Fara í efni

Bóka fundi með starfsfólki

Nú er hægt að bóka fund með starfsmönnum Grímsnes- og Grafningshrepps á einfaldan hátt. Bókað er í gegnum Microsoft Bookings kerfið og er hlekkur kominn á forsíðuna.

Hægt er að velja dagsetningu, tíma og gerð fundar (staðfundur, fjarfundur eða símafundur) og er fundarboð sent sjálfkrafa á tölvupóstfang viðkomandi aðila. Hægt er bóka fund á þeim tíma sem starfmaður er laus.

Til að bóka fund þarf að gera eftirfarandi:

  1. Velja starfsmann sem funda á með.
  2. Stimpla inn nafn, netfang og símanúmer.
  3. Setja inn athugasemdir um fund ef einhverjar.
  4. Stimpla inn erindi fundar svo starfsmaður geti verið undirbúinn fyrir erindið.
  5. Velja fund á staðnum (Stjórnsýsluhús Borg í Grímsnesi), fjarfund í gegnum tölvu eða símafund.
  6. Haka við samþykkt á persónuverndarstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Vonast er til að bókunarvélin auðveldi aðgengi íbúa, fasteignaeiganda og annarra að starfsmönnum sveitarfélagsins.

Síðast uppfært 7. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?