Fara í efni

Breyting á gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöðina Borg

Í ljósi þess að fyrir liggur álit og fyrirmæli innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins í máli IRN22010877, þar sem fjallað er um lögmæti gjaldskrár sveitarfélagsins vegna aðgangs að sundlaug og íþróttamiðstöðinni Borg eru eftirfarandi breytingar á gjaldskrá tilkynntar. Að mati ráðuneytisins er gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna aðgangs að sundlaug og Íþróttamiðstöðinni Borg sem rekin er af sveitarfélaginu ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og er því ólögmæt að mati ráðuneytisins. Í ljósi niðurstöðu ráðuneytisins og þess hvernig mál þetta er vaxið taldi ráðuneytið ástæðu til að gefa sveitarfélaginu þau fyrirmæli að koma gjaldskrá sveitarfélagsins vegna aðgangs að Íþróttamiðstöðinni Borg í lögmætt horf og fór jafnframt fram á að verða upplýst um viðbrögð sveitarfélagsins við álitinu fyrir 1. ágúst 2023.

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.

Vegna álits og fyrirmæla innviðaráðuneytisins í ofangreindu máli samþykkti sveitarstjórn samhljóða eftirfarandi breytingar á gjaldskránni fyrir Íþróttamiðstöðina Borg á fundi sínum í morgun. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst 2023.

Eftirfarandi liðir gjaldskrár fyrir Íþróttamiðstöðina Borg falla út frá og með 1. ágúst 2023:

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 18-66 ára 15.000,- kr.

Börn, 10-17 ára 6.000,- kr.

Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu geta leigt íþróttasalinn fyrir afmælisveislu barna sinna fyrir kr. 6.500,-.

Síðast uppfært 10. júlí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?