Ungmennaráð
1. Mál – Fundargerð síðasta fundar yfirfarin
Fundargerð síðasta fundar nefndarinnar, dags. 2.apríl .25, lögð fram til yfirferðar. Fundargerðin var yfirfarin og samþykkt samhljóða
2. Mál – fundargestir boðnir velkomnir
Lýðheilsu- og Æskulýðsnefnd boðin velkomin á fund ungmennaráðs og hvött til að vera virk í samtali og samstarfi við ungmennaráðið. Ungmennaráðið tekur því fagnandi að nefndin sýni áhuga á starfinu hjá ungmennaráðinu.
3. Mál – Undirbúningsfundur með Sveitarstjórn
Ungmennaráð ræddi undirbúning mála fyrir væntanlegan fund með sveitarstjórn. Ákveðið var að leggja eftirfarandi þrjú málefni fram sem formlegar tillögur til sveitarstjórnar:
a) Málefni íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Ungmennaráð leggur til:
- Að sett verði upp körfuboltakörfa í sundlaug sveitarfélagsins, staðsett við tröppurnar nærri kvennaklefanum, til að auka afþreyingu og fjölbreytni fyrir gesti.
- Að opnunartími sundlaugar verði aukinn þannig að hún verði einnig opin á föstudögum.
- Að sveitarfélagið geri ráð fyrir fjármagni til aukins búnaðarkaupa sem efli afþreyingu í sundlaug.
Jafnframt var kynnt verkefnið „Grindavíkuleiðin“, sem Jóhann Árni Ólafsson kynnti á málstofu um íþróttamál í Uppsveitum Árnessýslu þann 27. apríl. Verkefnið gengur út á aukið aðgengi að íþróttamannvirkjum og hvetur til frjálsrar nýtingar íþróttamiðstöðva í þágu lýðheilsu og ánægju íbúa. Ungmennaráð styður slíka nálgun og samþykkir að vinna minnisblað um þetta málefni fyrir sveitarstjórn. Ingibjörgu og Óttari er falið að vinna minnisblaðið og leggja fram til sveitarstjórnar.
b) Umhverfismál
Ungmennaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið grípi til eftirfarandi aðgerða í umhverfismálum:
- Ungmennaráðið leggur til að sveitarfélagið leggi aukna áherslu á umhverfismál með því að efla gróðurrækt og fjölga ruslatunnum víðs vegar um sveitarfélagið til að stuðla að snyrtilegra umhverfi fyrir íbúa og gesti.
- Að sveitarstjórn þrýsti á Skógræktina um að bæta sorphirðu við Snæfoksstaði með því að koma fyrir fleiri ruslatunnum á svæðinu.
- Að sett verði upp viðeigandi skilti sem banna óviðeigandi umgengni (t.d. losun úrgangs) á vinsælum útivistarsvæðum.
c) Fræðslumál
Ungmennaráð leggur til eftirfarandi áherslur í fræðslumálum:
- Að efla jafningjafræðslu á unglingastigi með áherslu á virkni og reynslumiðað nám (learning by doing).
- Að sveitarfélagið auki áherslu á fjármálalæsi, heilsulæsi og fræðslu um áfengis- og vímuefnavarnir meðal ungmenna.
- Að efla fræðslu um réttindi á vinnumarkaði fyrir ungt fólk.
- Að kanna möguleika á styrktarveitingum vegna þessara fræðsluverkefna innan ramma Heilsueflandi samfélags hjá sveitarfélaginu.
- Að stefna á að halda fræðslutengdan viðburð fyrir ungmenni haustið 2025.
Ungmennráðið samþykkir að leggja tillögurnar á fundinum með sveitarstjórn.
4. Mál – TikTok
Ungmennaráð samþykkir að hanna sérstakt merki (logo) til að styðja við stofnun TikTok-aðgangs ráðsins. Logo-ið verður notað til að efla sýnileika ráðsins og vekja athygli á starfsemi þess á samfélagsmiðlum. Ákveðið var að halda áfram með vinnu við merkið og stefna að því að opna aðganginn formlega á næstu vikum.
Engin önnur mál voru tekin fyrir. Fundi slitið kl. 20:30