Fara í efni

Ungmennaráð

34. fundur 02. júlí 2025 kl. 16:00 - 20:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Karólína Waagfjörð
  • Ásdís Rún Grímsdóttir
  • Stormur Leó Guðmundsson
  • Ingibjörg Elka Þrastardóttir Formaður
  • Sigurður Thomsen
  • Kjartan Guðjónsson
  • Benóný Þorsteinn Rögnvaldsson
  • Fjarverandi voru: Ísold Assa Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir
Fundagerðin var færð í tölvu og hana ritaði Óttar Guðlaugsson.

1. Mál – Jafningjafræðsluviðburður

Ingibjörg Elka kynnti hugmynd að viðburði með áherslu á jafningjafræðslu og lagði fram upplýsingar um tilboð varðandi fyrirlesara og tónlistaratriði. Hún óskaði eftir afstöðu ungmennaráðsins til þess að standa að slíkum viðburði.

Meirihluti ráðsins samþykkti að halda viðburðinn, sem verður sérstaklega ætlaður nemendum í 8.–10. bekk.

Ráðið samþykkti jafnframt að leita samstarfs við ungmennaráð Bláskógarbyggðar vegna framkvæmdar viðburðarins. Óttari er falið að hafa samband og fylgja samstarfinu eftir. Einnig var ákveðið að vinna náið með félagsmiðstöðvum á svæðinu um kynningu og framkvæmd.

Engin önnur mál voru tekin fyrir. Fundi slitið kl. 20:30

Getum við bætt efni þessarar síðu?