Fara í efni

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga til að taka þátt í því að stjórna og leiða faglegt starf skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Er faglegur leiðtogi og stuðningur við aðra starfsmenn skólans.
  • Vinnur ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun skólans og skipulagningu skólastarfsins.
  • Virk þátttaka og ábyrgð í stjórnendateymi Kerhólsskóla.
  • Ber ásamt skólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá skólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  • Umsjón með samskiptum og samvinnu við foreldra.
  • Þátttaka og ábyrgð á samstarfi í samræmi við farsældarlög.
  • Umsjón með tölvumálum skólans í samvinnu við ritara.
  • Ýmis önnur verkefni í samráði við skólastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem kennari og starfsreynsla á sviði kennslu eru skilyrði.
  • Framhaldsmenntun á sviði kennslu, menntunar, uppeldis- eða stjórnunarfræða er kostur.
  • Reynsla af stjórnun í samreknum leik- og grunnskóla
  • Reynsla af hugmyndarfræðinni flæði og hvernig unnið er með það.
  • Reynsla og áhugi á útinámi og heilsueflingu í skólastarfi kostur.
  • Leiðtogahæfni og geta til að leiða árangursríka skólaþróun.
  • Jákvæðni og rík hæfni til samstarf og samskipta, heiðarleiki og traust orðspor.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
  • Góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Almenn góð tölvukunnátta og tæknilæsi.

Kerhólsskóli er samrekin leik- og grunnskóli sem vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list- og verkgreinar.

Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.

Nemendur skólaárið 2024-2025 eru um 93 og starfsmenn eru 37.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2025
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ eða FSL. Starfshlutfall er 100%.
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.
Sótt er um á www.mognum.is.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is

Síðast uppfært 5. júní 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?