Borgartunnur á Borg
30.05.2024
Nýjar og glæsilegar flokkunartunnur hafa verið teknar í notkun á Borg, annars vegar við íþróttamiðstöðina og hins vegar á nýju leiksvæði við Hraunbraut. Tunnurnar koma frá íslensku sprotafyrirtæki sem kallast Borgartunnur og eru fyrstu flokkunartunnurnar sem hannaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og umhverfi.
Síðast uppfært 30. maí 2024