins og auka þátttöku ungs fólks í starfseminni.


Ráðið hefur þegar tekið upp þrjú myndbönd og mun halda áfram að framleiða efni sem bæði er skemmtilegt og fræðandi. Þá var ákveðið að búa til sérstakt merki (lógó) fyrir TikTok-aðgang ráðsins í stað þess að nota hópmynd. Stormi var falið að hanna merkið.

Formaður ráðsins mun fylgja málinu eftir og tryggja áframhaldandi reglulega birtingu efnis sem stuðlar að aukinni vitund ungmenna um samfélagsmál.

Engin önnur mál voru tekin fyrir. Fundi slitið kl. 20:30

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?