Fara í efni

Covid-19 smit í Kerhólsskóla

Í kvöld var viðbragðsteymi sveitarfélagsins virkjað vegna smitaðra einstaklinga í skólasamfélaginu sem greindust með covid-19 í dag en meðal þeirra sem greindust eru einkennalausir einstaklingar.

Viðbragðsteymið samanstendur af sveitarstjórn og umsjónarmanni fasteigna. Viðbragðsteymið fundaði fyrr í kvöld með skólastjórnendum og mun taka stöðuna reglubundið næstu daga. Staðan núna er sú að 1.-4. bekkur og leikskóladeildin í Kerhólsskóla ásamt starfsmönnum eru komin í sóttkví.

Vegna smæðar sveitarfélagsins og fjölda snertifleta hefur verið ákveðið að loka Kerhólsskóla, skrifstofu sveitarfélagsins og íþróttamiðstöðinni til og með 14. janúar næstkomandi. Staðan verður endurmetin reglulega og verði einhverjar breytingar þá verður tilkynnt um þær á helstu miðlum sveitarfélagsins jafnóðum.

Við sem samfélag þurfum að vanda okkur vel núna næstu daga og við sem tengjumst þessum stöðum þurfum öll að fara varlega og muna að við erum öll almannavarnir.

Kveðja viðbragðsteymi Grímsnes- og Grafningshrepps.

Síðast uppfært 9. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?