Fara í efni

Afhending inneignarkorta fyrir Gámastöðina Seyðishólum í maí

Inneignarkort fyrir Gámastöðina Seyðishólum eru afhent alla virka daga á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins:
Mánudaga – fimmtudaga  09:00 – 15:00
Föstudaga                             09:00 – 12:00

Jafnframt verða inneignarkortin afhent eftirfarandi laugardaga í maí:
Laugardaginn 8. maí     10:00 - 16:00
Laugardaginn 15. maí   10:00 - 16:00
Laugardaginn 22. maí   10:00 - 16:00

Vert er að benda á að grímuskylda verður við afhendingu inneignarkortanna og biðjum við alla um að vera með grímur þegar nálgast á inneignarkortin.

Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda. Það er hægt að koma með undirritað umboð frá öðrum fasteignaeigendum en það verður að vera klárt við komuna á staðinn.
Hér er hægt að nálgast skjal sem þarf að fylla út og kvitta á til að fá inneignarkortið afhent en hægt er að flýta fyrir afhendingu með því að koma með skjalið útfyllt. Annars verða líka blöð á staðnum sem hægt verður að fylla út.

Kortið virkar þannig að þegar komið er á gámasvæðið er inneignarkortið skannað og starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Undir gjaldskyldan úrgang flokkast timbur, málað timbur og grófur úrgangur. Inneignarkortið inniheldur ákveðið magn punkta en hver punktur er 0,25 rúmmetrar. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 rúmmetrar sé ígildi eins svarts ruslapoka. Þegar inneignin klárast þá er innheimt samkvæmt gjaldskrá en gjald pr. rúmmetra er kr. 6.000,-.

Inneignin á kortinu árið 2021 er:
-Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá:                4,5 m3 = 18 punkta
-Íbúðarhús og lögbýli fá:                                                            10  m3 = 40 punkta
-Fyrirtæki fá:                                                                                 10  m3 = 40 punkta

 
Síðast uppfært 20. maí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?