Fara í efni

Aðstoðarmatráður óskast

Aðstoðarmatráður

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust starf í skólaeldhúsi sveitarfélagsins.

Í skólaeldhúsinu er eldaður og framreiddur matur fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

Við leitum að jákvæðri og duglegri manneskju í framtíðarstarf.

Meginverkefni eru:

  • Aðstoð við matargerð
  • Framreiðsla á mat
  • Frágangur og þrif

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla af starfi í eldhúsi er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi, snyrtimennska og jákvætt viðhorf

Um er að ræða um það bil 80% stöðu.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og FOSS. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum störfum og geti leyst matráð af, einnig er mikilvægt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Við hvetjum einstaklinga til að sækja um starfið óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl.

Nánari upplýsingar um starfið veita

Einar Bragi Bjarnason, matráður – einar@kerholsskoli.is og

Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri – sveitarstjori@gogg.is

Síðast uppfært 12. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?