Ungmennaráð
1. Mál – Jafningjafræðsluviðburður
Ingibjörg Elka kynnti hugmynd að viðburði með áherslu á jafningjafræðslu og lagði fram upplýsingar um tilboð varðandi fyrirlesara og tónlistaratriði. Hún óskaði eftir afstöðu ungmennaráðsins til þess að standa að slíkum viðburði.
Meirihluti ráðsins samþykkti að halda viðburðinn, sem verður sérstaklega ætlaður nemendum í 8.–10. bekk.
Ráðið samþykkti jafnframt að leita samstarfs við ungmennaráð Bláskógarbyggðar vegna framkvæmdar viðburðarins. Óttari er falið að hafa samband og fylgja samstarfinu eftir. Einnig var ákveðið að vinna náið með félagsmiðstöðvum á svæðinu um kynningu og framkvæmd.
Engin önnur mál voru tekin fyrir. Fundi slitið kl. 20:30